Pólitískur rétttrúnaður og aðför að málfrelsinu mjög hættuleg þróun Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2023 08:55 Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður hóf störf á Morgunblaðinu í dag og lýsir því þar með sé hún komin heim. Það er, eftir um átta ára ferðalag á önnur mið; hún starfaði á Fréttablaðinu 2014-2022. Nú stendur til að taka þátt í umræðunni og halda borgaralegum gildum á lofti. „Ég hef verið í fjölmiðlum í 25-30 ár og ég hef alltaf sagt við fólk, að þetta er hringekja. Ég hef verið á mörgum stöðum og alltaf þekkir maður einhvern. Hér kom ég um daginn til að ræða við Davíð og Harald [tvo ritstjóra blaðsins] og ég þekkti svo að segja alla starfsmennina. Þá er það bara eins og þú sért að koma heim,“ segir Kolbrún um ljúfar viðtökur á sínum gamla og nú aftur nýja vinnustað. Rætt er við Kolbrúnu og tekið hús á Morgunblaðinu í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er farið um víðan völl - viðtalið hefst á þriðju mínútu. Kolbrún Bergþórsdóttir er einn reynslumesti starfandi blaðamaður landsins. Hún er nú komin aftur á Morgunblaðið eftir átta ára viðdvöl á öðrum vettvangi.Vísir/Einar „Ég er borgaraleg“ Kolbrún verður mest í menningu og í skrifum fyrir sunnudagsútgáfu blaðsins, en henni skilst einnig að hún fái tækifæri til að skrifa áfram skoðanagreinar, eins og hún gerði í Fréttablaðið þar til fyrir skemmstu. „Það er svo margt sem hægt er að skoða og gagnrýna,“ segir Kolbrún, sem hefur almennt verið talin í íhaldssamari kantinum í blaðamannastétt. „Ég er borgaraleg. Ég til dæmis styð þjóðkirkjuna. Ég er trúuð, sem kemur mörgum á óvart. Og svo er ég óskaplegur andstæðingur pólitísks rétttrúnaðar, sem mér finnst vera stórhættulegur.“ Ýmsa aðra þróun segir Kolbrún einnig varhugaverða, til dæmis sé sótt að málfrelsinu og einnig séu blikur á lofti í málefnum réttarfarsins. „Ég er mjög hugsi yfir þeirri þróun að ásökun jafngildi sekt. Að það sé hægt að ásaka fólk um eitthvað og það missi vinnuna. Þá þýðir voða lítið fyrir viðkomandi að segja: ‘Heyrðu, atburðarásin var ekki svona.’ eða að segja: ‘Þetta er ekki rétt, ég er saklaus.’ — Það er hlegið. Það er sagt: ‘Sko, burt með þig. Þú skalt ekki láta sjá þig.’ Þetta er mjög hættuleg þróun. Við höldum nefnilega að við séum svo ósköp umbyrðarlynd og víðsýn. En við erum grimmlynd og refsiglöð,“ segir Kolbrún. Hvað bókmenntagagnrýni snertir fullyrðir Kolbrún að stjörnugjöf í bókmenntadómum sé í hæstu hæðum; að þar sé verðbólgan mikil. Hún heitir því að gefa eina eða tvær stjörnur þegar það á við, rétt eins og fjórar eða fimm þegar það á við. Annað sem rætt er við Kolbrúnu er afstaðan til Evrópusambandsins, sem hún segir hafa breyst eilítið á allra síðustu árum. Fjölmiðlar Menning Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund Sjá meira
„Ég hef verið í fjölmiðlum í 25-30 ár og ég hef alltaf sagt við fólk, að þetta er hringekja. Ég hef verið á mörgum stöðum og alltaf þekkir maður einhvern. Hér kom ég um daginn til að ræða við Davíð og Harald [tvo ritstjóra blaðsins] og ég þekkti svo að segja alla starfsmennina. Þá er það bara eins og þú sért að koma heim,“ segir Kolbrún um ljúfar viðtökur á sínum gamla og nú aftur nýja vinnustað. Rætt er við Kolbrúnu og tekið hús á Morgunblaðinu í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er farið um víðan völl - viðtalið hefst á þriðju mínútu. Kolbrún Bergþórsdóttir er einn reynslumesti starfandi blaðamaður landsins. Hún er nú komin aftur á Morgunblaðið eftir átta ára viðdvöl á öðrum vettvangi.Vísir/Einar „Ég er borgaraleg“ Kolbrún verður mest í menningu og í skrifum fyrir sunnudagsútgáfu blaðsins, en henni skilst einnig að hún fái tækifæri til að skrifa áfram skoðanagreinar, eins og hún gerði í Fréttablaðið þar til fyrir skemmstu. „Það er svo margt sem hægt er að skoða og gagnrýna,“ segir Kolbrún, sem hefur almennt verið talin í íhaldssamari kantinum í blaðamannastétt. „Ég er borgaraleg. Ég til dæmis styð þjóðkirkjuna. Ég er trúuð, sem kemur mörgum á óvart. Og svo er ég óskaplegur andstæðingur pólitísks rétttrúnaðar, sem mér finnst vera stórhættulegur.“ Ýmsa aðra þróun segir Kolbrún einnig varhugaverða, til dæmis sé sótt að málfrelsinu og einnig séu blikur á lofti í málefnum réttarfarsins. „Ég er mjög hugsi yfir þeirri þróun að ásökun jafngildi sekt. Að það sé hægt að ásaka fólk um eitthvað og það missi vinnuna. Þá þýðir voða lítið fyrir viðkomandi að segja: ‘Heyrðu, atburðarásin var ekki svona.’ eða að segja: ‘Þetta er ekki rétt, ég er saklaus.’ — Það er hlegið. Það er sagt: ‘Sko, burt með þig. Þú skalt ekki láta sjá þig.’ Þetta er mjög hættuleg þróun. Við höldum nefnilega að við séum svo ósköp umbyrðarlynd og víðsýn. En við erum grimmlynd og refsiglöð,“ segir Kolbrún. Hvað bókmenntagagnrýni snertir fullyrðir Kolbrún að stjörnugjöf í bókmenntadómum sé í hæstu hæðum; að þar sé verðbólgan mikil. Hún heitir því að gefa eina eða tvær stjörnur þegar það á við, rétt eins og fjórar eða fimm þegar það á við. Annað sem rætt er við Kolbrúnu er afstaðan til Evrópusambandsins, sem hún segir hafa breyst eilítið á allra síðustu árum.
Fjölmiðlar Menning Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum