Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Máni Snær Þorláksson skrifar 3. febrúar 2023 16:31 Myndin sem Ragnar tók út um gluggann. Hann segir að enginn hafi slasast er bíllinn fór út af veginum. RAX Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við fréttastofu að hápunkti lægðarinnar sé náð á sunnanverðu landinu. „Skilin sem eru á undan lægðinni, þau eru á leið til norðurs og á undan þeim er hvassviðri og það hlýnar. Sumir vegir á Norðurlandi eru að detta í flughálku um leið og hlýnar en vonandi þá bráðnar nú fljótt af þeim en það er ekkert grín að vera á ferðinni í hvössum vind og þegar það er hálka,“ segir Einar. Þá varaði hann fólk við að ferðast um landið í veðri sem þessu: „Það er snjóþekja og þetta eru erfið akstursskilyrði. Ég myndi sjálfur ekki vilja vera að ferðast á milli landshluta í svona veðri en staðan hjá fólki er ólík og mismunandi. Það þarf að fara varlega og fylgjast vel með og umfram allt að vera vel búinn.“ Tók mynd út um gluggann Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, var á ferðinni í Víkurskarði í dag og náði mynd út um gluggann á færð af bílnum sem sat fastur. Hann segir að engin slys hafi orðið á fólki og að þetta hafi ekki verið alvarlegt. Myndin sýni þó hvað akstursskilyrðin voru slæm í dag. „Það er búið að vera rosa hvasst. Það fór alveg upp í svona 30 metra á sekúndu þarna hjá fjöllunum. Þegar við komum þarna var helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb – menn voru að keyra út af,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Rútuslysið einnig á Norðurlandi eystra Gular viðvaranir eru enn í gildi víða um landið en þó ekki á Norðurlandi eystra, þar sem bíllinn fór út af. Einnig varð rútuslys á svæðinu, nánar tiltekið á Ólafsfjarðarvegi, um klukkan 14:30 í dag. Rútan sem um ræðir keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. Veður Þingeyjarsveit RAX Tengdar fréttir Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við fréttastofu að hápunkti lægðarinnar sé náð á sunnanverðu landinu. „Skilin sem eru á undan lægðinni, þau eru á leið til norðurs og á undan þeim er hvassviðri og það hlýnar. Sumir vegir á Norðurlandi eru að detta í flughálku um leið og hlýnar en vonandi þá bráðnar nú fljótt af þeim en það er ekkert grín að vera á ferðinni í hvössum vind og þegar það er hálka,“ segir Einar. Þá varaði hann fólk við að ferðast um landið í veðri sem þessu: „Það er snjóþekja og þetta eru erfið akstursskilyrði. Ég myndi sjálfur ekki vilja vera að ferðast á milli landshluta í svona veðri en staðan hjá fólki er ólík og mismunandi. Það þarf að fara varlega og fylgjast vel með og umfram allt að vera vel búinn.“ Tók mynd út um gluggann Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, var á ferðinni í Víkurskarði í dag og náði mynd út um gluggann á færð af bílnum sem sat fastur. Hann segir að engin slys hafi orðið á fólki og að þetta hafi ekki verið alvarlegt. Myndin sýni þó hvað akstursskilyrðin voru slæm í dag. „Það er búið að vera rosa hvasst. Það fór alveg upp í svona 30 metra á sekúndu þarna hjá fjöllunum. Þegar við komum þarna var helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb – menn voru að keyra út af,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Rútuslysið einnig á Norðurlandi eystra Gular viðvaranir eru enn í gildi víða um landið en þó ekki á Norðurlandi eystra, þar sem bíllinn fór út af. Einnig varð rútuslys á svæðinu, nánar tiltekið á Ólafsfjarðarvegi, um klukkan 14:30 í dag. Rútan sem um ræðir keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki.
Veður Þingeyjarsveit RAX Tengdar fréttir Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00