Líklegt að tvö hundruð svín hafi drepist í eldsvoða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2023 10:12 Slökkviliðsmenn nutu liðsinnis kranabíls til þess að rjúfa þak svínabúsins. Mynd/Brunavarnir Austur-Húnvetninga Allt tiltækt lið Brunavarna Austur-Húnvetninga var kallað í morgun vegna elds í svínabúi við Skriðuland í Langadal. Talið er að rúmlega tvö hundruð svín hafi drepist í brunanum en þó er útlit fyrir að tekist hafi að bjarga fimm til sex hundruð svínum. Það var um klukkan sex í morgun sem útkallið barst að sögn Ingvars Sigurðssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnvetninga. „Það var eldur hérna í þaki á einum þriðja svínabúsins þegar við komum. Við fórum í að vernda hina tvo þriðju helmingana af húsalengjunni. Mjög líklega um tvö hundruð dýr dauð í þessum einum þriðja en það eru fimm til sex hundruð í hinum hlutanum þannig að við fórum bara í að verja og það hefur tekist,“ segir Ingvar. Eldurinn kom upp við Skriðuland í Langadal. Eldvarnarveggur virðist hafa náð að tefja útbreiðslu eldsins og segir Ingvar að við hann hafi slökkviliðsmönnum tekist að stöðva útbreiðsluna. Brunavarnir Austur-Húnvetninga njóta aðstoðar Brunavarna Skagafjarðar sem lögðu til tankbíl og körfubíl, sem auðveldaði slökkvistörf. „Nú erum við að rjúfa þak til þess að það sé ekki að rjúka upp eldur hér aftur en við erum löngu búin að ná tökum á þessu, “ segir Ingvar sem telur líklegt að rekja megi eldsupptök til einhvers konar vélabúnaðar við þak svínabúsins. Lögreglan á Norðurlandi vestra mun þó rannsaka eldsupptök. Slökkvilið Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Það var um klukkan sex í morgun sem útkallið barst að sögn Ingvars Sigurðssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnvetninga. „Það var eldur hérna í þaki á einum þriðja svínabúsins þegar við komum. Við fórum í að vernda hina tvo þriðju helmingana af húsalengjunni. Mjög líklega um tvö hundruð dýr dauð í þessum einum þriðja en það eru fimm til sex hundruð í hinum hlutanum þannig að við fórum bara í að verja og það hefur tekist,“ segir Ingvar. Eldurinn kom upp við Skriðuland í Langadal. Eldvarnarveggur virðist hafa náð að tefja útbreiðslu eldsins og segir Ingvar að við hann hafi slökkviliðsmönnum tekist að stöðva útbreiðsluna. Brunavarnir Austur-Húnvetninga njóta aðstoðar Brunavarna Skagafjarðar sem lögðu til tankbíl og körfubíl, sem auðveldaði slökkvistörf. „Nú erum við að rjúfa þak til þess að það sé ekki að rjúka upp eldur hér aftur en við erum löngu búin að ná tökum á þessu, “ segir Ingvar sem telur líklegt að rekja megi eldsupptök til einhvers konar vélabúnaðar við þak svínabúsins. Lögreglan á Norðurlandi vestra mun þó rannsaka eldsupptök.
Slökkvilið Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira