Kompany um ásakanirnar gegn City: Ranghvolfi augunum þegar ég hugsa um það Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 20:00 Vincent Kompany vann fjóra meistaratitla með Manchester City á þeim ellefu árum sem hann lék með félaginu. Vísir/Getty Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, segir aðila í fótboltaheiminum ekki hafa innistæðu fyrir því að benda á mistök hvers annars. Mikil umræða hefur skapast síðustu daga um meint brot City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Ein stærsta fréttin í enska boltanum síðustu daga er um meint brot stórliðsins Manchester City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar en deildin hefur sakað City um að svindla á reglum um rekstur fótboltafélaga á árunum 2009-2018. Fjögurra ára rannsókn á rekstri Manchester City hefur nú gefið forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar tilefni til að ákæra ensku meistarana fyrir brot á fjárhagsreglum. City hefur unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði City og núverandi stjóri Burnley, var spurður út í ásakanirnar gegn hans gömlu vinnuveitendum en Kompany lék með City á árunum 2008-2019 og vann á þeim tíma meðal annars fjóra meistaratitla með félaginu. Kompany var spurður út í meint brot félagsins fyrir leik Burnley gegn Ipswich í enska bikarnum í gær. Hann virðist efast um ástæðurnar á bakvið gagnrýnina á félagið. „Það er engin spurning um að það er mikil réttlætiskennd í heiminum og margir tilbúnir að segja þér hvað þú hefur gert rangt. Ef allir líta í eigin barm, þá held ég að knattspyrnuheimurinn hafi almennt ekki efni á því að byrja að ásaka aðra of oft.“ „Ég held að allir brosi sem vita hvernig knattspyrnuheimurinn er. Ég verð mjög efnis þegar fólk byrjar að benda á aðra. Gerðu það besta fyrir sjálfan þig og reyndu alltaf að bæta þig en ég verð efnis þegar auðvelt virðist að ásaka aðra.“ Kompany var spurður hvort eitthvað gæti eyðilagt minningarnar um það sem hann og fyrrum liðsfélagar hans afrekuðu hjá City svaraði Kompany: „Stundum horfi ég á það og ranghvolfi augunum aðeins,“ svaraði Kompany og bætti við að hann hefði ekki haft mikinn tíma til að setja sig inn í málið. „Leikirnir hjálpa mér því ég hef ekki haft neinn tíma til að skoða þetta eða finnast ég tilfinningalega tengdur málinu.“ Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa kallað eftir aðgerðum gagnvart Manchester City og vilja einhverjir að félaginu verði sparkað úr deildinni. Óháð nefnd hefur tekið við rannsókn málsins en meðal þess sem City hefur verið sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili og þá hafa gefið upp lægri laun en í raun og veru voru greidd. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Ein stærsta fréttin í enska boltanum síðustu daga er um meint brot stórliðsins Manchester City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar en deildin hefur sakað City um að svindla á reglum um rekstur fótboltafélaga á árunum 2009-2018. Fjögurra ára rannsókn á rekstri Manchester City hefur nú gefið forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar tilefni til að ákæra ensku meistarana fyrir brot á fjárhagsreglum. City hefur unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði City og núverandi stjóri Burnley, var spurður út í ásakanirnar gegn hans gömlu vinnuveitendum en Kompany lék með City á árunum 2008-2019 og vann á þeim tíma meðal annars fjóra meistaratitla með félaginu. Kompany var spurður út í meint brot félagsins fyrir leik Burnley gegn Ipswich í enska bikarnum í gær. Hann virðist efast um ástæðurnar á bakvið gagnrýnina á félagið. „Það er engin spurning um að það er mikil réttlætiskennd í heiminum og margir tilbúnir að segja þér hvað þú hefur gert rangt. Ef allir líta í eigin barm, þá held ég að knattspyrnuheimurinn hafi almennt ekki efni á því að byrja að ásaka aðra of oft.“ „Ég held að allir brosi sem vita hvernig knattspyrnuheimurinn er. Ég verð mjög efnis þegar fólk byrjar að benda á aðra. Gerðu það besta fyrir sjálfan þig og reyndu alltaf að bæta þig en ég verð efnis þegar auðvelt virðist að ásaka aðra.“ Kompany var spurður hvort eitthvað gæti eyðilagt minningarnar um það sem hann og fyrrum liðsfélagar hans afrekuðu hjá City svaraði Kompany: „Stundum horfi ég á það og ranghvolfi augunum aðeins,“ svaraði Kompany og bætti við að hann hefði ekki haft mikinn tíma til að setja sig inn í málið. „Leikirnir hjálpa mér því ég hef ekki haft neinn tíma til að skoða þetta eða finnast ég tilfinningalega tengdur málinu.“ Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa kallað eftir aðgerðum gagnvart Manchester City og vilja einhverjir að félaginu verði sparkað úr deildinni. Óháð nefnd hefur tekið við rannsókn málsins en meðal þess sem City hefur verið sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili og þá hafa gefið upp lægri laun en í raun og veru voru greidd.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira