„Ótrúlega mikið af skemmdum út um allt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. febrúar 2023 13:00 Staðan var einna verst í kringum Búðardal í gær, þar sem gríðarlegt vatn var á ferð og ræsi stífluðust meðal annars eftir aurskriður. Aðsend/Dóróthea Sigríður Gríðarlegar skemmdir eru á vegum víða um land eftir vatnavextina í gær. Staðan er verst á vesturhluta landsins en menn þar höfðu sjaldan séð annað eins. Tjón Vegagerðarinnar hleypur líklegast á tugum milljóna en hvað vegfarendur varðar fá þeir tjón ekki bætt ef varað hefur verið við skemmdum. Viðbúið er að viðgerðir taki nokkurn tíma. Nokkrir vegir voru ófærir í gær og þeim lokað vegna vatnavaxta og er til að mynda Skeiða- og Hrunamannavegur við Stóru Laxá enn lokaður. Þá hefur verið varað við brotholum í malbiki vegna leysinga, meðal annars á Hellisheiði og víða á Vesturlandi og Suðurlandi auk þess sem vatnsskemmdir eru á vegum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Greint var þá frá því í kvöldfréttum í gær að á Vestfjörðum hafi aðalgötunni til að mynda verið lokað á Tálknafirði, í Borgarfirði voru vegir víða umflotnir og í Reykjavík voru flóð á vatnasviði Elliðaánna. Einnig féllu aurskriður og krapaflóð víða. G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar, segir stöðuna versta á Vesturlandi, sérstaklega í kringum Búðardal. Um hafi verið að ræða gríðarlegt magn vatns og þeirra menn sjaldan séð annað eins. „Það eru bara skemmdir mjög víða, það eru ekki stórkostlega miklar skemmdir á hverjum stað en það er ótrúlega mikið af skemmdum út um allt. Það hafa farið ræsi að einhverju marki sem að þarf að skipta um, það eru skemmdir á klæðningunni, úrrennsli og brotholur og svo framvegis,“ segir G. Pétur. Töluvert tjón og viðbúið að viðgerðir taki tíma Að því er kemur fram í athugasemdum sérfræðings á vef Veðurstofunnar fer vatnshæð víðast hvar lækkandi núna eftir leysingar gærdagsins en fólk er áfram beðið um að sýna aðgát við ár og læki. Varhugavert er áfram á vegum á stöku stað, helst á minni vegum, en allir stórir vegir eru opnir og færir. Fólk þarf þó að fara varlega vegna skemmda. „Vegagerðin bætir ekki tjónið ef við vitum ekki af holunni en ef við vitum af holunni og höfum ekki brugðist við, annað hvort með því að gera við eða vara við holunni, þá er Vegagerðin bótaskyld. En í þessu tilviki erum við búin að merkja og vara við þessum brotholum,“ segir G. Pétur og þurfa vegfarendur því að fylgjast vel með áður en þeir halda af stað. Viðbúið er að viðgerðir muni taka einhvern tíma, bæði til bráðabirgða og lengri tíma, en allir starfsmenn eru nú að störfum. Út frá þeim skemmdum sem þegar blasa við er ljóst að tjónið fyrir Vegagerðina er mikið. „Þetta er töluvert tjón, það er alveg ljóst, og hleypur á einhverjum tugum milljóna örugglega,“ segir G. Pétur. „Það kemur ekki alveg í ljós fyrr en frá líður raunverulega hversu mikið tjónið er því það getur leynst víðar og tekið tíma að finna út úr því.“ Færð á vegum Veður Dalabyggð Vegagerð Tengdar fréttir Vatnavextir og leysingar setja samgöngur sums staðar úr skorðum Vatnavextir og leysingar undanfarið hafa víða sett samgöngur úr skorðum hér á landi. Skeiða- og Hrunamannavegi hefur þannig verið lokað við Stóru-Láxá. Búast má við að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti sólarhring, þar til síðdegis á þriðjudag. 14. febrúar 2023 07:02 Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 13. febrúar 2023 21:15 Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13. febrúar 2023 19:42 Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Nokkrir vegir voru ófærir í gær og þeim lokað vegna vatnavaxta og er til að mynda Skeiða- og Hrunamannavegur við Stóru Laxá enn lokaður. Þá hefur verið varað við brotholum í malbiki vegna leysinga, meðal annars á Hellisheiði og víða á Vesturlandi og Suðurlandi auk þess sem vatnsskemmdir eru á vegum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Greint var þá frá því í kvöldfréttum í gær að á Vestfjörðum hafi aðalgötunni til að mynda verið lokað á Tálknafirði, í Borgarfirði voru vegir víða umflotnir og í Reykjavík voru flóð á vatnasviði Elliðaánna. Einnig féllu aurskriður og krapaflóð víða. G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar, segir stöðuna versta á Vesturlandi, sérstaklega í kringum Búðardal. Um hafi verið að ræða gríðarlegt magn vatns og þeirra menn sjaldan séð annað eins. „Það eru bara skemmdir mjög víða, það eru ekki stórkostlega miklar skemmdir á hverjum stað en það er ótrúlega mikið af skemmdum út um allt. Það hafa farið ræsi að einhverju marki sem að þarf að skipta um, það eru skemmdir á klæðningunni, úrrennsli og brotholur og svo framvegis,“ segir G. Pétur. Töluvert tjón og viðbúið að viðgerðir taki tíma Að því er kemur fram í athugasemdum sérfræðings á vef Veðurstofunnar fer vatnshæð víðast hvar lækkandi núna eftir leysingar gærdagsins en fólk er áfram beðið um að sýna aðgát við ár og læki. Varhugavert er áfram á vegum á stöku stað, helst á minni vegum, en allir stórir vegir eru opnir og færir. Fólk þarf þó að fara varlega vegna skemmda. „Vegagerðin bætir ekki tjónið ef við vitum ekki af holunni en ef við vitum af holunni og höfum ekki brugðist við, annað hvort með því að gera við eða vara við holunni, þá er Vegagerðin bótaskyld. En í þessu tilviki erum við búin að merkja og vara við þessum brotholum,“ segir G. Pétur og þurfa vegfarendur því að fylgjast vel með áður en þeir halda af stað. Viðbúið er að viðgerðir muni taka einhvern tíma, bæði til bráðabirgða og lengri tíma, en allir starfsmenn eru nú að störfum. Út frá þeim skemmdum sem þegar blasa við er ljóst að tjónið fyrir Vegagerðina er mikið. „Þetta er töluvert tjón, það er alveg ljóst, og hleypur á einhverjum tugum milljóna örugglega,“ segir G. Pétur. „Það kemur ekki alveg í ljós fyrr en frá líður raunverulega hversu mikið tjónið er því það getur leynst víðar og tekið tíma að finna út úr því.“
Færð á vegum Veður Dalabyggð Vegagerð Tengdar fréttir Vatnavextir og leysingar setja samgöngur sums staðar úr skorðum Vatnavextir og leysingar undanfarið hafa víða sett samgöngur úr skorðum hér á landi. Skeiða- og Hrunamannavegi hefur þannig verið lokað við Stóru-Láxá. Búast má við að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti sólarhring, þar til síðdegis á þriðjudag. 14. febrúar 2023 07:02 Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 13. febrúar 2023 21:15 Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13. febrúar 2023 19:42 Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Vatnavextir og leysingar setja samgöngur sums staðar úr skorðum Vatnavextir og leysingar undanfarið hafa víða sett samgöngur úr skorðum hér á landi. Skeiða- og Hrunamannavegi hefur þannig verið lokað við Stóru-Láxá. Búast má við að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti sólarhring, þar til síðdegis á þriðjudag. 14. febrúar 2023 07:02
Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11
Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 13. febrúar 2023 21:15
Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13. febrúar 2023 19:42
Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51