Björgvin brunaði á bráðamóttökuna: „Sé bara ofan í höndina á mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. febrúar 2023 23:31 Björgvin Páll varð fyrir óheppilegum meiðslum á hönd í gær. Hann mun spila með sauma í höndinni í komandi leik, gegn læknisráði. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Björgvin Páll Gústavsson var illa útleikinn eftir sigur Vals á KA í Olís-deild karla í gærkvöld og þurfti að sauma fingrakjúku hans saman á sjúkrahúsi. Það kom sér vel að leiknum var flýtt, líkt og Björgvin hafði kallað eftir fyrr um daginn, þar sem hann gat brunað á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsmanna suður. Björgvin Páll lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlinum Twitter í gær með þá ákvörðun KA og HSÍ að vilja ekki flýta leiknum - svo Valsmenn gætu flogið aftur suður beint eftir leik. Úr varð mikið yfirlýsingaflaum sitt á hvað, en lendingin varð að endingu sú að leiknum var flýtt og Valsmenn gátu flogið rakleiðis suðureftir. „Maður mætti þarna aðeins snemma til þess að spjalla við fólkið í kringum félagið. Þetta hefur ekkert með KA að gera, það er yndislegt félag sem ég held mikið upp á,“ segir Björgvin Páll. „Þetta er kannski sorglegt líka því að KA og önnur félög utan af landi lenda einmitt í þessari aðstöðu mjög oft og sjaldan er tekið tillit til þeirra í þessari aðstöðu,“ Svo það eru ekki nein særindi eða neitt slíkt eftir orðin sem látin voru falla í gær? „Nei, alls ekki. Ég á nú allt of marga vini þarna til þess að vera í einhverjum særindum. Ég kannski hefði þurft að vera eftir til að slökkva nokkra elda þarna undir restina,“ segir Björgvin og brosir við. Aldrei lent í slíku áður Valur vann leikinn 36-32 og eru nú með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Björgvin meiddist hins vegar snemma leiks og hans skrautlega degi langt í frá lokið. Hann brunaði beinustu leið á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsara og þurfti að fá sauma í höndina. „Ég fæ skot í puttann, eitthvað mjög skringilegt skot, sem ég hef aldrei lent í áður og það rifnar á milli fingranna. Ég fæ svona stórt gat og sé bara ofan í höndina á mér, öll liðböndin og draslið,“ „Ég þurfti svo bara að láta sauma fyrir þetta þegar ég kom á Slysó í gær,“ segir Björgvin Páll. Hundsar læknisráð vegna stórleiks Þrátt fyrir læknisráð um annað segist Björgvin ekki geta látið þetta koma í veg fyrir þátttöku sína í afar mikilvægum leik Vals við Benidorm í Evrópudeildinni á þriðjudaginn. Hann æfi ekki þangað til en muni þar spila með saumana í höndinni. „Ég gef mér þessa tvo til þrjá daga á milli til að slaka á og gefa þessu smá pásu. Læknirinn vildi nú meina að ég þyrfti aðeins meiri pásu heldur en tvo til þrjá daga fyrir svona saum að gróa,“ segir Björgvin Páll. „En hjúkkan var fljót að segja að ég væri þannig gaur að ég hlýddi nú aldrei, þannig að það þýðir ekkert að segja mér til. Ég fékk svo bara ráðleggingar frá þeim hvernig ég ætti teipa þetta og loka þessu þegar í leikinn er komið,“ „Þetta stoppar mig ekkert frá því að taka þátt í þessu frábæra verkefni sem fram undan er á móti Benidorm.“ sagði Björgvin Páll að endingu. Leikur Vals og Benidorm er klukkan 19:30 á þriðjudaginn kemur. Hann verður líkt og aðrir leikir Vals í Evrópu í beinni á Stöð 2 Sport. Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Björgvin Páll lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlinum Twitter í gær með þá ákvörðun KA og HSÍ að vilja ekki flýta leiknum - svo Valsmenn gætu flogið aftur suður beint eftir leik. Úr varð mikið yfirlýsingaflaum sitt á hvað, en lendingin varð að endingu sú að leiknum var flýtt og Valsmenn gátu flogið rakleiðis suðureftir. „Maður mætti þarna aðeins snemma til þess að spjalla við fólkið í kringum félagið. Þetta hefur ekkert með KA að gera, það er yndislegt félag sem ég held mikið upp á,“ segir Björgvin Páll. „Þetta er kannski sorglegt líka því að KA og önnur félög utan af landi lenda einmitt í þessari aðstöðu mjög oft og sjaldan er tekið tillit til þeirra í þessari aðstöðu,“ Svo það eru ekki nein særindi eða neitt slíkt eftir orðin sem látin voru falla í gær? „Nei, alls ekki. Ég á nú allt of marga vini þarna til þess að vera í einhverjum særindum. Ég kannski hefði þurft að vera eftir til að slökkva nokkra elda þarna undir restina,“ segir Björgvin og brosir við. Aldrei lent í slíku áður Valur vann leikinn 36-32 og eru nú með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Björgvin meiddist hins vegar snemma leiks og hans skrautlega degi langt í frá lokið. Hann brunaði beinustu leið á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsara og þurfti að fá sauma í höndina. „Ég fæ skot í puttann, eitthvað mjög skringilegt skot, sem ég hef aldrei lent í áður og það rifnar á milli fingranna. Ég fæ svona stórt gat og sé bara ofan í höndina á mér, öll liðböndin og draslið,“ „Ég þurfti svo bara að láta sauma fyrir þetta þegar ég kom á Slysó í gær,“ segir Björgvin Páll. Hundsar læknisráð vegna stórleiks Þrátt fyrir læknisráð um annað segist Björgvin ekki geta látið þetta koma í veg fyrir þátttöku sína í afar mikilvægum leik Vals við Benidorm í Evrópudeildinni á þriðjudaginn. Hann æfi ekki þangað til en muni þar spila með saumana í höndinni. „Ég gef mér þessa tvo til þrjá daga á milli til að slaka á og gefa þessu smá pásu. Læknirinn vildi nú meina að ég þyrfti aðeins meiri pásu heldur en tvo til þrjá daga fyrir svona saum að gróa,“ segir Björgvin Páll. „En hjúkkan var fljót að segja að ég væri þannig gaur að ég hlýddi nú aldrei, þannig að það þýðir ekkert að segja mér til. Ég fékk svo bara ráðleggingar frá þeim hvernig ég ætti teipa þetta og loka þessu þegar í leikinn er komið,“ „Þetta stoppar mig ekkert frá því að taka þátt í þessu frábæra verkefni sem fram undan er á móti Benidorm.“ sagði Björgvin Páll að endingu. Leikur Vals og Benidorm er klukkan 19:30 á þriðjudaginn kemur. Hann verður líkt og aðrir leikir Vals í Evrópu í beinni á Stöð 2 Sport.
Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira