Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 21:23 Hópurinn sem lagði af stað í kvöld. Landsbjörg Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. Upphaflega stóð til að hópurinn flygi með TF-SIF flugvél landhelgisgæslunnar. Þeirri flugferð var frestað til morguns sökum óhagstæðra veðurskilyrða en ákveðið var að semja við Icelandair um að flytja hópinn í kvöld. Er það sökum þess að „unnið er í kapp við tímann á vettvangi og hver mínúta skiptir þar máli,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti. Hópurinn starfar innan vébanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Um er að ræða aðgerðastjórnendur, verkfræðinga og stuðningsteymi. Ísland er þáttakandi sérstaks samstarfsvettvangs á vegum Sameinuðu þjóðanna um rústabjörgun (INSARAG) og er sveitin á viðbragðslista hans. Undirbúningur fyrir brottför. vísir/egill Stjórnvöld í Tyrklandi hafa óskað eftir aðstoð vegna hamfaranna og hafa hjálparbeiðnir borist bæði í gegnum viðbragðskerfi Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins. Til viðbótar við stuðning við hjálpar- og björgunarstarfið í Tyrklandi munu íslensk stjórnvöld styðja fórnarlömb jarðskjálftanna á Sýrlandi í gegnum alþjóðleg hjálparsamtök. Þúsundir hafa farist í jarðskjálftunum í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. Frétt Stöðvar 2 um málið: Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Björgunarsveitir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Upphaflega stóð til að hópurinn flygi með TF-SIF flugvél landhelgisgæslunnar. Þeirri flugferð var frestað til morguns sökum óhagstæðra veðurskilyrða en ákveðið var að semja við Icelandair um að flytja hópinn í kvöld. Er það sökum þess að „unnið er í kapp við tímann á vettvangi og hver mínúta skiptir þar máli,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti. Hópurinn starfar innan vébanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Um er að ræða aðgerðastjórnendur, verkfræðinga og stuðningsteymi. Ísland er þáttakandi sérstaks samstarfsvettvangs á vegum Sameinuðu þjóðanna um rústabjörgun (INSARAG) og er sveitin á viðbragðslista hans. Undirbúningur fyrir brottför. vísir/egill Stjórnvöld í Tyrklandi hafa óskað eftir aðstoð vegna hamfaranna og hafa hjálparbeiðnir borist bæði í gegnum viðbragðskerfi Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins. Til viðbótar við stuðning við hjálpar- og björgunarstarfið í Tyrklandi munu íslensk stjórnvöld styðja fórnarlömb jarðskjálftanna á Sýrlandi í gegnum alþjóðleg hjálparsamtök. Þúsundir hafa farist í jarðskjálftunum í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. Frétt Stöðvar 2 um málið:
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Björgunarsveitir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira