Bætti Íslandsmetið tvisvar á átta dögum og ætlar yfir átján metrana og á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2023 10:30 Erna Sóley Gunnarsdóttir ætlar sér að kasta yfir átján metra áður en hún útskrifast úr Rice háskólanum. rice Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur bætt eigið Íslandsmet í kúluvarpi tvisvar sinnum á rúmri viku. Hún ætlar sér að kasta yfir átján metra og segir raunhæft að komast á komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Erna kastaði 17,70 metra á móti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó á laugardaginn. Hún bætti þar með átta daga gamalt Íslandsmet sitt um 0,36 metra. Myndband af Íslandsmetinu má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Coach Brek Christensen (@ricethrows) „Ég er mjög ánægð með hvernig tvö síðustu mót hafa gengið og mjög sátt með árangurinn,“ sagði Erna í samtali við Vísi í gær. Fyrir tímabilið var besti árangur Ernu innanhúss 16,95 metrar. Hún hefur því bætt sig gríðarlega mikið í vetur. „Lykilinn er gott undirbúningstímabil og áhersla á tækni og styrk. Þegar tímabilið byrjaði aftur var ég klár og bætingarnar komu,“ sagði Erna. „Ég er algjörlega í besta forminu sem ég hef nokkurn tímann verið og mjög spennt fyrir restinni á tímabilinu.“ Klippa: Bætti Íslandsmetið í kúluvarpi tvisvar á rúmri viku Erna er á síðasta ári sínu í Rice háskólanum í Texas og útskrifast í maí. „Markmiðið er að útskrifast með átján metrana. Það hefur alltaf verið markmiðið,“ sagði Erna sem er aðeins þrjátíu sentímetrum frá þessu takmarki sínu. Stífar æfingar Hún segist hafa bætt sig mikið á tíma sínum í Rice háskólanum. „Ég er mjög ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun að fara út. Ég held að þetta hafi hjálpað mér að verða betri íþróttamaður,“ sagði Erna sem æfir stíft úti í Texas. „Ég æfi örugglega sex sinnum í viku en tek frí á sunnudögum. Ég kasta þrisvar sinnum í viku, lyfti 4-5 sinnum og svo eru hlaup og aðrar æfingar tvisvar sinnum í viku.“ Orðin vön góðri aðstöðu Erna segist ekki vita hvað tekur við hjá sér eftir útskrift, hvort hún flytji heim eða haldi kyrru fyrir vestanhafs. Erna Sóley hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í kúluvarpi utanhúss.frí „Ég á eftir að ákveða það. Ef ég vil koma heim þarf að koma mér upp góðri aðstöðu á Íslandi, eins og ég hef verið með hérna úti.“ Ætlar inn á HM á lágmarki Erna, sem vann brons á EM U-20 ára fyrir fjórum árum, keppti á sínu fyrsta stórmóti fyrir fullorðinna á EM í München í fyrra. Þar komst hún inn á kvótasæti en ekki á lágmarki. Erna ætlar sér hins vegar að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Búdapest í ágúst. „Ég held ég þurfi að kasta yfir átján metrana til að vera örugg þar inni. Það er markmiðið. Ég væri algjörlega til í að vera inni vegna míns árangurs,“ sagði Erna sem ætlar sér líka að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Raunhæft að komast inn á Ólympíuleika „Ég ætla að taka næsta ár og einbeita mér að því að komast þangað. Það er frekar raunhæft markmið.“ Erna keppir á meistaramótinu hérlendis í sumar. „Það er stórt og það gildir fyrir mörg stig. Ég ætla að toppa þá,“ sagði Erna að endingu. Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Sjá meira
Erna kastaði 17,70 metra á móti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó á laugardaginn. Hún bætti þar með átta daga gamalt Íslandsmet sitt um 0,36 metra. Myndband af Íslandsmetinu má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Coach Brek Christensen (@ricethrows) „Ég er mjög ánægð með hvernig tvö síðustu mót hafa gengið og mjög sátt með árangurinn,“ sagði Erna í samtali við Vísi í gær. Fyrir tímabilið var besti árangur Ernu innanhúss 16,95 metrar. Hún hefur því bætt sig gríðarlega mikið í vetur. „Lykilinn er gott undirbúningstímabil og áhersla á tækni og styrk. Þegar tímabilið byrjaði aftur var ég klár og bætingarnar komu,“ sagði Erna. „Ég er algjörlega í besta forminu sem ég hef nokkurn tímann verið og mjög spennt fyrir restinni á tímabilinu.“ Klippa: Bætti Íslandsmetið í kúluvarpi tvisvar á rúmri viku Erna er á síðasta ári sínu í Rice háskólanum í Texas og útskrifast í maí. „Markmiðið er að útskrifast með átján metrana. Það hefur alltaf verið markmiðið,“ sagði Erna sem er aðeins þrjátíu sentímetrum frá þessu takmarki sínu. Stífar æfingar Hún segist hafa bætt sig mikið á tíma sínum í Rice háskólanum. „Ég er mjög ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun að fara út. Ég held að þetta hafi hjálpað mér að verða betri íþróttamaður,“ sagði Erna sem æfir stíft úti í Texas. „Ég æfi örugglega sex sinnum í viku en tek frí á sunnudögum. Ég kasta þrisvar sinnum í viku, lyfti 4-5 sinnum og svo eru hlaup og aðrar æfingar tvisvar sinnum í viku.“ Orðin vön góðri aðstöðu Erna segist ekki vita hvað tekur við hjá sér eftir útskrift, hvort hún flytji heim eða haldi kyrru fyrir vestanhafs. Erna Sóley hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í kúluvarpi utanhúss.frí „Ég á eftir að ákveða það. Ef ég vil koma heim þarf að koma mér upp góðri aðstöðu á Íslandi, eins og ég hef verið með hérna úti.“ Ætlar inn á HM á lágmarki Erna, sem vann brons á EM U-20 ára fyrir fjórum árum, keppti á sínu fyrsta stórmóti fyrir fullorðinna á EM í München í fyrra. Þar komst hún inn á kvótasæti en ekki á lágmarki. Erna ætlar sér hins vegar að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Búdapest í ágúst. „Ég held ég þurfi að kasta yfir átján metrana til að vera örugg þar inni. Það er markmiðið. Ég væri algjörlega til í að vera inni vegna míns árangurs,“ sagði Erna sem ætlar sér líka að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Raunhæft að komast inn á Ólympíuleika „Ég ætla að taka næsta ár og einbeita mér að því að komast þangað. Það er frekar raunhæft markmið.“ Erna keppir á meistaramótinu hérlendis í sumar. „Það er stórt og það gildir fyrir mörg stig. Ég ætla að toppa þá,“ sagði Erna að endingu.
Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Sjá meira