Óttast að illa verði komið fyrir húsvernd með sameiningu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 13:08 Minjastofnun mun heyra undir nýja og stærri stofnun; Náttúruverndar-og minjastofnun. Sviðsstjóra hjá Minjastofnun finnst að stofnunin eigi að heyra undir menningarmálaráðuneytið. Sviðsstjóri hjá Minjastofnun er hræddur um að illa verði komið fyrir húsvernd í landinu ef Minjastofnun verður undirsvið í mun stærri stofnun. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið starfsfólks Minjastofnunar í sameiningarferlinu. Minjavernd eigi miklu frekar heima í ráðuneyti menningarmála. Umhverfisráðherra tilkynnti á dögunum um að ráðist verði í umfangsmikla sameiningu ríkisstofnana en tíu stofnanir sem nú heyra undir ráðuneytið verða að þremur. Minjastofnun er á meðal þeirra stofnana sem breytingin snertir. Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, óttast þessa vegferð stjórnvalda. „Það hefur ekki verið hlustað mikið á okkar sjónarmið. Við höfum verið að leggja áherslu á faglega sérstöðu þessarar greinar sem er allt annars eðlis en aðrar stofnanir sem heyra undir umhverfisráðuneytið. Það má ekki gleyma því að húsvernd og minjavarsla í landinu er hluti af menningararfi þjóðarinnar. Byggingalist og menningararfur heyrir undir menningarmálaráðuneytið og því er í rauninni óskiljanlegt að við skulum vera sett í skúffu með stofnunum sem eru að sinna faglega séð og vísindalega séð allt annars konar verkefnum.“ Pétur segir að ekki hafi verið tekið mið af ábendingum þeirra við undirbúningsvinnu sameiningar. „Það er mikil óvissa í kringum þetta mál allt saman en það er mikið í húfi ef þetta fer á versta veg og þá er ég nú til dæmis að vísa í umræðu síðustu daga um hvernig fór fyrir vottun og gæðaeftirliti í íslenskum byggingaiðnaði þar sem sú stofnun sem annaðist rannsóknir og eftirlit á þeim vettvangi var lögð niður og afleiðingar af því blasa við,“ segir Pétur og bætir við. „Það er búið að vera að vinna að húsverndarmálum í nærri hálfa öld og ná gríðarlegum árangri. Sá málaflokkur hefur hingað til haft ákveðið sjálfstæði og ákveðið vægi í íslenskri menningu. Við óttumst að þetta svið verði bara eitthvað undirsvið í miklu stærri stofnun þar sem öll athygli verður á allt önnur mál. Þá er ég ansi hræddur um að það verði illa komið fyrir húsvernd í landinu og sama á í rauninni við um aðra þætti sem minjastofnun starfar að; það er að segja fornminjarnar.“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti sameiningaráform á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag.Vísir/ArnarHalldórs Pétur segir að starfsfólk Minjastofnunar hafi efasemdir og spurningar sem verði að svara. „Menningarverðmæti þjóðarinnar eru í húfi og við verðum að fá skýr svör frá stjórnvöldum um hvað þau eru að hugsa með þessari vegferð. Það er gott og gilt að sameina stofnanir og hagræða hjá ríkinu – það er enginn hér sem hefur neitt á móti því – en það verður líka að virða faglegt sjálfstæði ólíkra greina og það er líka mikilvægt að stjórnsýsla menningararfsins hafi nægilega mikið sjálfstæði til að geta tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi á því sviði en ef við erum sameinuð og með yfirmann stofnunar úr einhverri allt annarri átt þá náttúrulega missum við það vægi,“ segir Pétur. Fornminjar Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Menning Tengdar fréttir Veðurstofustjóri í skýjunum Tíu stofnanir sem heyra undir umhverfisráðuneytið verða að þremur í umfangsmikilli sameiningu sem umhverfisráðherra boðar. Löngu tímabært að fækka stofnunum segir forstjóri Veðurstofunnar. 1. febrúar 2023 21:45 Tíu stofnanir verða að þremur Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. 1. febrúar 2023 10:51 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Umhverfisráðherra tilkynnti á dögunum um að ráðist verði í umfangsmikla sameiningu ríkisstofnana en tíu stofnanir sem nú heyra undir ráðuneytið verða að þremur. Minjastofnun er á meðal þeirra stofnana sem breytingin snertir. Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, óttast þessa vegferð stjórnvalda. „Það hefur ekki verið hlustað mikið á okkar sjónarmið. Við höfum verið að leggja áherslu á faglega sérstöðu þessarar greinar sem er allt annars eðlis en aðrar stofnanir sem heyra undir umhverfisráðuneytið. Það má ekki gleyma því að húsvernd og minjavarsla í landinu er hluti af menningararfi þjóðarinnar. Byggingalist og menningararfur heyrir undir menningarmálaráðuneytið og því er í rauninni óskiljanlegt að við skulum vera sett í skúffu með stofnunum sem eru að sinna faglega séð og vísindalega séð allt annars konar verkefnum.“ Pétur segir að ekki hafi verið tekið mið af ábendingum þeirra við undirbúningsvinnu sameiningar. „Það er mikil óvissa í kringum þetta mál allt saman en það er mikið í húfi ef þetta fer á versta veg og þá er ég nú til dæmis að vísa í umræðu síðustu daga um hvernig fór fyrir vottun og gæðaeftirliti í íslenskum byggingaiðnaði þar sem sú stofnun sem annaðist rannsóknir og eftirlit á þeim vettvangi var lögð niður og afleiðingar af því blasa við,“ segir Pétur og bætir við. „Það er búið að vera að vinna að húsverndarmálum í nærri hálfa öld og ná gríðarlegum árangri. Sá málaflokkur hefur hingað til haft ákveðið sjálfstæði og ákveðið vægi í íslenskri menningu. Við óttumst að þetta svið verði bara eitthvað undirsvið í miklu stærri stofnun þar sem öll athygli verður á allt önnur mál. Þá er ég ansi hræddur um að það verði illa komið fyrir húsvernd í landinu og sama á í rauninni við um aðra þætti sem minjastofnun starfar að; það er að segja fornminjarnar.“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti sameiningaráform á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag.Vísir/ArnarHalldórs Pétur segir að starfsfólk Minjastofnunar hafi efasemdir og spurningar sem verði að svara. „Menningarverðmæti þjóðarinnar eru í húfi og við verðum að fá skýr svör frá stjórnvöldum um hvað þau eru að hugsa með þessari vegferð. Það er gott og gilt að sameina stofnanir og hagræða hjá ríkinu – það er enginn hér sem hefur neitt á móti því – en það verður líka að virða faglegt sjálfstæði ólíkra greina og það er líka mikilvægt að stjórnsýsla menningararfsins hafi nægilega mikið sjálfstæði til að geta tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi á því sviði en ef við erum sameinuð og með yfirmann stofnunar úr einhverri allt annarri átt þá náttúrulega missum við það vægi,“ segir Pétur.
Fornminjar Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Menning Tengdar fréttir Veðurstofustjóri í skýjunum Tíu stofnanir sem heyra undir umhverfisráðuneytið verða að þremur í umfangsmikilli sameiningu sem umhverfisráðherra boðar. Löngu tímabært að fækka stofnunum segir forstjóri Veðurstofunnar. 1. febrúar 2023 21:45 Tíu stofnanir verða að þremur Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. 1. febrúar 2023 10:51 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Veðurstofustjóri í skýjunum Tíu stofnanir sem heyra undir umhverfisráðuneytið verða að þremur í umfangsmikilli sameiningu sem umhverfisráðherra boðar. Löngu tímabært að fækka stofnunum segir forstjóri Veðurstofunnar. 1. febrúar 2023 21:45
Tíu stofnanir verða að þremur Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. 1. febrúar 2023 10:51