Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 13:52 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hafnar því að hann sé vanhæfur til að miðla málum milli Eflingar og SA. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. „Ég minni á að það er oft þannig þegar er málefnalegur ágreiningur að þá er hann gerður persónulegur. Þetta er ekki persónulegur ágreiningur og alls ekki af minni hálfu. Ég er bara að sinna skyldu minni sem embættismaður eins vel og ég get,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Þannig að þú telur þig ekki vanhæfan í þessu máli? „Ég tel mig ekki vanhæfan í þessu máli, nei.“ Eins og áður segir lýsti Efling formlega yfir vantrausti á ríkissáttasemjara í morgun og krafðist þess að hann víki úr sæti. Segir í svari sáttasemjara við bréfi Eflingar: „Skemmst er frá því að sgeja að kröfunni er hafnað.“ Vísar ríkissáttasemjari til þess að héraðsdómur hafi í gær komist að þeirri niðurstöðu að Eflingu beri að afhenda kjörskrá sína svo hægt sé að leggja miðlunartillögu hans í atkvæðagreiðslu. „Þeim úrskurði hefur Efling ekki sinnt og er mér því sá kostur nauðugur að freista þess að knýja fram afhendinguna með aðfararbeiðni. Þá aðfararbeiðni lagði ég fram hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun,“ segir í svari Aðalsteins. Hann segist þá ekki geta fallist á það að hann hafi tekið „eindregna afstöðu gegn Eflingu stéttarfélagi í fjölmiðlum“ eins og staðhæft er í bréfi Eflingar. „Ég hef hins vegar krafist afhendingar kjörskrár Eflingar lögum samkvæmt en þeirri kröfu minni hefur Efling ekki sinnt - þrátt fyrir úrskurð dómara þar að lútandi,“ skrifar sáttasemjari í bréfinu. „Ég hef í einu og öllu sinnt lagaskyldu minni í þessu máli. Þá hef ég í hvívetna gætt hlutlægni í mínum störfum nú sem endranær. Ég tel mig hæfan að lögum til að fara áfram með málið. Kröfu Eflingar um að ég víki sæti í vinnudeilu [við Samtök atvinnulífsins] er því hafnað.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Ég minni á að það er oft þannig þegar er málefnalegur ágreiningur að þá er hann gerður persónulegur. Þetta er ekki persónulegur ágreiningur og alls ekki af minni hálfu. Ég er bara að sinna skyldu minni sem embættismaður eins vel og ég get,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Þannig að þú telur þig ekki vanhæfan í þessu máli? „Ég tel mig ekki vanhæfan í þessu máli, nei.“ Eins og áður segir lýsti Efling formlega yfir vantrausti á ríkissáttasemjara í morgun og krafðist þess að hann víki úr sæti. Segir í svari sáttasemjara við bréfi Eflingar: „Skemmst er frá því að sgeja að kröfunni er hafnað.“ Vísar ríkissáttasemjari til þess að héraðsdómur hafi í gær komist að þeirri niðurstöðu að Eflingu beri að afhenda kjörskrá sína svo hægt sé að leggja miðlunartillögu hans í atkvæðagreiðslu. „Þeim úrskurði hefur Efling ekki sinnt og er mér því sá kostur nauðugur að freista þess að knýja fram afhendinguna með aðfararbeiðni. Þá aðfararbeiðni lagði ég fram hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun,“ segir í svari Aðalsteins. Hann segist þá ekki geta fallist á það að hann hafi tekið „eindregna afstöðu gegn Eflingu stéttarfélagi í fjölmiðlum“ eins og staðhæft er í bréfi Eflingar. „Ég hef hins vegar krafist afhendingar kjörskrár Eflingar lögum samkvæmt en þeirri kröfu minni hefur Efling ekki sinnt - þrátt fyrir úrskurð dómara þar að lútandi,“ skrifar sáttasemjari í bréfinu. „Ég hef í einu og öllu sinnt lagaskyldu minni í þessu máli. Þá hef ég í hvívetna gætt hlutlægni í mínum störfum nú sem endranær. Ég tel mig hæfan að lögum til að fara áfram með málið. Kröfu Eflingar um að ég víki sæti í vinnudeilu [við Samtök atvinnulífsins] er því hafnað.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24
Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30
Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27