Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. febrúar 2023 22:11 Heiðmerkurvegur í dag við Helluvatn, milli Rauðhóla og Elliðavatnsbæjarins. Egill Aðalsteinsson Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá nokkrum stöðum vestanlands í dag, eins og úr Helgafellssveit á Snæfellsnesi þar sem Ragnar Axelsson ljósmyndari var á ferð. Heimreiðin að bænum Saurum í Helgafellssveit í dag. Þar var eins og yfir hafsjó að líta og tún og girðingar í vatni.RAX Hvassviðri með hlýnandi veðri og mikilli úrkomu varð til þess að snjór bráðnaði hratt og vatnselgurinn flæddi yfir tún og vegi. Frá Tálknafirði fengum við myndir frá björgunarsveitunum Tálkna og Blakki. Þar var hin meinlitla Tunguá orðin að aurugu stórfljóti og flæddi yfir Strandgötu með tilheyrandi vegaskemmdum og var gatan lokuð allri umferð. Frá Tálknafirði í dag. Tunguá flæddi yfir Strandgötu.Tálkni/Blakkur Í Borgarfirði, sérstaklega á vatnasviði neðri hluta Hvítár, flæðir víða yfir vegi, einnig í Norðurárdal og varaði Vegagerðin við því að Norðurá gæti flætt yfir hringveginn. Vatn flæðir yfir veg í Saurbæ í Dölum. Staðarhólskirkja og félagsheimilið Tjarnarlundur í baksýnDóróthea Sigríður Fréttir berast raunar af vatnavöxtum af öllu vestanverðu landinu en einnig af krapaflóðum og skriðum, eins og á Gemlufalli í Dýrafirði og úr Saurbæ í Dölum, þaðan sem við fengum myndir í dag, en þar höfðu Hvolsá og Staðarhólsá breyst í ólgandi fljót. Við Norðlingaholtshverfi í Reykjavík í dag. Þar flæðir Bugða yfir bakka sína.Egill Aðalsteinsson Og borgarbúar fara ekki varhluta af flóðunum. Frá Suðurlandsvegi við Rauðhóla mátti sjá hvar Hólmsá og Bugða flæddu yfir yfir bakka sína. Austan við Norðlingaholtshverfi var eins og yfir hafsjó að líta og það var rétt með naumindum að Bugða kæmist undir brúna á reiðveginum. Vegslóði austan Rauðhóla var allur á kafi. Þar breiddi Hólmsá úr sér. Egill Aðalsteinsson Á vatnasviði Elliðaánna flæddi víða yfir vegi. Þannig var Heiðmerkurverkur undir vatni á nokkurhundruð metra kafla á móts við Helluvatn, milli Rauðhóla og Elliðavatnsbæjarins. Það var í raun á mörkunum að vegurinn upp í Heiðmörk teldist fær en þar sagðist Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, vera að upplifa ótrúlega mikla vatnavexti. Gústaf Jarl Viðarsson starfar hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk. Egill Aðalsteinsson „Það er búið að flæða yfir veginn hérna. Og maður sér brúna, þar er komið mjög hátt upp. Ég hef ekki séð þetta svona áður. Allavega þetta hefur ekki komið fyrir síðastliðin tíu ár,“ sagði Gústaf. „Þetta er líklega vegna þess að það hafa verið svo mikil frost að vatnið nær ekki að seytla niður í gegnum jarðveginn. Þess vegna safnast þetta svona fyrir.“ Elliðaár í Víðidal neðan Breiðholtsbrautar flæddu yfir göngustíga.Egill Aðalsteinsson Í Víðidal flæddu Elliðaár yfir göngustíga og reiðstíga og þær voru í miklum ham við Árbæjarstíflu. Ofan hennar gátu menn svo séð Árbæjarlónið birtast á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Myndskeið frá Tálknafirði má sjá sér: Veður Tálknafjörður Dalabyggð Stykkishólmur Reykjavík Tengdar fréttir Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 13. febrúar 2023 21:15 Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51 „Okkar menn segja að þeir hafi ekki séð þetta áður svona mikið“ Varað hefur verið við miklum vatnavöxtum á Vesturlandi og Vegagerðin varar við slæmum akstursskilyrðum víða. Samskiptastjóri segir þetta umfangsmikið og að þeirra menn hafi ekki áður séð jafn mikla vatnavexti. Ræsi ráða ekki við vatnsflauminn og Dölunum sé allt undir. 13. febrúar 2023 15:45 Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13. febrúar 2023 19:42 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá nokkrum stöðum vestanlands í dag, eins og úr Helgafellssveit á Snæfellsnesi þar sem Ragnar Axelsson ljósmyndari var á ferð. Heimreiðin að bænum Saurum í Helgafellssveit í dag. Þar var eins og yfir hafsjó að líta og tún og girðingar í vatni.RAX Hvassviðri með hlýnandi veðri og mikilli úrkomu varð til þess að snjór bráðnaði hratt og vatnselgurinn flæddi yfir tún og vegi. Frá Tálknafirði fengum við myndir frá björgunarsveitunum Tálkna og Blakki. Þar var hin meinlitla Tunguá orðin að aurugu stórfljóti og flæddi yfir Strandgötu með tilheyrandi vegaskemmdum og var gatan lokuð allri umferð. Frá Tálknafirði í dag. Tunguá flæddi yfir Strandgötu.Tálkni/Blakkur Í Borgarfirði, sérstaklega á vatnasviði neðri hluta Hvítár, flæðir víða yfir vegi, einnig í Norðurárdal og varaði Vegagerðin við því að Norðurá gæti flætt yfir hringveginn. Vatn flæðir yfir veg í Saurbæ í Dölum. Staðarhólskirkja og félagsheimilið Tjarnarlundur í baksýnDóróthea Sigríður Fréttir berast raunar af vatnavöxtum af öllu vestanverðu landinu en einnig af krapaflóðum og skriðum, eins og á Gemlufalli í Dýrafirði og úr Saurbæ í Dölum, þaðan sem við fengum myndir í dag, en þar höfðu Hvolsá og Staðarhólsá breyst í ólgandi fljót. Við Norðlingaholtshverfi í Reykjavík í dag. Þar flæðir Bugða yfir bakka sína.Egill Aðalsteinsson Og borgarbúar fara ekki varhluta af flóðunum. Frá Suðurlandsvegi við Rauðhóla mátti sjá hvar Hólmsá og Bugða flæddu yfir yfir bakka sína. Austan við Norðlingaholtshverfi var eins og yfir hafsjó að líta og það var rétt með naumindum að Bugða kæmist undir brúna á reiðveginum. Vegslóði austan Rauðhóla var allur á kafi. Þar breiddi Hólmsá úr sér. Egill Aðalsteinsson Á vatnasviði Elliðaánna flæddi víða yfir vegi. Þannig var Heiðmerkurverkur undir vatni á nokkurhundruð metra kafla á móts við Helluvatn, milli Rauðhóla og Elliðavatnsbæjarins. Það var í raun á mörkunum að vegurinn upp í Heiðmörk teldist fær en þar sagðist Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, vera að upplifa ótrúlega mikla vatnavexti. Gústaf Jarl Viðarsson starfar hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk. Egill Aðalsteinsson „Það er búið að flæða yfir veginn hérna. Og maður sér brúna, þar er komið mjög hátt upp. Ég hef ekki séð þetta svona áður. Allavega þetta hefur ekki komið fyrir síðastliðin tíu ár,“ sagði Gústaf. „Þetta er líklega vegna þess að það hafa verið svo mikil frost að vatnið nær ekki að seytla niður í gegnum jarðveginn. Þess vegna safnast þetta svona fyrir.“ Elliðaár í Víðidal neðan Breiðholtsbrautar flæddu yfir göngustíga.Egill Aðalsteinsson Í Víðidal flæddu Elliðaár yfir göngustíga og reiðstíga og þær voru í miklum ham við Árbæjarstíflu. Ofan hennar gátu menn svo séð Árbæjarlónið birtast á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Myndskeið frá Tálknafirði má sjá sér:
Veður Tálknafjörður Dalabyggð Stykkishólmur Reykjavík Tengdar fréttir Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 13. febrúar 2023 21:15 Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51 „Okkar menn segja að þeir hafi ekki séð þetta áður svona mikið“ Varað hefur verið við miklum vatnavöxtum á Vesturlandi og Vegagerðin varar við slæmum akstursskilyrðum víða. Samskiptastjóri segir þetta umfangsmikið og að þeirra menn hafi ekki áður séð jafn mikla vatnavexti. Ræsi ráða ekki við vatnsflauminn og Dölunum sé allt undir. 13. febrúar 2023 15:45 Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13. febrúar 2023 19:42 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 13. febrúar 2023 21:15
Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51
„Okkar menn segja að þeir hafi ekki séð þetta áður svona mikið“ Varað hefur verið við miklum vatnavöxtum á Vesturlandi og Vegagerðin varar við slæmum akstursskilyrðum víða. Samskiptastjóri segir þetta umfangsmikið og að þeirra menn hafi ekki áður séð jafn mikla vatnavexti. Ræsi ráða ekki við vatnsflauminn og Dölunum sé allt undir. 13. febrúar 2023 15:45
Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13. febrúar 2023 19:42