Algjör firra að það sé lítilsvirðing að vara við hættunni af offitu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2023 06:43 Kári segir of feitan einstakling á aldrinum 35 til 40 ára í svipaðri áhættu og manneskja á hans aldri þegar kemur að ýmsum sjúkdómum á borð við hjartabilun og krabbamein. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að jafnvel þótt lyf sem notuð eru við offitu séu dýr muni þau koma til með að stuðla að sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Hann fagnar nýjum lyfjum við offitu, sem sérfræðingar séu sammála um að sé mesta heilbrigðisvandamál samtímans. Frá þessu greinir Fréttablaðið en tilefnið eru ummæli næringarfræðingsins Vilborgar Kolbrúnar Vilmundardóttir, sem jafnframt situr í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu, um að skilgreiningin á offitu sem sjúkdómi byggði ekki á vísindalegum grunni. „Offitu fylgir gífurlega aukin hætta á hjartabilun, lifrarskemmdum, sykursýki fullorðinna, kæfisvefni, slitgigt hjá ungu fólki og allskonar krabbameinum. Það sem meira er að það er bókstaflega línulegt samband milli offitunnar og þeirra mælikvarða sem eru notaðir á offitu og hættunnar af þessum sjúkdómum. Þannig það fylgir þessu gífurleg áhætta,“ segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Hann segir lyfin hjálpa fólki að léttast og með þyngdartapinu dragi úr áhættunni á fyrrnefndum sjúkdómum. Kári segir lyfin sem Vilborg sé að „henda skít í“ séu íhaldssamari leið en hjáveituaðgerðir og þá sé algjör firra að halda því fram að það sé verið að sýna fólki lítilsvirðingu með því að vara við hættum af völdum offitu. Notkun lyfja á borð við Ozempic og Saxenda hefur tífaldast á síðustu árum en Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka um líkamsvirðingu, er meðal þeirra sem hafa talað gegn notkun þeirra. Hún sagði á dögunum frá því að hafa verið beitt þrýstingi af heimilislækni að fara á lyf. Kári segir lækninn hins vegar einfaldlega hafa verið að sinna skyldu sinni. Þegar læknir sér einstakling sem er í áhættu af alvarlegum sjúkdómi þá er skylda hans að reyna að koma í veg fyrir að áhættan af sjúkdómnum verði sjúkdómur, þannig að hann var bara að vinna vinnuna sína,“ segir hann. Kári segist sjálfur hafa megnustu fyrirlitningu á þeim sem vanvirða fólk fyrir það eitt að vera of feitt; það sé eins og að vanvirða einhvern fyrir að vera með of háan blóðþrýsting. Offita sé hins vegar ein mesta ógnin við heilsufar Íslendinga og annarra þjóða á Vesturlöndum. „Á sama máta þá má ekki standa hjá og láta eins og ekkert hafi í skorist þegar samfélagið er allt að verða offeitt. Við getum ekki staðið hjá og horft á það að fólk sé að vega að heilsu sinni ljóst og leynt og linnulaust með því að þyngjast svona mikið.“ Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Sjá meira
Frá þessu greinir Fréttablaðið en tilefnið eru ummæli næringarfræðingsins Vilborgar Kolbrúnar Vilmundardóttir, sem jafnframt situr í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu, um að skilgreiningin á offitu sem sjúkdómi byggði ekki á vísindalegum grunni. „Offitu fylgir gífurlega aukin hætta á hjartabilun, lifrarskemmdum, sykursýki fullorðinna, kæfisvefni, slitgigt hjá ungu fólki og allskonar krabbameinum. Það sem meira er að það er bókstaflega línulegt samband milli offitunnar og þeirra mælikvarða sem eru notaðir á offitu og hættunnar af þessum sjúkdómum. Þannig það fylgir þessu gífurleg áhætta,“ segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Hann segir lyfin hjálpa fólki að léttast og með þyngdartapinu dragi úr áhættunni á fyrrnefndum sjúkdómum. Kári segir lyfin sem Vilborg sé að „henda skít í“ séu íhaldssamari leið en hjáveituaðgerðir og þá sé algjör firra að halda því fram að það sé verið að sýna fólki lítilsvirðingu með því að vara við hættum af völdum offitu. Notkun lyfja á borð við Ozempic og Saxenda hefur tífaldast á síðustu árum en Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka um líkamsvirðingu, er meðal þeirra sem hafa talað gegn notkun þeirra. Hún sagði á dögunum frá því að hafa verið beitt þrýstingi af heimilislækni að fara á lyf. Kári segir lækninn hins vegar einfaldlega hafa verið að sinna skyldu sinni. Þegar læknir sér einstakling sem er í áhættu af alvarlegum sjúkdómi þá er skylda hans að reyna að koma í veg fyrir að áhættan af sjúkdómnum verði sjúkdómur, þannig að hann var bara að vinna vinnuna sína,“ segir hann. Kári segist sjálfur hafa megnustu fyrirlitningu á þeim sem vanvirða fólk fyrir það eitt að vera of feitt; það sé eins og að vanvirða einhvern fyrir að vera með of háan blóðþrýsting. Offita sé hins vegar ein mesta ógnin við heilsufar Íslendinga og annarra þjóða á Vesturlöndum. „Á sama máta þá má ekki standa hjá og láta eins og ekkert hafi í skorist þegar samfélagið er allt að verða offeitt. Við getum ekki staðið hjá og horft á það að fólk sé að vega að heilsu sinni ljóst og leynt og linnulaust með því að þyngjast svona mikið.“
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Sjá meira