Vondur VAR-dagur í gær: Tvenn mistök sem kostuðu stig Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 10:30 Mikel Arteta þjálfari Arsenal ræðir við dómarana eftir leikinn í gær. Vísir/Getty VAR-dómarar gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni áttu ekki góðan dag því tvenn mistök voru gerð sem kostuðu lið stig. Þá eru margir á því að Chelsea hefði átt að fá vítaspyrnu í leik sínum gegn West Ham. Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni hefur oftar en ekki skapað mikla umræðu enda kerfið síður en svo óskeikult. Þetta á ekki síst við um gærdaginn því nú komið í ljós að myndbandsdómarar gerðu tvenn mistök í leikjum gærdagsins sem gætu reynst dýrkeypt. Arsenal hefur leikið frábærlega á tímabilinu og situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið gerði jafntefli gegn Brentford í gær en jöfnunarmark Brentford var umdeilt og hefði ekki átt að standa. Christian Nörgaard var rangstæður þegar hann fékk boltann áður en hann sendi fyrir á Ivan Toney sem skoraði auðveldlega. VAR-kannaði hins vegar aldrei hvort Nörgaard var rangstæður þrátt fyrir að hafa tekið sér drjúgan tíma í að skoða markið. Þetta kemur fram í grein fyrrum dómarans Chris Foy í Daily Mail. Hann segir að um mannleg mistök sé að ræða en VAR athugaði ýmis atriði í aðdraganda marksins. „Í aðdraganda marksins er Christian Nörgaard, sem sendir boltann til Toney, rangstæður. Sannleikurinn er sá að VAR athugaði það aldrei með því að teikna rangstöðulínur. Línan var einfaldlega aldrei teiknuð og það eru mannleg mistök,“ skrifar Chris Foy í Daily Mail en hann starfar þar sem sérfræðingur. Löglegt mark tekið af Brighton Mistökin í leik Arsenal og Brentford voru hins vegar ekki þau einu sem VAR-gerði í gær. Í leik Crystal Palace og Brighton, sem lauk með 1-1 jafntefli, skoraði Pervis Estupinan mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Þar var John Brooks í VAR-herberginu og teiknaði hann rangstöðulínuna frá röngum varnarmanni. Brooks miðaði línuna við varnarmanninn James Tomkins en hann var ekki aftasti varnarmaður Palace. Marc Guehi var aftar og hefði spilað Estupinan réttstæðan en það fór framhjá Brooks. Pervis Estupinan fer framhjá Michael Olise í leiknum í gær.Vísir/Getty Þá átti sér einnig stað umdeilt atvik í leik Chelsea og West Ham þar sem Tomas Soucek, leikmaður West Ham, fékk boltann augljóslega í höndina þegar Connor Gallagher skaut að marki. Að flestra mati hefði Chelsea átt að fá vítaspyrnu en þeim leik leik einnig með jafntefli. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni hefur oftar en ekki skapað mikla umræðu enda kerfið síður en svo óskeikult. Þetta á ekki síst við um gærdaginn því nú komið í ljós að myndbandsdómarar gerðu tvenn mistök í leikjum gærdagsins sem gætu reynst dýrkeypt. Arsenal hefur leikið frábærlega á tímabilinu og situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið gerði jafntefli gegn Brentford í gær en jöfnunarmark Brentford var umdeilt og hefði ekki átt að standa. Christian Nörgaard var rangstæður þegar hann fékk boltann áður en hann sendi fyrir á Ivan Toney sem skoraði auðveldlega. VAR-kannaði hins vegar aldrei hvort Nörgaard var rangstæður þrátt fyrir að hafa tekið sér drjúgan tíma í að skoða markið. Þetta kemur fram í grein fyrrum dómarans Chris Foy í Daily Mail. Hann segir að um mannleg mistök sé að ræða en VAR athugaði ýmis atriði í aðdraganda marksins. „Í aðdraganda marksins er Christian Nörgaard, sem sendir boltann til Toney, rangstæður. Sannleikurinn er sá að VAR athugaði það aldrei með því að teikna rangstöðulínur. Línan var einfaldlega aldrei teiknuð og það eru mannleg mistök,“ skrifar Chris Foy í Daily Mail en hann starfar þar sem sérfræðingur. Löglegt mark tekið af Brighton Mistökin í leik Arsenal og Brentford voru hins vegar ekki þau einu sem VAR-gerði í gær. Í leik Crystal Palace og Brighton, sem lauk með 1-1 jafntefli, skoraði Pervis Estupinan mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Þar var John Brooks í VAR-herberginu og teiknaði hann rangstöðulínuna frá röngum varnarmanni. Brooks miðaði línuna við varnarmanninn James Tomkins en hann var ekki aftasti varnarmaður Palace. Marc Guehi var aftar og hefði spilað Estupinan réttstæðan en það fór framhjá Brooks. Pervis Estupinan fer framhjá Michael Olise í leiknum í gær.Vísir/Getty Þá átti sér einnig stað umdeilt atvik í leik Chelsea og West Ham þar sem Tomas Soucek, leikmaður West Ham, fékk boltann augljóslega í höndina þegar Connor Gallagher skaut að marki. Að flestra mati hefði Chelsea átt að fá vítaspyrnu en þeim leik leik einnig með jafntefli.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira