Logi Geirs: Við verðum sem Íslendingar að mæta þarna og búa til geggjaða stemmningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 11:00 Björgvin Páll Gústavsson í leiknum á móti Flensburg þar sem var fullt hús og frábær stemmning á Hlíðarenda. Vísir/Vilhelm Valsmenn spila gríðarlega mikilvægan leik í Evrópudeildinni í kvöld en hann gæti ráðið mjög miklu um hvort Valsliðið komist áfram í sextán liða úrslitin. Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu mikilvægi leiksins í þættinum í gær. „Mikilvægasti leikur Vals á þessu tímabili hingað til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég segi það og skrifa að við verðum sem Íslendingar að hjálpast að og mæta þarna og búa til geðveika stemmningu. Það skiptir öllu máli að spila með fullt hús og góða stemmningu með sér,“ sagði Logi Geirsson. „Þessi leikur fleytir þeim langt inn í það að við fáum eitthvað stórlið hingað heim. Við fáum Montpellier eða eitthvað stórlið. Þeir hafa staðið sig gjörsamlega frábærlega,“ sagði Logi um Valsmenn. „Ég man bara hvar ég var staddur þegar dregið var í riðla. Ég var staddur á Hótel Kef og gerði mér góðan dag þegar drátturinn var. Þá fór ég og fékk mér morgunmat og beið bara spenntur. Þetta var stór stund og Valsmenn hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Logi. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægur leikur Valsmanna „Við verðum því að hjálpast að við að fylla við húsið þarna, sama hvernig við gerum það og koma þeim í gegnum þennan leik. Benidorm liðið eru þrælerfiðir andstæðingar, spila alls konar varnir og sóknir og þetta er mjög erfitt lið að spila við,“ sagði Logi. Stefán Árni hafði áhyggjur af meiðslum markvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar og að liðið myndi ekki bara sakna liðsins við það að verjast. „Það sem ég hef áhyggjur af ef Björgvin getur ekki beitt sér að fullu að Björgvin Páll Gústavsson er einn mikilvægasti leikmaður Valsliðsins sóknarlega,“ sagði Stefán Árni. „Það er eitt sem má ekki gerast í leiknum á móti Benidorm og það er að Moto verði einn í markinu og að Björgvin geti ekki spilað. Hann verður að vera með. Gerið allt sem þið getið. Saumið hann, teipið hann, hann verður að vera í markinu,“ sagði Logi. Það má horfa á allt spjallið um Valsleikinn í kvöld hér fyrir ofan. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.25. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira
Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu mikilvægi leiksins í þættinum í gær. „Mikilvægasti leikur Vals á þessu tímabili hingað til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég segi það og skrifa að við verðum sem Íslendingar að hjálpast að og mæta þarna og búa til geðveika stemmningu. Það skiptir öllu máli að spila með fullt hús og góða stemmningu með sér,“ sagði Logi Geirsson. „Þessi leikur fleytir þeim langt inn í það að við fáum eitthvað stórlið hingað heim. Við fáum Montpellier eða eitthvað stórlið. Þeir hafa staðið sig gjörsamlega frábærlega,“ sagði Logi um Valsmenn. „Ég man bara hvar ég var staddur þegar dregið var í riðla. Ég var staddur á Hótel Kef og gerði mér góðan dag þegar drátturinn var. Þá fór ég og fékk mér morgunmat og beið bara spenntur. Þetta var stór stund og Valsmenn hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Logi. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægur leikur Valsmanna „Við verðum því að hjálpast að við að fylla við húsið þarna, sama hvernig við gerum það og koma þeim í gegnum þennan leik. Benidorm liðið eru þrælerfiðir andstæðingar, spila alls konar varnir og sóknir og þetta er mjög erfitt lið að spila við,“ sagði Logi. Stefán Árni hafði áhyggjur af meiðslum markvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar og að liðið myndi ekki bara sakna liðsins við það að verjast. „Það sem ég hef áhyggjur af ef Björgvin getur ekki beitt sér að fullu að Björgvin Páll Gústavsson er einn mikilvægasti leikmaður Valsliðsins sóknarlega,“ sagði Stefán Árni. „Það er eitt sem má ekki gerast í leiknum á móti Benidorm og það er að Moto verði einn í markinu og að Björgvin geti ekki spilað. Hann verður að vera með. Gerið allt sem þið getið. Saumið hann, teipið hann, hann verður að vera í markinu,“ sagði Logi. Það má horfa á allt spjallið um Valsleikinn í kvöld hér fyrir ofan. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.25.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira