Í algjöru áfalli og skilja ekkert í fyrirhugaðri sölu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2023 11:33 Kristín Jónsdóttir hvetur fólk til að deila færslu sinni á Twitter. Hún er meðal vísindamanna í áfalli yfir fyrirhugaðri sölu. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir vísindamenn og viðbragðsaðila í áfalli vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra um að selja TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. Fram kom í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í gær að rekstri vélarinnar yrði hætt á árinu í hagræðingarskini. Dómsmálaráðuneytið hefði tilkynnt þetta í byrjun vikunnar og söluferli væri fram undan. Ástæðan var sögð þungur rekstur Landhelgisgæslunnar síðustu mánuði sökum gífurlegra olíuverðshækkana, meira umfangs og verri afkomu af þátttöku í Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, en vænst var. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir rekstrarhallann hafa leitt til samtals við ráðuneytið. Fjárveitingar til Gæslunnar voru auknar um sex hundruð milljónir í fjárlögum en það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhallans. „Enginn góður kostur var í stöðunni og það eru okkur sár vonbrigði að neyðast til að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar en hún er sérútbúin eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél og mikilvæg eining í almannavarnakeðju landsins,“ sagði Georg í tilkynningunni í gær. Áhöfn TF-SIFJAR á leið til Sikileyjar árið 2017 til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Frontex. Hann sagði ákvörðunina vera mikla afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar. Vélin sé ein af mikilvægustu einingum viðbragðskeðju stofnunarinnar. „Með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, brást við á Twitter í morgun og kallar eftir því að hætt verði við söluna. TF-SIF hafi skipt miklu máli í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Bárðarbungu. Vísindamenn og viðbragðsaðilar við eldgosum séu í áfalli yfir tíðindunum. Vélin hafi hjálpað til við að greina vísbendingar um möguleg flóð í vændum. Volcano responders and scientists that have experienced eruptions such as Eyjafjallajökull & Bárðarbunga are shocked over the news that @gaeslan intend to sell TF-SIF, a radar equipped airplane which has e.g. provided early outburstflood warnings. #ekkiseljatfsif #dontsellTFSIF— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) February 2, 2023 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tjáði RÚV í morgun að um stórt skref aftur á bak væri að ræða. Hann sagðist ekki skilja að þetta væri að gerast. Magnús segir þyrlur gæslunnar ekki geta sinnt sama hlutverki og flugvélin þegar kemur að viðbragði við náttúruvá eins og stóru öskugosi. „Það má eiginlega líkja þessu við það að lögreglan er í tímabundnum rekstrarerfiðleikum og selur bílana sína til þess að rétta sig af og getur þess vegna ekki farið í útköll nema fótgangandi,“ segir Magnús Tumi við RÚV. Landhelgisgæslan Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í gær að rekstri vélarinnar yrði hætt á árinu í hagræðingarskini. Dómsmálaráðuneytið hefði tilkynnt þetta í byrjun vikunnar og söluferli væri fram undan. Ástæðan var sögð þungur rekstur Landhelgisgæslunnar síðustu mánuði sökum gífurlegra olíuverðshækkana, meira umfangs og verri afkomu af þátttöku í Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, en vænst var. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir rekstrarhallann hafa leitt til samtals við ráðuneytið. Fjárveitingar til Gæslunnar voru auknar um sex hundruð milljónir í fjárlögum en það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhallans. „Enginn góður kostur var í stöðunni og það eru okkur sár vonbrigði að neyðast til að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar en hún er sérútbúin eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél og mikilvæg eining í almannavarnakeðju landsins,“ sagði Georg í tilkynningunni í gær. Áhöfn TF-SIFJAR á leið til Sikileyjar árið 2017 til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Frontex. Hann sagði ákvörðunina vera mikla afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar. Vélin sé ein af mikilvægustu einingum viðbragðskeðju stofnunarinnar. „Með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, brást við á Twitter í morgun og kallar eftir því að hætt verði við söluna. TF-SIF hafi skipt miklu máli í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Bárðarbungu. Vísindamenn og viðbragðsaðilar við eldgosum séu í áfalli yfir tíðindunum. Vélin hafi hjálpað til við að greina vísbendingar um möguleg flóð í vændum. Volcano responders and scientists that have experienced eruptions such as Eyjafjallajökull & Bárðarbunga are shocked over the news that @gaeslan intend to sell TF-SIF, a radar equipped airplane which has e.g. provided early outburstflood warnings. #ekkiseljatfsif #dontsellTFSIF— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) February 2, 2023 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tjáði RÚV í morgun að um stórt skref aftur á bak væri að ræða. Hann sagðist ekki skilja að þetta væri að gerast. Magnús segir þyrlur gæslunnar ekki geta sinnt sama hlutverki og flugvélin þegar kemur að viðbragði við náttúruvá eins og stóru öskugosi. „Það má eiginlega líkja þessu við það að lögreglan er í tímabundnum rekstrarerfiðleikum og selur bílana sína til þess að rétta sig af og getur þess vegna ekki farið í útköll nema fótgangandi,“ segir Magnús Tumi við RÚV.
Landhelgisgæslan Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira