Handbolti

Þriðja Evróputapið í röð hjá Kristjáni og félögum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristján Örn skoraði eitt mörk í kvöld.
Kristján Örn skoraði eitt mörk í kvöld. Twitter@pauchandball

Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í franska liðinu PAUC máttu þola þriggja marka tap er liðið sótti Frencváros heim til Ungverjalands í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-25, en þetta var þriðja tap liðsins í keppninni í röð.

Heimamenn í Ferencváros byrjuðu betur og náðu flótt þriggja marka forskoti í stöðunni 7-4. Liðið hleypti PAUC aldrei of nálægt sér og náði mest fimm marka forskoti fyrir hálfleikshléið, en staðan var 15-12 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Kristján og félagar mættu betur stilltir til leiks í síðari hálfleik og voru ekki lengi að jafna metin áður en liðið náði eins marks forystu í stöðunni 17-18 og svo aftur í 18-19. Þá tóku heimamenn hins vegar völdin á ný og sigldu að lokum þriggja marka sigri heim, 28-25.

Kristján skoraði eitt mark fyrir PAUC sem situr í þriðja sæti B-riðils með fimm stig eftir sjö leiki, einu stigi fyrir ofan Ferencváros og Val sem sitja í fjórða og fimmta sæti.

Þá vann sænska liðið Ystads öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Benidorm, 36-30. Ystads situr í öðru sæti riðilsins með tíu stig, líkt og Flensburg sem tekur á móti Valsmönnum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×