KSÍ skoðar keppnisvelli á erlendri grundu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2023 19:01 Laugardalsvöllur er ekki svona grænn allan ársins hring. Vísir/Vilhelm Stjórn KSÍ, Knattspyrnusambands Íslands, ákvað á fundi sínum á fimmtudag að athuga með mögulega leikstaði A-landsliða Íslands á erlendri grundu fari svo að liðin þurfi að leika umspilssleiki í febrúar eða mars á komandi árum. Í tilkynningu sem KSÍ sendi frá sér segir að það sé búið að láta UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, vita af þessari ákvörðun. „Legið hefur fyrir í nokkurn tíma að umspilsleikir A landsliðs karla séu leiknir í marsmánuði [heima og/eða heiman] og skemmst er að minnast EM umspilsleiks sem karlaliðið átti að leika við Rúmeníu á Laugardalsvelli í mars 2020, sem ekki varð þó af vegna Covid faraldursins. KSÍ hafði lagt í umtalsverðan kostnað við að undirbúa leikinn og gera Laugardalsvöll leikhæfan þegar leikurinn var blásinn af,“ segir í tilkynningu KSÍ. „UEFA kynnti nýverið nýtt fyrirkomulag keppna A-landsliða kvenna og hefur Þjóðadeild verið sett á laggirnar, líkt og í keppna karla landsliða. Í nýja fyrirkomulaginu eru á dagskrá umspilsleikir í febrúar [heima og að heiman] og hafi það þótt ærið verkefni að gera Laugardalsvöll leikhæfan í mars ár hvert miðað við núverandi ástand leikvangsins, þá er ljóst að febrúar er enn erfiðara verkefni,“ segir jafnframt í tilkynningu sambandsins. Verða einhverjir Íslendingar á Tene í febrúar eða mars? https://t.co/e17dwLpv2t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 10, 2023 Þá er farið yfir hvernig Laugardalsvöllur er uppsettur. Hann er opinn leikvangur, án þaks og með litlu sem engu skjóli fyrir veðri og vindum. Þá er bent á að ekki sé hitakerfi undir vellinum sjálfum. Ekki kemur fram hvaða landa KSÍ horfir til. Vegna möguleikans á að A landslið karla leiki umspilsleiki í mars og að A landslið kvenna leiki umspilsleiki í febrúar á komandi árum hefur stjórn KSÍ ákveðið að fela framkvæmdastjóra að kanna mögulega leikstaði erlendis sem valkosti fyrir heimaleiki A landsliða Íslands ef til þess kemur. Markmiðið er vissulega alltaf að liðin komist beint í lokakeppni [eða forðist fall um deild í Þjóðadeild, ef við á] án þess að þurfa að leika í umspilsleikjum, en rétt er að huga að undirbúningi og kanna fýsileika annarra valkosta ef til þess kæmi að það markmið næðist ekki og að leiðin í lokakeppni [eða að forðast fall] verði í gegnum umspilsleiki í mars eða febrúar. Fótbolti KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Í tilkynningu sem KSÍ sendi frá sér segir að það sé búið að láta UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, vita af þessari ákvörðun. „Legið hefur fyrir í nokkurn tíma að umspilsleikir A landsliðs karla séu leiknir í marsmánuði [heima og/eða heiman] og skemmst er að minnast EM umspilsleiks sem karlaliðið átti að leika við Rúmeníu á Laugardalsvelli í mars 2020, sem ekki varð þó af vegna Covid faraldursins. KSÍ hafði lagt í umtalsverðan kostnað við að undirbúa leikinn og gera Laugardalsvöll leikhæfan þegar leikurinn var blásinn af,“ segir í tilkynningu KSÍ. „UEFA kynnti nýverið nýtt fyrirkomulag keppna A-landsliða kvenna og hefur Þjóðadeild verið sett á laggirnar, líkt og í keppna karla landsliða. Í nýja fyrirkomulaginu eru á dagskrá umspilsleikir í febrúar [heima og að heiman] og hafi það þótt ærið verkefni að gera Laugardalsvöll leikhæfan í mars ár hvert miðað við núverandi ástand leikvangsins, þá er ljóst að febrúar er enn erfiðara verkefni,“ segir jafnframt í tilkynningu sambandsins. Verða einhverjir Íslendingar á Tene í febrúar eða mars? https://t.co/e17dwLpv2t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 10, 2023 Þá er farið yfir hvernig Laugardalsvöllur er uppsettur. Hann er opinn leikvangur, án þaks og með litlu sem engu skjóli fyrir veðri og vindum. Þá er bent á að ekki sé hitakerfi undir vellinum sjálfum. Ekki kemur fram hvaða landa KSÍ horfir til. Vegna möguleikans á að A landslið karla leiki umspilsleiki í mars og að A landslið kvenna leiki umspilsleiki í febrúar á komandi árum hefur stjórn KSÍ ákveðið að fela framkvæmdastjóra að kanna mögulega leikstaði erlendis sem valkosti fyrir heimaleiki A landsliða Íslands ef til þess kemur. Markmiðið er vissulega alltaf að liðin komist beint í lokakeppni [eða forðist fall um deild í Þjóðadeild, ef við á] án þess að þurfa að leika í umspilsleikjum, en rétt er að huga að undirbúningi og kanna fýsileika annarra valkosta ef til þess kæmi að það markmið næðist ekki og að leiðin í lokakeppni [eða að forðast fall] verði í gegnum umspilsleiki í mars eða febrúar.
Vegna möguleikans á að A landslið karla leiki umspilsleiki í mars og að A landslið kvenna leiki umspilsleiki í febrúar á komandi árum hefur stjórn KSÍ ákveðið að fela framkvæmdastjóra að kanna mögulega leikstaði erlendis sem valkosti fyrir heimaleiki A landsliða Íslands ef til þess kemur. Markmiðið er vissulega alltaf að liðin komist beint í lokakeppni [eða forðist fall um deild í Þjóðadeild, ef við á] án þess að þurfa að leika í umspilsleikjum, en rétt er að huga að undirbúningi og kanna fýsileika annarra valkosta ef til þess kæmi að það markmið næðist ekki og að leiðin í lokakeppni [eða að forðast fall] verði í gegnum umspilsleiki í mars eða febrúar.
Fótbolti KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira