Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Kristján Már Unnarsson skrifar 6. febrúar 2023 21:50 Hvalur 8 kominn með afla að bryggju í hvalstöðinni í Hvalfirði síðastliðið sumar. Egill Aðalsteinsson Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um útflutning hvalkjötsins en þegar hvalbátarnir létu úr höfn til hvalveiða þann 22. júní síðastliðinn voru efasemdir um að markaður væri fyrir afurðirnar. Sjálfur kvaðst forstjóri Hvals engar áhyggjur hafa. Það yrði ekkert vesen, sagði Kristján Loftsson í sumar. Núna hefur hann þó ekkert fengist til að tjá sig um útflutninginn. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., í Reykjavíkurhöfn við upphaf hvalvertíðar síðastliðið sumar.Egill Aðalsteinsson Fátt virðist geta komið í veg fyrir að hvalkjötið nái til kaupenda. Flutningaskip með farminn er þegar komið inn í lögsögu Japans. Og Hagstofan er búin að birta tölur um gjaldeyristekjur af kjötinu. Norska frystiskipið Silver Copenhagen er búið að vera einn og hálfan mánuð á leiðinni. Það sigldi frá Hafnarfirði þann 21. desember, fór suðurleiðina um Atlantshaf, suður fyrir syðsta odda Afríku, síðan þvert yfir Indlandshaf til Singapore, þar sem áð var í hálfan sólarhring þann 29. janúar, samkvæmt siglingasíðum. Frystiskipið Silver Copenhagen.Fjord Shipping Skipið var í dag statt við eyjuna Okinawa og átti eftir tveggja sólarhringa siglingu að borginni Fukuoka en þangað er áætlað að það nái höfn næstkomandi miðvikudag, þann 8. febrúar. Farmurinn er 2.576 tonn af frystum hvalaafurðum. Útflutningsverðmæti, fob-verð, er 2.771 milljón króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Til samanburðar birtum við tölur um útflutning hvalkjöts á fimm síðustu veiðiárum þar á undan, 2014 til 2018. Bæði eru tonnafjöldinn og verðmætin mun meiri núna, þótt fjöldi veiddra hvala hafi ekki verið meiri. Það segir þá sögu að eldri birgðir séu hluti af farminum að þessu sinni. Raunar þarf að fara aftur til ársins 1987 til að finna dæmi um jafn mikinn útflutning hvalkjöts og núna. Útflutningur hvalkjöts undanfarin ár, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Veiðarnar lágu niðri árin 2019, 2020 og 2021.Grafík/Kristján Jónsson Það hefur verið spurt um efnahagslega þýðingu hvalveiða fyrir þjóðarbúið. Sé útflutningstekjum nýliðins árs hins vegar deilt niður á 150 starfsmenn Hvals hf. koma um 18,5 milljónir króna í hlut hvers. Ef við gefum okkur að tæplega helmingur kjötsins sé frá fyrri vertíðum má ætla að vertíð síðasta sumars hafi skilað um eða yfir tíu milljónum króna í gjaldeyristekjur á hvern starfsmenn, eftir þriggja mánaða vertíð. Það þýðir yfir þrjár milljónir króna í tekjur á hvern starfsmann á mánuði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hvalveiðar Sjávarútvegur Sjávarréttir Japan Matvælaframleiðsla Matur Hvalfjarðarsveit Hafnarfjörður Umhverfismál Skipaflutningar Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Segir hvalveiðar tilgangslausar: „Það er ekkert upp úr þessu að hafa“ Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir tillögu matvælaráðherra um breytingar á reglugerð um hvalveiðar ekki ganga nógu langt. Þjóðin græði ekkert á hvalveiðum og eigi að vera þekkt fyrir verndun hafsins frekar en eyðileggingu þess. 23. júlí 2022 13:01 „Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33 Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um útflutning hvalkjötsins en þegar hvalbátarnir létu úr höfn til hvalveiða þann 22. júní síðastliðinn voru efasemdir um að markaður væri fyrir afurðirnar. Sjálfur kvaðst forstjóri Hvals engar áhyggjur hafa. Það yrði ekkert vesen, sagði Kristján Loftsson í sumar. Núna hefur hann þó ekkert fengist til að tjá sig um útflutninginn. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., í Reykjavíkurhöfn við upphaf hvalvertíðar síðastliðið sumar.Egill Aðalsteinsson Fátt virðist geta komið í veg fyrir að hvalkjötið nái til kaupenda. Flutningaskip með farminn er þegar komið inn í lögsögu Japans. Og Hagstofan er búin að birta tölur um gjaldeyristekjur af kjötinu. Norska frystiskipið Silver Copenhagen er búið að vera einn og hálfan mánuð á leiðinni. Það sigldi frá Hafnarfirði þann 21. desember, fór suðurleiðina um Atlantshaf, suður fyrir syðsta odda Afríku, síðan þvert yfir Indlandshaf til Singapore, þar sem áð var í hálfan sólarhring þann 29. janúar, samkvæmt siglingasíðum. Frystiskipið Silver Copenhagen.Fjord Shipping Skipið var í dag statt við eyjuna Okinawa og átti eftir tveggja sólarhringa siglingu að borginni Fukuoka en þangað er áætlað að það nái höfn næstkomandi miðvikudag, þann 8. febrúar. Farmurinn er 2.576 tonn af frystum hvalaafurðum. Útflutningsverðmæti, fob-verð, er 2.771 milljón króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Til samanburðar birtum við tölur um útflutning hvalkjöts á fimm síðustu veiðiárum þar á undan, 2014 til 2018. Bæði eru tonnafjöldinn og verðmætin mun meiri núna, þótt fjöldi veiddra hvala hafi ekki verið meiri. Það segir þá sögu að eldri birgðir séu hluti af farminum að þessu sinni. Raunar þarf að fara aftur til ársins 1987 til að finna dæmi um jafn mikinn útflutning hvalkjöts og núna. Útflutningur hvalkjöts undanfarin ár, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Veiðarnar lágu niðri árin 2019, 2020 og 2021.Grafík/Kristján Jónsson Það hefur verið spurt um efnahagslega þýðingu hvalveiða fyrir þjóðarbúið. Sé útflutningstekjum nýliðins árs hins vegar deilt niður á 150 starfsmenn Hvals hf. koma um 18,5 milljónir króna í hlut hvers. Ef við gefum okkur að tæplega helmingur kjötsins sé frá fyrri vertíðum má ætla að vertíð síðasta sumars hafi skilað um eða yfir tíu milljónum króna í gjaldeyristekjur á hvern starfsmenn, eftir þriggja mánaða vertíð. Það þýðir yfir þrjár milljónir króna í tekjur á hvern starfsmann á mánuði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hvalveiðar Sjávarútvegur Sjávarréttir Japan Matvælaframleiðsla Matur Hvalfjarðarsveit Hafnarfjörður Umhverfismál Skipaflutningar Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Segir hvalveiðar tilgangslausar: „Það er ekkert upp úr þessu að hafa“ Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir tillögu matvælaráðherra um breytingar á reglugerð um hvalveiðar ekki ganga nógu langt. Þjóðin græði ekkert á hvalveiðum og eigi að vera þekkt fyrir verndun hafsins frekar en eyðileggingu þess. 23. júlí 2022 13:01 „Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33 Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42
Segir hvalveiðar tilgangslausar: „Það er ekkert upp úr þessu að hafa“ Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir tillögu matvælaráðherra um breytingar á reglugerð um hvalveiðar ekki ganga nógu langt. Þjóðin græði ekkert á hvalveiðum og eigi að vera þekkt fyrir verndun hafsins frekar en eyðileggingu þess. 23. júlí 2022 13:01
„Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33
Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42