KSÍ skoðar keppnisvelli á erlendri grundu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2023 19:01 Laugardalsvöllur er ekki svona grænn allan ársins hring. Vísir/Vilhelm Stjórn KSÍ, Knattspyrnusambands Íslands, ákvað á fundi sínum á fimmtudag að athuga með mögulega leikstaði A-landsliða Íslands á erlendri grundu fari svo að liðin þurfi að leika umspilssleiki í febrúar eða mars á komandi árum. Í tilkynningu sem KSÍ sendi frá sér segir að það sé búið að láta UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, vita af þessari ákvörðun. „Legið hefur fyrir í nokkurn tíma að umspilsleikir A landsliðs karla séu leiknir í marsmánuði [heima og/eða heiman] og skemmst er að minnast EM umspilsleiks sem karlaliðið átti að leika við Rúmeníu á Laugardalsvelli í mars 2020, sem ekki varð þó af vegna Covid faraldursins. KSÍ hafði lagt í umtalsverðan kostnað við að undirbúa leikinn og gera Laugardalsvöll leikhæfan þegar leikurinn var blásinn af,“ segir í tilkynningu KSÍ. „UEFA kynnti nýverið nýtt fyrirkomulag keppna A-landsliða kvenna og hefur Þjóðadeild verið sett á laggirnar, líkt og í keppna karla landsliða. Í nýja fyrirkomulaginu eru á dagskrá umspilsleikir í febrúar [heima og að heiman] og hafi það þótt ærið verkefni að gera Laugardalsvöll leikhæfan í mars ár hvert miðað við núverandi ástand leikvangsins, þá er ljóst að febrúar er enn erfiðara verkefni,“ segir jafnframt í tilkynningu sambandsins. Verða einhverjir Íslendingar á Tene í febrúar eða mars? https://t.co/e17dwLpv2t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 10, 2023 Þá er farið yfir hvernig Laugardalsvöllur er uppsettur. Hann er opinn leikvangur, án þaks og með litlu sem engu skjóli fyrir veðri og vindum. Þá er bent á að ekki sé hitakerfi undir vellinum sjálfum. Ekki kemur fram hvaða landa KSÍ horfir til. Vegna möguleikans á að A landslið karla leiki umspilsleiki í mars og að A landslið kvenna leiki umspilsleiki í febrúar á komandi árum hefur stjórn KSÍ ákveðið að fela framkvæmdastjóra að kanna mögulega leikstaði erlendis sem valkosti fyrir heimaleiki A landsliða Íslands ef til þess kemur. Markmiðið er vissulega alltaf að liðin komist beint í lokakeppni [eða forðist fall um deild í Þjóðadeild, ef við á] án þess að þurfa að leika í umspilsleikjum, en rétt er að huga að undirbúningi og kanna fýsileika annarra valkosta ef til þess kæmi að það markmið næðist ekki og að leiðin í lokakeppni [eða að forðast fall] verði í gegnum umspilsleiki í mars eða febrúar. Fótbolti KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Í tilkynningu sem KSÍ sendi frá sér segir að það sé búið að láta UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, vita af þessari ákvörðun. „Legið hefur fyrir í nokkurn tíma að umspilsleikir A landsliðs karla séu leiknir í marsmánuði [heima og/eða heiman] og skemmst er að minnast EM umspilsleiks sem karlaliðið átti að leika við Rúmeníu á Laugardalsvelli í mars 2020, sem ekki varð þó af vegna Covid faraldursins. KSÍ hafði lagt í umtalsverðan kostnað við að undirbúa leikinn og gera Laugardalsvöll leikhæfan þegar leikurinn var blásinn af,“ segir í tilkynningu KSÍ. „UEFA kynnti nýverið nýtt fyrirkomulag keppna A-landsliða kvenna og hefur Þjóðadeild verið sett á laggirnar, líkt og í keppna karla landsliða. Í nýja fyrirkomulaginu eru á dagskrá umspilsleikir í febrúar [heima og að heiman] og hafi það þótt ærið verkefni að gera Laugardalsvöll leikhæfan í mars ár hvert miðað við núverandi ástand leikvangsins, þá er ljóst að febrúar er enn erfiðara verkefni,“ segir jafnframt í tilkynningu sambandsins. Verða einhverjir Íslendingar á Tene í febrúar eða mars? https://t.co/e17dwLpv2t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 10, 2023 Þá er farið yfir hvernig Laugardalsvöllur er uppsettur. Hann er opinn leikvangur, án þaks og með litlu sem engu skjóli fyrir veðri og vindum. Þá er bent á að ekki sé hitakerfi undir vellinum sjálfum. Ekki kemur fram hvaða landa KSÍ horfir til. Vegna möguleikans á að A landslið karla leiki umspilsleiki í mars og að A landslið kvenna leiki umspilsleiki í febrúar á komandi árum hefur stjórn KSÍ ákveðið að fela framkvæmdastjóra að kanna mögulega leikstaði erlendis sem valkosti fyrir heimaleiki A landsliða Íslands ef til þess kemur. Markmiðið er vissulega alltaf að liðin komist beint í lokakeppni [eða forðist fall um deild í Þjóðadeild, ef við á] án þess að þurfa að leika í umspilsleikjum, en rétt er að huga að undirbúningi og kanna fýsileika annarra valkosta ef til þess kæmi að það markmið næðist ekki og að leiðin í lokakeppni [eða að forðast fall] verði í gegnum umspilsleiki í mars eða febrúar.
Vegna möguleikans á að A landslið karla leiki umspilsleiki í mars og að A landslið kvenna leiki umspilsleiki í febrúar á komandi árum hefur stjórn KSÍ ákveðið að fela framkvæmdastjóra að kanna mögulega leikstaði erlendis sem valkosti fyrir heimaleiki A landsliða Íslands ef til þess kemur. Markmiðið er vissulega alltaf að liðin komist beint í lokakeppni [eða forðist fall um deild í Þjóðadeild, ef við á] án þess að þurfa að leika í umspilsleikjum, en rétt er að huga að undirbúningi og kanna fýsileika annarra valkosta ef til þess kæmi að það markmið næðist ekki og að leiðin í lokakeppni [eða að forðast fall] verði í gegnum umspilsleiki í mars eða febrúar.
Fótbolti KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira