Kompany um ásakanirnar gegn City: Ranghvolfi augunum þegar ég hugsa um það Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 20:00 Vincent Kompany vann fjóra meistaratitla með Manchester City á þeim ellefu árum sem hann lék með félaginu. Vísir/Getty Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, segir aðila í fótboltaheiminum ekki hafa innistæðu fyrir því að benda á mistök hvers annars. Mikil umræða hefur skapast síðustu daga um meint brot City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Ein stærsta fréttin í enska boltanum síðustu daga er um meint brot stórliðsins Manchester City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar en deildin hefur sakað City um að svindla á reglum um rekstur fótboltafélaga á árunum 2009-2018. Fjögurra ára rannsókn á rekstri Manchester City hefur nú gefið forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar tilefni til að ákæra ensku meistarana fyrir brot á fjárhagsreglum. City hefur unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði City og núverandi stjóri Burnley, var spurður út í ásakanirnar gegn hans gömlu vinnuveitendum en Kompany lék með City á árunum 2008-2019 og vann á þeim tíma meðal annars fjóra meistaratitla með félaginu. Kompany var spurður út í meint brot félagsins fyrir leik Burnley gegn Ipswich í enska bikarnum í gær. Hann virðist efast um ástæðurnar á bakvið gagnrýnina á félagið. „Það er engin spurning um að það er mikil réttlætiskennd í heiminum og margir tilbúnir að segja þér hvað þú hefur gert rangt. Ef allir líta í eigin barm, þá held ég að knattspyrnuheimurinn hafi almennt ekki efni á því að byrja að ásaka aðra of oft.“ „Ég held að allir brosi sem vita hvernig knattspyrnuheimurinn er. Ég verð mjög efnis þegar fólk byrjar að benda á aðra. Gerðu það besta fyrir sjálfan þig og reyndu alltaf að bæta þig en ég verð efnis þegar auðvelt virðist að ásaka aðra.“ Kompany var spurður hvort eitthvað gæti eyðilagt minningarnar um það sem hann og fyrrum liðsfélagar hans afrekuðu hjá City svaraði Kompany: „Stundum horfi ég á það og ranghvolfi augunum aðeins,“ svaraði Kompany og bætti við að hann hefði ekki haft mikinn tíma til að setja sig inn í málið. „Leikirnir hjálpa mér því ég hef ekki haft neinn tíma til að skoða þetta eða finnast ég tilfinningalega tengdur málinu.“ Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa kallað eftir aðgerðum gagnvart Manchester City og vilja einhverjir að félaginu verði sparkað úr deildinni. Óháð nefnd hefur tekið við rannsókn málsins en meðal þess sem City hefur verið sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili og þá hafa gefið upp lægri laun en í raun og veru voru greidd. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Ein stærsta fréttin í enska boltanum síðustu daga er um meint brot stórliðsins Manchester City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar en deildin hefur sakað City um að svindla á reglum um rekstur fótboltafélaga á árunum 2009-2018. Fjögurra ára rannsókn á rekstri Manchester City hefur nú gefið forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar tilefni til að ákæra ensku meistarana fyrir brot á fjárhagsreglum. City hefur unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði City og núverandi stjóri Burnley, var spurður út í ásakanirnar gegn hans gömlu vinnuveitendum en Kompany lék með City á árunum 2008-2019 og vann á þeim tíma meðal annars fjóra meistaratitla með félaginu. Kompany var spurður út í meint brot félagsins fyrir leik Burnley gegn Ipswich í enska bikarnum í gær. Hann virðist efast um ástæðurnar á bakvið gagnrýnina á félagið. „Það er engin spurning um að það er mikil réttlætiskennd í heiminum og margir tilbúnir að segja þér hvað þú hefur gert rangt. Ef allir líta í eigin barm, þá held ég að knattspyrnuheimurinn hafi almennt ekki efni á því að byrja að ásaka aðra of oft.“ „Ég held að allir brosi sem vita hvernig knattspyrnuheimurinn er. Ég verð mjög efnis þegar fólk byrjar að benda á aðra. Gerðu það besta fyrir sjálfan þig og reyndu alltaf að bæta þig en ég verð efnis þegar auðvelt virðist að ásaka aðra.“ Kompany var spurður hvort eitthvað gæti eyðilagt minningarnar um það sem hann og fyrrum liðsfélagar hans afrekuðu hjá City svaraði Kompany: „Stundum horfi ég á það og ranghvolfi augunum aðeins,“ svaraði Kompany og bætti við að hann hefði ekki haft mikinn tíma til að setja sig inn í málið. „Leikirnir hjálpa mér því ég hef ekki haft neinn tíma til að skoða þetta eða finnast ég tilfinningalega tengdur málinu.“ Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa kallað eftir aðgerðum gagnvart Manchester City og vilja einhverjir að félaginu verði sparkað úr deildinni. Óháð nefnd hefur tekið við rannsókn málsins en meðal þess sem City hefur verið sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili og þá hafa gefið upp lægri laun en í raun og veru voru greidd.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti