Sannfærður um að Man City sé saklaust og segir önnur félög standa saman gegn þeim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2023 07:01 Pep stendur þétt við bakið á sínu fólki. Matt McNulty/Getty Images Enska úrvalsdeildin kærði nýverið Englandsmeistara Manchester City fyrir meira 100 brot á fjárhagsreglum deildarinnar frá 2009 til 2018. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, segist fullviss um að félagið sé saklaust. Pep ræddi við blaðamenn fyrir leik Man City og Aston Villa á sunnudag. Hann fór um víðan völl en það verður ekki annað sagt en hann hafi varið vinnuveitanda sinn með kjafti og klóm. "I'm fully convinced we'll be innocent."Pep Guardiola speaks for the first time since Manchester City were charged by the Premier League. pic.twitter.com/5dBDpVt1B5— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 10, 2023 „Mín fyrsta hugsun var að það er þegar búið að dæma okkur,“ sagði Pep sem var að tjá sig í fyrsta sinn síðan málið komst í fréttir. „Við erum heppnir að búa í landi þar sem fólk er saklaust uns sekt er sönnuð. Við fengum ekki það tækifæri, við höfum þegar verið dæmdir.“ „Ég veit ekki hvað gerist. Við erum með góða lögfræðinga og ég veit að við munum verja okkar stöðu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City lendir í málaferli sem þessu og kom Pep inn á það þegar félagið var dæmt í bann frá Evrópukeppnum árið 2020. Það mál fór fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn, CAS, og var City á endanum sýknað. „Þetta er það sama og gerðist með UEFA. Sömu greinarnar og sömu ásakanirnar. Við munum verja okkur líkt og við gerðum þá. Dómskerfið ákveður svo hvað gerist.“ „Ég er handviss um að við séum saklausir. Síðan eigendurnir keyptu félagið hefur þetta verið svona, frá degi eitt.“ Þá er Pep viss um að keppinautar Man City séu saman í samsæri gegn félaginu. „Auðvitað, þetta er enska úrvalsdeildin. Ég veit ekki af hverju. Þú verður að spyrja forstjórana, Daniel Levy og þá,“ sagði Guardiola aðspurður hvort önnur félög vildu að Man City yrði refsað. „Níu lið: Burnley, Wolves, Leicester City, Newcastle United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Manchester United, Liverpool og Chelsea vildu öll að okkur yrði sparkað úr Meistaradeild Evrópu,“ bætti hann við. „Þetta er ekki í fyrsta sinn, þetta er í annað skiptið. Við fórum í gegnum þetta fyrir tveimur eða þremur árum. Þið ásakið okkur, það ætti að sparka okkur út. Á milli þessara níu liða áður fyrr og 19 liða í dag eða því sem fólkið mitt segir þá treysti ég frekar því sem fólkið mitt hefur að segja,“ sagði Pep að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Pep ræddi við blaðamenn fyrir leik Man City og Aston Villa á sunnudag. Hann fór um víðan völl en það verður ekki annað sagt en hann hafi varið vinnuveitanda sinn með kjafti og klóm. "I'm fully convinced we'll be innocent."Pep Guardiola speaks for the first time since Manchester City were charged by the Premier League. pic.twitter.com/5dBDpVt1B5— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 10, 2023 „Mín fyrsta hugsun var að það er þegar búið að dæma okkur,“ sagði Pep sem var að tjá sig í fyrsta sinn síðan málið komst í fréttir. „Við erum heppnir að búa í landi þar sem fólk er saklaust uns sekt er sönnuð. Við fengum ekki það tækifæri, við höfum þegar verið dæmdir.“ „Ég veit ekki hvað gerist. Við erum með góða lögfræðinga og ég veit að við munum verja okkar stöðu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City lendir í málaferli sem þessu og kom Pep inn á það þegar félagið var dæmt í bann frá Evrópukeppnum árið 2020. Það mál fór fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn, CAS, og var City á endanum sýknað. „Þetta er það sama og gerðist með UEFA. Sömu greinarnar og sömu ásakanirnar. Við munum verja okkur líkt og við gerðum þá. Dómskerfið ákveður svo hvað gerist.“ „Ég er handviss um að við séum saklausir. Síðan eigendurnir keyptu félagið hefur þetta verið svona, frá degi eitt.“ Þá er Pep viss um að keppinautar Man City séu saman í samsæri gegn félaginu. „Auðvitað, þetta er enska úrvalsdeildin. Ég veit ekki af hverju. Þú verður að spyrja forstjórana, Daniel Levy og þá,“ sagði Guardiola aðspurður hvort önnur félög vildu að Man City yrði refsað. „Níu lið: Burnley, Wolves, Leicester City, Newcastle United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Manchester United, Liverpool og Chelsea vildu öll að okkur yrði sparkað úr Meistaradeild Evrópu,“ bætti hann við. „Þetta er ekki í fyrsta sinn, þetta er í annað skiptið. Við fórum í gegnum þetta fyrir tveimur eða þremur árum. Þið ásakið okkur, það ætti að sparka okkur út. Á milli þessara níu liða áður fyrr og 19 liða í dag eða því sem fólkið mitt segir þá treysti ég frekar því sem fólkið mitt hefur að segja,“ sagði Pep að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira