„Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2023 09:01 Snorri Steinn Guðjónsson vill sjá þétt setna Origo-höll í kvöld. vísir/arnar Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að leikurinn gegn Benidorm í kvöld sé úrslitaleikur fyrir liðið í baráttunni um að komast í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hann hefur gaman að því að greina óhefðbundinn leikstíl Spánverjanna. Valur fær Benidorm í heimsókn í 8. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Valsmenn eru í 4. sæti B-riðils með fimm stig, einu stigi meira en Spánverjarnir sem eru á botni riðilsins. Fjögur efstu liðin komast í sextán liða úrslit og með sigri í kvöld stíga Íslandsmeistararnir stórt skref þangað. Valur vann fyrri leikinn gegn Benidorm, 29-32. Þótt Snorri sé ekki tilbúinn að fullyrða að leikurinn í kvöld sé sá stærsti á þjálfaraferlinum er hann full meðvitaður um mikilvægi hans. „Eigum við ekki að setja þetta á pari við úrslitaleiki um titlana. Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik. Ef við töpum erum við í vondum málum og getum nánast litið á það þannig að við séum úr leik þó svo allt geti gerst í þessum riðli eins og hefur sýnt sig. En ef við vinnum erum við í bullandi séns. Mikilvægi leiksins er mikið,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær. Geggjuð staða að vera í „Það er staða sem við eigum að njóta. Að eiga þrjá leiki eftir í riðlakeppninni, þar af tvo á heimavelli, og vera með það í okkar höndum að komast áfram; það er geggjuð staða að vera í. Ef við hefðum hugsað þetta fyrir keppnina, þá bara já takk. Vonandi verður troðfullt hérna því það er á hreinu að við þurfum á öllu okkar að halda og allt auka sem við getum fengið er gulls ígildi.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein Snorri segir að allir leikmenn Vals séu klárir í slaginn fyrir utan Róbert Aron Hostert og Tryggva Garðar Jónsson sem meiddist gegn Flensburg í síðustu viku. „Ég mæti með sextán gaura tilbúna í leikinn,“ sagði Snorri. Gera þetta fáránlega vel Benidorm spilar nokkuð óhefðbundinn handbolta, nota ítrekað sjö menn í sókn og spila án markvarðar og fara stundum mjög framarlega í vörninni. „Það tekur aðeins meiri tíma. Þú þarft að horfa meira og kryfja meira. Það er fyrst og fremst skemmtilegt,“ sagði Snorri um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Benidorm. „Það er margt sem þarf að fara yfir. Þeir spila mikið sjö á sex og geta farið í mjög ágenga 3-3 vörn. Það er eitthvað sem er ekki endilega daglegt brauð hérna heima. Þeir eru með að meðaltali rúmlega fjörutíu sóknir í Evrópukeppninni í sjö á sex. Það er margt sem þarf að skoða þar. Þeir gera það fáránlega vel og eru góðir í því. Og þeir hafa greinilega bullandi trú á því líka,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Valur fær Benidorm í heimsókn í 8. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Valsmenn eru í 4. sæti B-riðils með fimm stig, einu stigi meira en Spánverjarnir sem eru á botni riðilsins. Fjögur efstu liðin komast í sextán liða úrslit og með sigri í kvöld stíga Íslandsmeistararnir stórt skref þangað. Valur vann fyrri leikinn gegn Benidorm, 29-32. Þótt Snorri sé ekki tilbúinn að fullyrða að leikurinn í kvöld sé sá stærsti á þjálfaraferlinum er hann full meðvitaður um mikilvægi hans. „Eigum við ekki að setja þetta á pari við úrslitaleiki um titlana. Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik. Ef við töpum erum við í vondum málum og getum nánast litið á það þannig að við séum úr leik þó svo allt geti gerst í þessum riðli eins og hefur sýnt sig. En ef við vinnum erum við í bullandi séns. Mikilvægi leiksins er mikið,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær. Geggjuð staða að vera í „Það er staða sem við eigum að njóta. Að eiga þrjá leiki eftir í riðlakeppninni, þar af tvo á heimavelli, og vera með það í okkar höndum að komast áfram; það er geggjuð staða að vera í. Ef við hefðum hugsað þetta fyrir keppnina, þá bara já takk. Vonandi verður troðfullt hérna því það er á hreinu að við þurfum á öllu okkar að halda og allt auka sem við getum fengið er gulls ígildi.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein Snorri segir að allir leikmenn Vals séu klárir í slaginn fyrir utan Róbert Aron Hostert og Tryggva Garðar Jónsson sem meiddist gegn Flensburg í síðustu viku. „Ég mæti með sextán gaura tilbúna í leikinn,“ sagði Snorri. Gera þetta fáránlega vel Benidorm spilar nokkuð óhefðbundinn handbolta, nota ítrekað sjö menn í sókn og spila án markvarðar og fara stundum mjög framarlega í vörninni. „Það tekur aðeins meiri tíma. Þú þarft að horfa meira og kryfja meira. Það er fyrst og fremst skemmtilegt,“ sagði Snorri um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Benidorm. „Það er margt sem þarf að fara yfir. Þeir spila mikið sjö á sex og geta farið í mjög ágenga 3-3 vörn. Það er eitthvað sem er ekki endilega daglegt brauð hérna heima. Þeir eru með að meðaltali rúmlega fjörutíu sóknir í Evrópukeppninni í sjö á sex. Það er margt sem þarf að skoða þar. Þeir gera það fáránlega vel og eru góðir í því. Og þeir hafa greinilega bullandi trú á því líka,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira