„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 18:00 Ólöf Arnalds hefur undanfarið unnið að plötunni Tár í morgunsárið. Aðsend „Maður skilur tónlistina aldrei til fulls og verður þess vegna bara að fikra sig áfram við að búa hana til,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds. Hún stefnir á að halda uppskerutónleika næstkomandi fimmtudag á Húrra. „Ég er með herferð í gangi á Karolina Fund til að hópfjármagna næstu plötuna mína, Tár í morgunsárið, sem verður fimmta sólóplatan mín. Svo verð ég með tónleika á Húrra fimmtudaginn 16. febrúar en það verður degi eftir að söfnuninni lýkur. Vonandi uppskerutónleikar, ef söfnunin gengur upp,“ segir Ólöf og bætir við að hún sé mjög bjartsýn á að það takist. Hér má heyra lagið Englar og Dárar eftir Ólöfu: Ólöf Arnalds hefur gefið frá sér fjórar sólóplötur en frumburður hennar, Við og við, leit dagsins ljós árið 2007. Hún hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og verið tilnefnd til Nordic Music Price. Ólöf hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn og komið þar fram í útvarpi og sjónvarpi. „Þessi plata er búin að fá að malla lengi með mér. Einhverra hluta vegna er ég tilbúin núna að raungera hana.“ Hún segir ferlið hafa gengið frábærlega. „Öll lögin eru samin. Nú er bara að klára að útsetja og taka upp.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Ólafar við lagið Patience frá árinu 2014. Ólöf sækir innblásturinn víða og segist alæta á tónlist. „Það er mjög sjaldan sem mér þykir ekki eitthvað áhugavert við tónlist sem ég heyri. En ég sæki fyrst og fremst innblástur í góð samtöl, vináttu, þögn og ást,“ segir hún að lokum. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég er með herferð í gangi á Karolina Fund til að hópfjármagna næstu plötuna mína, Tár í morgunsárið, sem verður fimmta sólóplatan mín. Svo verð ég með tónleika á Húrra fimmtudaginn 16. febrúar en það verður degi eftir að söfnuninni lýkur. Vonandi uppskerutónleikar, ef söfnunin gengur upp,“ segir Ólöf og bætir við að hún sé mjög bjartsýn á að það takist. Hér má heyra lagið Englar og Dárar eftir Ólöfu: Ólöf Arnalds hefur gefið frá sér fjórar sólóplötur en frumburður hennar, Við og við, leit dagsins ljós árið 2007. Hún hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og verið tilnefnd til Nordic Music Price. Ólöf hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn og komið þar fram í útvarpi og sjónvarpi. „Þessi plata er búin að fá að malla lengi með mér. Einhverra hluta vegna er ég tilbúin núna að raungera hana.“ Hún segir ferlið hafa gengið frábærlega. „Öll lögin eru samin. Nú er bara að klára að útsetja og taka upp.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Ólafar við lagið Patience frá árinu 2014. Ólöf sækir innblásturinn víða og segist alæta á tónlist. „Það er mjög sjaldan sem mér þykir ekki eitthvað áhugavert við tónlist sem ég heyri. En ég sæki fyrst og fremst innblástur í góð samtöl, vináttu, þögn og ást,“ segir hún að lokum.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“