Algjör firra að það sé lítilsvirðing að vara við hættunni af offitu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2023 06:43 Kári segir of feitan einstakling á aldrinum 35 til 40 ára í svipaðri áhættu og manneskja á hans aldri þegar kemur að ýmsum sjúkdómum á borð við hjartabilun og krabbamein. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að jafnvel þótt lyf sem notuð eru við offitu séu dýr muni þau koma til með að stuðla að sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Hann fagnar nýjum lyfjum við offitu, sem sérfræðingar séu sammála um að sé mesta heilbrigðisvandamál samtímans. Frá þessu greinir Fréttablaðið en tilefnið eru ummæli næringarfræðingsins Vilborgar Kolbrúnar Vilmundardóttir, sem jafnframt situr í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu, um að skilgreiningin á offitu sem sjúkdómi byggði ekki á vísindalegum grunni. „Offitu fylgir gífurlega aukin hætta á hjartabilun, lifrarskemmdum, sykursýki fullorðinna, kæfisvefni, slitgigt hjá ungu fólki og allskonar krabbameinum. Það sem meira er að það er bókstaflega línulegt samband milli offitunnar og þeirra mælikvarða sem eru notaðir á offitu og hættunnar af þessum sjúkdómum. Þannig það fylgir þessu gífurleg áhætta,“ segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Hann segir lyfin hjálpa fólki að léttast og með þyngdartapinu dragi úr áhættunni á fyrrnefndum sjúkdómum. Kári segir lyfin sem Vilborg sé að „henda skít í“ séu íhaldssamari leið en hjáveituaðgerðir og þá sé algjör firra að halda því fram að það sé verið að sýna fólki lítilsvirðingu með því að vara við hættum af völdum offitu. Notkun lyfja á borð við Ozempic og Saxenda hefur tífaldast á síðustu árum en Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka um líkamsvirðingu, er meðal þeirra sem hafa talað gegn notkun þeirra. Hún sagði á dögunum frá því að hafa verið beitt þrýstingi af heimilislækni að fara á lyf. Kári segir lækninn hins vegar einfaldlega hafa verið að sinna skyldu sinni. Þegar læknir sér einstakling sem er í áhættu af alvarlegum sjúkdómi þá er skylda hans að reyna að koma í veg fyrir að áhættan af sjúkdómnum verði sjúkdómur, þannig að hann var bara að vinna vinnuna sína,“ segir hann. Kári segist sjálfur hafa megnustu fyrirlitningu á þeim sem vanvirða fólk fyrir það eitt að vera of feitt; það sé eins og að vanvirða einhvern fyrir að vera með of háan blóðþrýsting. Offita sé hins vegar ein mesta ógnin við heilsufar Íslendinga og annarra þjóða á Vesturlöndum. „Á sama máta þá má ekki standa hjá og láta eins og ekkert hafi í skorist þegar samfélagið er allt að verða offeitt. Við getum ekki staðið hjá og horft á það að fólk sé að vega að heilsu sinni ljóst og leynt og linnulaust með því að þyngjast svona mikið.“ Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Frá þessu greinir Fréttablaðið en tilefnið eru ummæli næringarfræðingsins Vilborgar Kolbrúnar Vilmundardóttir, sem jafnframt situr í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu, um að skilgreiningin á offitu sem sjúkdómi byggði ekki á vísindalegum grunni. „Offitu fylgir gífurlega aukin hætta á hjartabilun, lifrarskemmdum, sykursýki fullorðinna, kæfisvefni, slitgigt hjá ungu fólki og allskonar krabbameinum. Það sem meira er að það er bókstaflega línulegt samband milli offitunnar og þeirra mælikvarða sem eru notaðir á offitu og hættunnar af þessum sjúkdómum. Þannig það fylgir þessu gífurleg áhætta,“ segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Hann segir lyfin hjálpa fólki að léttast og með þyngdartapinu dragi úr áhættunni á fyrrnefndum sjúkdómum. Kári segir lyfin sem Vilborg sé að „henda skít í“ séu íhaldssamari leið en hjáveituaðgerðir og þá sé algjör firra að halda því fram að það sé verið að sýna fólki lítilsvirðingu með því að vara við hættum af völdum offitu. Notkun lyfja á borð við Ozempic og Saxenda hefur tífaldast á síðustu árum en Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka um líkamsvirðingu, er meðal þeirra sem hafa talað gegn notkun þeirra. Hún sagði á dögunum frá því að hafa verið beitt þrýstingi af heimilislækni að fara á lyf. Kári segir lækninn hins vegar einfaldlega hafa verið að sinna skyldu sinni. Þegar læknir sér einstakling sem er í áhættu af alvarlegum sjúkdómi þá er skylda hans að reyna að koma í veg fyrir að áhættan af sjúkdómnum verði sjúkdómur, þannig að hann var bara að vinna vinnuna sína,“ segir hann. Kári segist sjálfur hafa megnustu fyrirlitningu á þeim sem vanvirða fólk fyrir það eitt að vera of feitt; það sé eins og að vanvirða einhvern fyrir að vera með of háan blóðþrýsting. Offita sé hins vegar ein mesta ógnin við heilsufar Íslendinga og annarra þjóða á Vesturlöndum. „Á sama máta þá má ekki standa hjá og láta eins og ekkert hafi í skorist þegar samfélagið er allt að verða offeitt. Við getum ekki staðið hjá og horft á það að fólk sé að vega að heilsu sinni ljóst og leynt og linnulaust með því að þyngjast svona mikið.“
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira