Sannfærður um að Man City sé saklaust og segir önnur félög standa saman gegn þeim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2023 07:01 Pep stendur þétt við bakið á sínu fólki. Matt McNulty/Getty Images Enska úrvalsdeildin kærði nýverið Englandsmeistara Manchester City fyrir meira 100 brot á fjárhagsreglum deildarinnar frá 2009 til 2018. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, segist fullviss um að félagið sé saklaust. Pep ræddi við blaðamenn fyrir leik Man City og Aston Villa á sunnudag. Hann fór um víðan völl en það verður ekki annað sagt en hann hafi varið vinnuveitanda sinn með kjafti og klóm. "I'm fully convinced we'll be innocent."Pep Guardiola speaks for the first time since Manchester City were charged by the Premier League. pic.twitter.com/5dBDpVt1B5— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 10, 2023 „Mín fyrsta hugsun var að það er þegar búið að dæma okkur,“ sagði Pep sem var að tjá sig í fyrsta sinn síðan málið komst í fréttir. „Við erum heppnir að búa í landi þar sem fólk er saklaust uns sekt er sönnuð. Við fengum ekki það tækifæri, við höfum þegar verið dæmdir.“ „Ég veit ekki hvað gerist. Við erum með góða lögfræðinga og ég veit að við munum verja okkar stöðu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City lendir í málaferli sem þessu og kom Pep inn á það þegar félagið var dæmt í bann frá Evrópukeppnum árið 2020. Það mál fór fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn, CAS, og var City á endanum sýknað. „Þetta er það sama og gerðist með UEFA. Sömu greinarnar og sömu ásakanirnar. Við munum verja okkur líkt og við gerðum þá. Dómskerfið ákveður svo hvað gerist.“ „Ég er handviss um að við séum saklausir. Síðan eigendurnir keyptu félagið hefur þetta verið svona, frá degi eitt.“ Þá er Pep viss um að keppinautar Man City séu saman í samsæri gegn félaginu. „Auðvitað, þetta er enska úrvalsdeildin. Ég veit ekki af hverju. Þú verður að spyrja forstjórana, Daniel Levy og þá,“ sagði Guardiola aðspurður hvort önnur félög vildu að Man City yrði refsað. „Níu lið: Burnley, Wolves, Leicester City, Newcastle United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Manchester United, Liverpool og Chelsea vildu öll að okkur yrði sparkað úr Meistaradeild Evrópu,“ bætti hann við. „Þetta er ekki í fyrsta sinn, þetta er í annað skiptið. Við fórum í gegnum þetta fyrir tveimur eða þremur árum. Þið ásakið okkur, það ætti að sparka okkur út. Á milli þessara níu liða áður fyrr og 19 liða í dag eða því sem fólkið mitt segir þá treysti ég frekar því sem fólkið mitt hefur að segja,“ sagði Pep að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Pep ræddi við blaðamenn fyrir leik Man City og Aston Villa á sunnudag. Hann fór um víðan völl en það verður ekki annað sagt en hann hafi varið vinnuveitanda sinn með kjafti og klóm. "I'm fully convinced we'll be innocent."Pep Guardiola speaks for the first time since Manchester City were charged by the Premier League. pic.twitter.com/5dBDpVt1B5— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 10, 2023 „Mín fyrsta hugsun var að það er þegar búið að dæma okkur,“ sagði Pep sem var að tjá sig í fyrsta sinn síðan málið komst í fréttir. „Við erum heppnir að búa í landi þar sem fólk er saklaust uns sekt er sönnuð. Við fengum ekki það tækifæri, við höfum þegar verið dæmdir.“ „Ég veit ekki hvað gerist. Við erum með góða lögfræðinga og ég veit að við munum verja okkar stöðu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City lendir í málaferli sem þessu og kom Pep inn á það þegar félagið var dæmt í bann frá Evrópukeppnum árið 2020. Það mál fór fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn, CAS, og var City á endanum sýknað. „Þetta er það sama og gerðist með UEFA. Sömu greinarnar og sömu ásakanirnar. Við munum verja okkur líkt og við gerðum þá. Dómskerfið ákveður svo hvað gerist.“ „Ég er handviss um að við séum saklausir. Síðan eigendurnir keyptu félagið hefur þetta verið svona, frá degi eitt.“ Þá er Pep viss um að keppinautar Man City séu saman í samsæri gegn félaginu. „Auðvitað, þetta er enska úrvalsdeildin. Ég veit ekki af hverju. Þú verður að spyrja forstjórana, Daniel Levy og þá,“ sagði Guardiola aðspurður hvort önnur félög vildu að Man City yrði refsað. „Níu lið: Burnley, Wolves, Leicester City, Newcastle United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Manchester United, Liverpool og Chelsea vildu öll að okkur yrði sparkað úr Meistaradeild Evrópu,“ bætti hann við. „Þetta er ekki í fyrsta sinn, þetta er í annað skiptið. Við fórum í gegnum þetta fyrir tveimur eða þremur árum. Þið ásakið okkur, það ætti að sparka okkur út. Á milli þessara níu liða áður fyrr og 19 liða í dag eða því sem fólkið mitt segir þá treysti ég frekar því sem fólkið mitt hefur að segja,“ sagði Pep að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira