Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth taka púlsinn á undanúrslitakvöldi Idolsins og ræða við Frikka Dór um TikTok.
Vivian Ólafsdóttir mætir svo í settið en hún fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Napóleonsskjölin sem hefur farið sigurför í kvikmyndahúsum hérlendis.
Þar á eftir kíkja Saga og Kjalar í heimsókn og ræða Idol ferlið og undirbúning fyrir stóru stundina.
Þáttinn má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir.
Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.