Skoða að setja upp sleðabraut niður Kambana Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2023 08:20 Sleðabraut svipuð þeirri sem sett yrði upp í Hveragerði. Konan virðist vera ansi ánægð með ferðina. Getty Fyrirtækið Kambagil ehf. hefur óskað eftir því að hefja viðræður við Hveragerðisbæ um uppsetningu á sleðabraut (e. Alpine Coaster) niður Kambana. Bæjarráð tók vel í erindið og fól bæjarstjóra að vinna málið frekar. Brautin yrði kílómetra löng og með 650 metra lyftu upp Kambana. Svæðið sem Kambagil vill nota undir brautina er austan við Svartagljúfur við Árhólma í Ölfusdal. Á sama svæði má finna sviflína sem Kambagil rekur einnig. Yrði þetta fyrsta braut sinnar tegundar á Íslandi. Hér má sjá svæðið sem brautin yrði á. Lengst til vinstri sést glitta í veginn niður Kambana. Sleðabrautir sem þessi sem Kambagil vill setja upp eru afar vinsælar um allan heim. Sú lengsta er fimm sinnum lengri en sú sem yrði sett upp í Hveragerði, rúmir fimm kílómetrar, og er staðsett í Andorra. Hér fyrir neðan má sjá myndband af brautinni í Andorra. Í erindi sem Kambagil sendi bæjarstjórn Hveragerðisbæjar segir að brautin myndi ekki skerða aðgengi að núverandi göngu- og reiðstígum á svæðinu. Notast yrði við sömu afgreiðslu og sviflínan og sama bílastæði. Stígur frá Breiðumörk að Svartagljúfri nýtist fyrir flutning gesta til og frá brautinni. Brautin mun liggja um þrjátíu sentimetra frá jörðu og hvílir á pinnum. Því er hægt að taka brautina niður og setja hana aftur upp á örfáum dögum. Áætlað er að hægt verði að opna brautina sumarið 2024 ef hægt verður að semja um deili- og skipulagsmál. Brautin verður opin allan ársins hring og einn starfsmaður þar á veturna og tveir á sumrin. Kambagil gerir ráð fyrir því að árlega myndu 35 til 40 þúsund manns renna sér niður brautina. Hér yrði brautin staðsett. Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Brautin yrði kílómetra löng og með 650 metra lyftu upp Kambana. Svæðið sem Kambagil vill nota undir brautina er austan við Svartagljúfur við Árhólma í Ölfusdal. Á sama svæði má finna sviflína sem Kambagil rekur einnig. Yrði þetta fyrsta braut sinnar tegundar á Íslandi. Hér má sjá svæðið sem brautin yrði á. Lengst til vinstri sést glitta í veginn niður Kambana. Sleðabrautir sem þessi sem Kambagil vill setja upp eru afar vinsælar um allan heim. Sú lengsta er fimm sinnum lengri en sú sem yrði sett upp í Hveragerði, rúmir fimm kílómetrar, og er staðsett í Andorra. Hér fyrir neðan má sjá myndband af brautinni í Andorra. Í erindi sem Kambagil sendi bæjarstjórn Hveragerðisbæjar segir að brautin myndi ekki skerða aðgengi að núverandi göngu- og reiðstígum á svæðinu. Notast yrði við sömu afgreiðslu og sviflínan og sama bílastæði. Stígur frá Breiðumörk að Svartagljúfri nýtist fyrir flutning gesta til og frá brautinni. Brautin mun liggja um þrjátíu sentimetra frá jörðu og hvílir á pinnum. Því er hægt að taka brautina niður og setja hana aftur upp á örfáum dögum. Áætlað er að hægt verði að opna brautina sumarið 2024 ef hægt verður að semja um deili- og skipulagsmál. Brautin verður opin allan ársins hring og einn starfsmaður þar á veturna og tveir á sumrin. Kambagil gerir ráð fyrir því að árlega myndu 35 til 40 þúsund manns renna sér niður brautina. Hér yrði brautin staðsett.
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira