Sameinumst og skerum meinið burt! Sveinn Waage skrifar 10. febrúar 2023 15:30 Stundum dettur maður óvart í „Lennon-íska“ trú á mannkynið og þá er um að gera að nýta það áður en ískaldur raunveruleikinn sparkar manni til baka í febrúar-slabbið. „Imagine“ boðskapur John Lennon er vissulega útópía en þarf nánast dáið hjarta til að tengja ekki við fallegan textann á einhvern máta. Sem samfélag tengjum við sem heild við ótrúlega fjölbreytta hluti. Hvolpar, kettlingar og ungabörn (annarra) hreyfa við öllum. Nánast. Við viljum öll frið, öryggi og hamingju. Við erum öll á móti krabbameini og öðrum ömurlegum sjúkdómum. Ekkert af þessu þarf að útskýra sérstaklega. En er kannski möguleiki að sameinast um fleira sem við viljum og viljum ekki sem samfélag. Er möguleiki til dæmis að við sameinumst, hvar sem við erum í pólitík, trú og öðru, að ónýtur gjaldmiðill sé ekki boðlegur í nútíma samfélagi eins Ísland er. Ísland sem er svo sneisafullt af kostum og kjörum, þó svo betur megi gera á mörgum sviðum, jafnvel miklu betur. Viljum við ekki geta horft lengur en nokkrar vikur fram í tímann í viðskiptum, viljum við ekki vexti sem eru á pari við nágrannaþjóðir, viljum við ekki losna við þessa sturluðu verðtryggingu og kaupa mat og aðrar nauðsynjar sem eru ekki dýrastar í heiminum? Erum við ekki öll þar saman? Ónýtur gjaldmiðill á ekki að vera pólitískt rifrildi heldur þjóðar-mein sem við skerum burt eins og önnur mein. Að leggja krónunni er engin aðför að íslenskri þjóð, menningu eða öðru fallegur sem við viljum öll passa. Þessi blessaða króna er að kæfa okkur, tefja okkur, flækja okkur og KOSTA okkur svo mikið. Í alvöru, getum við skrönglast saman upp úr skotgröfunum, virkilega horft framan í krónuna, séð hvað hún er í raun og veru, þakkað henni fyrir samfylgdina og sagt bless … og um leið; „Áfram Ísland!“ „You may say I´m a dreamer, but I´m not the only one“ Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og Húmor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Íslenska krónan Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Stundum dettur maður óvart í „Lennon-íska“ trú á mannkynið og þá er um að gera að nýta það áður en ískaldur raunveruleikinn sparkar manni til baka í febrúar-slabbið. „Imagine“ boðskapur John Lennon er vissulega útópía en þarf nánast dáið hjarta til að tengja ekki við fallegan textann á einhvern máta. Sem samfélag tengjum við sem heild við ótrúlega fjölbreytta hluti. Hvolpar, kettlingar og ungabörn (annarra) hreyfa við öllum. Nánast. Við viljum öll frið, öryggi og hamingju. Við erum öll á móti krabbameini og öðrum ömurlegum sjúkdómum. Ekkert af þessu þarf að útskýra sérstaklega. En er kannski möguleiki að sameinast um fleira sem við viljum og viljum ekki sem samfélag. Er möguleiki til dæmis að við sameinumst, hvar sem við erum í pólitík, trú og öðru, að ónýtur gjaldmiðill sé ekki boðlegur í nútíma samfélagi eins Ísland er. Ísland sem er svo sneisafullt af kostum og kjörum, þó svo betur megi gera á mörgum sviðum, jafnvel miklu betur. Viljum við ekki geta horft lengur en nokkrar vikur fram í tímann í viðskiptum, viljum við ekki vexti sem eru á pari við nágrannaþjóðir, viljum við ekki losna við þessa sturluðu verðtryggingu og kaupa mat og aðrar nauðsynjar sem eru ekki dýrastar í heiminum? Erum við ekki öll þar saman? Ónýtur gjaldmiðill á ekki að vera pólitískt rifrildi heldur þjóðar-mein sem við skerum burt eins og önnur mein. Að leggja krónunni er engin aðför að íslenskri þjóð, menningu eða öðru fallegur sem við viljum öll passa. Þessi blessaða króna er að kæfa okkur, tefja okkur, flækja okkur og KOSTA okkur svo mikið. Í alvöru, getum við skrönglast saman upp úr skotgröfunum, virkilega horft framan í krónuna, séð hvað hún er í raun og veru, þakkað henni fyrir samfylgdina og sagt bless … og um leið; „Áfram Ísland!“ „You may say I´m a dreamer, but I´m not the only one“ Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og Húmor.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar