Katrín Tanja sagði frá því um helgina að hennar framtíðarheimili sé í Idaho fylki í Bandaríkjunum og að hún sé því búin sækja um bandarískan ríkisborgararétt.
Katrín Tanja hefur búið í Bandaríkjunum í fimm ár fyrir utan hálfs árs stopp á Íslandi á síðasta ári.
Í beinu framhaldi af þessu hefur þessi tvöfaldi heimsmeistari fengið leyfi fyrir því að keppa í undankeppni Norður-Ameríku í stað þess að fara til Evrópu til að keppa í undanúrslitamótinu þar.
Katrín sagði að besta sönnunin fyrir því að hún ætlaði að búa í Bandaríkjunum framvegis og að þetta væri ekki bara nokkra ára stopp er að hún flutti hvolpinn sinn Theo til sín út. Hvolpurinn má nefnilega ekki snúa aftur til Íslands.
Katrín Tanja setti síðan inn myndband af einu krúttlegasta kapphlaupi ársins á samfélagsmiðla sína. Þar má sjá Theo litla reyna að fylgja henni eftir á æfingu.
Þetta eigandinn þinn er atvinnukona í CrossFit þá er öruggt að sá hundur fær mörg tækifæri til að hreyfa sig.
Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilega myndband.