Þetta kemur fram í færslu á vef Veðurstofunnar. Árnar hafa flætt yfir bakka sína og er fólki ráðlagt að hafa varann á hyggist það heimsækja Elliðaárdal.
Fremur hlýtt var í dag miðað við síðustu vikur, fimm til tíu stiga hiti á höfuðborgarsvæðinu. Í nótt er spáð dálitlu éli og fer hitinn niður í núll til sex stig.
Vatnsstaða í mörgum ám á landinu hefur hækkað töluvert í dag, til að mynda í Norðurá, Hvítá í Borgarfirði, Straumfjarðará og Stóru-Laxá.