Orkuveitan nefnir niðurrif Árbæjarstíflu sem valkost Kristján Már Unnarsson skrifar 7. febrúar 2023 22:11 Árbæjarstífla. Orkuveitan kynnir þrjá valkosti um framtíð hennar. Egill Aðalsteinsson Niðurrif Árbæjarstíflu er meðal valkosta sem Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt fyrir borgaryfirvöld með ósk um samstarf um það sem kallað er „niðurlagningaráætlun Elliðaárvirkjunar“. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur fallist á að málið verði unnið áfram. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en umdeild tæming Árbæjarlóns fyrir tveimur árum eru sýnilegustu merki þess að Orkuveita Reykjavíkur hafi hætt rekstri Elliðaárstöðvar. Séð yfir lónsstæði Árbæjarlóns. Fimm mánuðir eru frá því tæming þess var úrskurðuð ólögmæt.Egill Aðalsteinsson Eftir kærumál íbúa í grennd komst Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála að þeirri niðurstöðu í október að tæming lónsins hefði skort framkvæmdaleyfi og því verið ólögmæt. Í úrskurðinum í haust fengu bæði skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar og forstjóri Orkuveitunnar á baukinn. Engin viðbrögð hafa síðan komið um hvernig eigi að vinda ofan af lögbrotinu, fyrr en kannski núna. Erindi Orkuveitu Reykjavíkur var sent umhverfis-og skipulagssviði borgarinnar þann 31. janúar. Efni þess er lýst svo: Samstarf um endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal vegna niðurlagningaráætlunar Elliðaárvirkjunar og endurskoðunar á gildandi deiliskipulagi svæðisins.Grafík/Kristján Jónsson Í bókun umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, um erindi sem Orkuveitan lagði fyrir borgaryfirvöld í síðustu viku, segir að ekki sé gerð athugasemd við að undirbúningur hefjist á endurskoðun deiliskipulags Elliðaárdals samhliða gerð áætlunar um niðurlagningu virkjunarinnar. Kynnt er skipan stýrihóps um málið og þar eru efst á blaði þau Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, og Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðsins. Fylgigögn Orkuveitunnar hafa yfirskriftina: Endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal.Grafík/Kristján Jónsson Erindi Orkuveitunnar fylgir samantekt með yfirskriftinni: „Endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal.“ Megininntakið eru valkostir um hvað gera eigi við Árbæjarstíflu og eru þrír möguleikar reifaðir: Að viðhalda henni í núverandi mynd til framtíðar, í öðru lagi vistrennslisaðgerðir, það er sjálfbært rennsli án lokubúnaðar, og loks að fjarlægja stífluna. Elliðaárstöð. Fyrir fjórum árum sagði talsmaður Orkuveitunnar að stöðin væri í raun enn virk. Það eina sem þyrfti að gera væri að leggja nýja aðfallspípu frá Árbæjarstíflu.Arnar Halldórsson Sá möguleiki að halda áfram raforkuframleiðslu í Elliðaárstöð er hins vegar ekki nefndur í erindi Orkuveitunnar. Athygli vekur að í fylgigögnum er fyrst og fremst rætt um framtíð Árbæjarstíflu, sem er inntaksmannvirki. Stíflurnar eru hins vegar tvær. Hin er Elliðavatnsstíflan, sem er miðlunarstífla. Elliðavatnsstífla er miðlunarstífla virkjunarinnar. Ef hún yrði fjarlægð myndi uppistöðulónið Elliðavatn minnka verulega.Egill Aðalsteinsson Því vaknar sú spurning. Ef menn ætla sér að færa náttúruna í sitt upprunalega horf, þarf þá ekki jafnframt að fjarlægja Elliðavatnsstíflu? Það myndi þýða mun minna Elliðavatn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 í nóvember var því velt upp hvort koma ætti Elliðavatni í upprunalegt horf: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Spurt hvort fjarlægja ætti stíflu Elliðavatns eftir lokun virkjunar Spurningar hafa vaknað um hvort fjarlægja eigi stíflu Elliðavatns og koma vatninu í upprunalegt horf, eftir að rekstri Elliðaárstöðvar var hætt. Líffræðingur sem vaktar Elliðavatn segir að slíkt þyrfti að hugsa vandlega og að söknuður yrði af vatninu. 17. nóvember 2022 21:11 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en umdeild tæming Árbæjarlóns fyrir tveimur árum eru sýnilegustu merki þess að Orkuveita Reykjavíkur hafi hætt rekstri Elliðaárstöðvar. Séð yfir lónsstæði Árbæjarlóns. Fimm mánuðir eru frá því tæming þess var úrskurðuð ólögmæt.Egill Aðalsteinsson Eftir kærumál íbúa í grennd komst Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála að þeirri niðurstöðu í október að tæming lónsins hefði skort framkvæmdaleyfi og því verið ólögmæt. Í úrskurðinum í haust fengu bæði skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar og forstjóri Orkuveitunnar á baukinn. Engin viðbrögð hafa síðan komið um hvernig eigi að vinda ofan af lögbrotinu, fyrr en kannski núna. Erindi Orkuveitu Reykjavíkur var sent umhverfis-og skipulagssviði borgarinnar þann 31. janúar. Efni þess er lýst svo: Samstarf um endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal vegna niðurlagningaráætlunar Elliðaárvirkjunar og endurskoðunar á gildandi deiliskipulagi svæðisins.Grafík/Kristján Jónsson Í bókun umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, um erindi sem Orkuveitan lagði fyrir borgaryfirvöld í síðustu viku, segir að ekki sé gerð athugasemd við að undirbúningur hefjist á endurskoðun deiliskipulags Elliðaárdals samhliða gerð áætlunar um niðurlagningu virkjunarinnar. Kynnt er skipan stýrihóps um málið og þar eru efst á blaði þau Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, og Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðsins. Fylgigögn Orkuveitunnar hafa yfirskriftina: Endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal.Grafík/Kristján Jónsson Erindi Orkuveitunnar fylgir samantekt með yfirskriftinni: „Endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal.“ Megininntakið eru valkostir um hvað gera eigi við Árbæjarstíflu og eru þrír möguleikar reifaðir: Að viðhalda henni í núverandi mynd til framtíðar, í öðru lagi vistrennslisaðgerðir, það er sjálfbært rennsli án lokubúnaðar, og loks að fjarlægja stífluna. Elliðaárstöð. Fyrir fjórum árum sagði talsmaður Orkuveitunnar að stöðin væri í raun enn virk. Það eina sem þyrfti að gera væri að leggja nýja aðfallspípu frá Árbæjarstíflu.Arnar Halldórsson Sá möguleiki að halda áfram raforkuframleiðslu í Elliðaárstöð er hins vegar ekki nefndur í erindi Orkuveitunnar. Athygli vekur að í fylgigögnum er fyrst og fremst rætt um framtíð Árbæjarstíflu, sem er inntaksmannvirki. Stíflurnar eru hins vegar tvær. Hin er Elliðavatnsstíflan, sem er miðlunarstífla. Elliðavatnsstífla er miðlunarstífla virkjunarinnar. Ef hún yrði fjarlægð myndi uppistöðulónið Elliðavatn minnka verulega.Egill Aðalsteinsson Því vaknar sú spurning. Ef menn ætla sér að færa náttúruna í sitt upprunalega horf, þarf þá ekki jafnframt að fjarlægja Elliðavatnsstíflu? Það myndi þýða mun minna Elliðavatn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 í nóvember var því velt upp hvort koma ætti Elliðavatni í upprunalegt horf:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Spurt hvort fjarlægja ætti stíflu Elliðavatns eftir lokun virkjunar Spurningar hafa vaknað um hvort fjarlægja eigi stíflu Elliðavatns og koma vatninu í upprunalegt horf, eftir að rekstri Elliðaárstöðvar var hætt. Líffræðingur sem vaktar Elliðavatn segir að slíkt þyrfti að hugsa vandlega og að söknuður yrði af vatninu. 17. nóvember 2022 21:11 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45
Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16
Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45
Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10
Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28
Spurt hvort fjarlægja ætti stíflu Elliðavatns eftir lokun virkjunar Spurningar hafa vaknað um hvort fjarlægja eigi stíflu Elliðavatns og koma vatninu í upprunalegt horf, eftir að rekstri Elliðaárstöðvar var hætt. Líffræðingur sem vaktar Elliðavatn segir að slíkt þyrfti að hugsa vandlega og að söknuður yrði af vatninu. 17. nóvember 2022 21:11