Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 13:52 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hafnar því að hann sé vanhæfur til að miðla málum milli Eflingar og SA. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. „Ég minni á að það er oft þannig þegar er málefnalegur ágreiningur að þá er hann gerður persónulegur. Þetta er ekki persónulegur ágreiningur og alls ekki af minni hálfu. Ég er bara að sinna skyldu minni sem embættismaður eins vel og ég get,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Þannig að þú telur þig ekki vanhæfan í þessu máli? „Ég tel mig ekki vanhæfan í þessu máli, nei.“ Eins og áður segir lýsti Efling formlega yfir vantrausti á ríkissáttasemjara í morgun og krafðist þess að hann víki úr sæti. Segir í svari sáttasemjara við bréfi Eflingar: „Skemmst er frá því að sgeja að kröfunni er hafnað.“ Vísar ríkissáttasemjari til þess að héraðsdómur hafi í gær komist að þeirri niðurstöðu að Eflingu beri að afhenda kjörskrá sína svo hægt sé að leggja miðlunartillögu hans í atkvæðagreiðslu. „Þeim úrskurði hefur Efling ekki sinnt og er mér því sá kostur nauðugur að freista þess að knýja fram afhendinguna með aðfararbeiðni. Þá aðfararbeiðni lagði ég fram hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun,“ segir í svari Aðalsteins. Hann segist þá ekki geta fallist á það að hann hafi tekið „eindregna afstöðu gegn Eflingu stéttarfélagi í fjölmiðlum“ eins og staðhæft er í bréfi Eflingar. „Ég hef hins vegar krafist afhendingar kjörskrár Eflingar lögum samkvæmt en þeirri kröfu minni hefur Efling ekki sinnt - þrátt fyrir úrskurð dómara þar að lútandi,“ skrifar sáttasemjari í bréfinu. „Ég hef í einu og öllu sinnt lagaskyldu minni í þessu máli. Þá hef ég í hvívetna gætt hlutlægni í mínum störfum nú sem endranær. Ég tel mig hæfan að lögum til að fara áfram með málið. Kröfu Eflingar um að ég víki sæti í vinnudeilu [við Samtök atvinnulífsins] er því hafnað.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Ég minni á að það er oft þannig þegar er málefnalegur ágreiningur að þá er hann gerður persónulegur. Þetta er ekki persónulegur ágreiningur og alls ekki af minni hálfu. Ég er bara að sinna skyldu minni sem embættismaður eins vel og ég get,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Þannig að þú telur þig ekki vanhæfan í þessu máli? „Ég tel mig ekki vanhæfan í þessu máli, nei.“ Eins og áður segir lýsti Efling formlega yfir vantrausti á ríkissáttasemjara í morgun og krafðist þess að hann víki úr sæti. Segir í svari sáttasemjara við bréfi Eflingar: „Skemmst er frá því að sgeja að kröfunni er hafnað.“ Vísar ríkissáttasemjari til þess að héraðsdómur hafi í gær komist að þeirri niðurstöðu að Eflingu beri að afhenda kjörskrá sína svo hægt sé að leggja miðlunartillögu hans í atkvæðagreiðslu. „Þeim úrskurði hefur Efling ekki sinnt og er mér því sá kostur nauðugur að freista þess að knýja fram afhendinguna með aðfararbeiðni. Þá aðfararbeiðni lagði ég fram hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun,“ segir í svari Aðalsteins. Hann segist þá ekki geta fallist á það að hann hafi tekið „eindregna afstöðu gegn Eflingu stéttarfélagi í fjölmiðlum“ eins og staðhæft er í bréfi Eflingar. „Ég hef hins vegar krafist afhendingar kjörskrár Eflingar lögum samkvæmt en þeirri kröfu minni hefur Efling ekki sinnt - þrátt fyrir úrskurð dómara þar að lútandi,“ skrifar sáttasemjari í bréfinu. „Ég hef í einu og öllu sinnt lagaskyldu minni í þessu máli. Þá hef ég í hvívetna gætt hlutlægni í mínum störfum nú sem endranær. Ég tel mig hæfan að lögum til að fara áfram með málið. Kröfu Eflingar um að ég víki sæti í vinnudeilu [við Samtök atvinnulífsins] er því hafnað.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24
Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30
Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent