„Ég held að sjónvarpsúrslitin verði rosaleg í ár“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 10:31 Fjórtánda árið í röð fer fram alþjóðlegt keilumót á Reykavíkurleikunum. Twitter/@BowlingIceland Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í keilu segist vera mjög spenntur fyrir tveimur ungum sænsku keilumönnum sem eru framtíðarlandsliðsmenn Svía og líklegir til að komast langt í framtíðinni. Strákarnir eru meðal keppenda á keilumóti Reykjavíkurleikanna og keppa þar við fyrrum heimsmeistara í íþróttinni og keppanda á bandarísku atvinnumótaröð kvenna. Þar er von á alvöru keppni. Mikil spenna er í loftinu innan íslenska keilusamfélagsins á Íslandi því í kvöld fara fram úrslitin í hinu árlega keilumóti á Reykjavíkurleikunum. Að venju eru flottir erlendir keppendur meðal keppenda. Riðlakeppnin hefur staðið síðustu daga og nú er komið að sjálfri úrslitakeppninni. Hápunktur hennar er síðan þegar fjórir standa eftir en keppni þeirra verður sýnd beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Vísir heyrði í Herði Inga Jóhannssyni, mótsstjóra og einum helsta keiluþjálfara landsins. Hörður Ingi þekkir RIG mótið vel enda verið aðalmaðurinn á bak við það í mörg ár. „Það eru 25 erlendir keilarar sem eru spila á mótinu í ár og þar á meðal er ein ensk atvinnukona sem spilar í Bandaríkjunum. Þetta er mjög sterkt mót,“ sagði Hörður Ingi. Enska atvinnukonan heitir Verity Crawley og er hún að koma hingað í annað skiptið. Verity er keppandi á bandarísku atvinnumótaröð kvenna PWBA, ein allra besta enska keilukonan í dag og fastagestur í landsliði þeirra. Áfjáð í að koma aftur „Hún kom hérna í fyrra og við buðum henni í fyrra af því að okkur vantaði einhvern frægan. Hún var áfjáð í að koma aftur,“ sagði Hörður Ingi. „Hér er líka Dani sem er fyrrverandi heimsmeistari og Svíi sem hefur líka unnið heimsmeistaratitla,“ sagði Hörður Ingi og er þar meðal annars að tala um Jesper Agerbo frá Danmörku sem hefur oft keppt á RIG og vann mótið 2018. Jesper er landsliðsmaður Dana og hefur meðal annars unnið einstaklingskeppni á bæði Evrópu- og heimsmeistaramótum. Hörð keppni en alltaf stutt í gleðina.KLÍ - Keilusamband Íslands Banka á dyrnar í sænska landsliðinu „Hér eru líka sterkir ungir sænskir spilarar sem eru að banka á dyrnar í sænska landsliðinu en þeir fengu þetta verkefni að koma hingað og spila. Það er búið að vera Covid í tvö og þá detta þeir sem eru ekki alveg fastir í liðinu út. Sænska keilusambandið finnur verkefni fyrir þá af því að þeir hafi ekki spilað nóg. Þetta mjög sniðugt kerfi hjá þeim,“ sagði Hörður Ingi. „Þeir koma hingað með þjálfara sínum Robert Anderson sem er reyndar búinn að spila í öllum RIG-mótunum sjálfur. Hann þekkir þetta vel og reyndar tengdasonur minn og þekkir þetta því enn betur. Hann á tvo heimsmeistaratitla og fullt af liðatitlum. Hann var einn af þeim fimm bestu í Evrópu þegar hann spilaði,“ sagði Hörður. Landsliðsþjálfarinn meðal keppenda Svíinn Mattis Möller er líka meðal keppenda en hann er landsliðsþjálfari Íslands í keilu. „Robert Anderson var landsliðsþjálfari en Mattis Möller er tekinn við núna. Að sjálfsögðu er auka pressa á honum því það fylgjast allir með honum. Hann hefur yfirleitt staðið sig vel og er einn af þeim sem hefur komið á hvert einasta RIG-mót,“ sagði Hörður. Eftir riðlakeppnina byrja þá fá þeir átta efstu farseðil inn í þriðju umferð úrslitakeppninnar. Þeir verða því aldrei slegnir út fyrr en í fyrsta lagi í sextán manna úrslitum. Miðað við spilamennskuna fyrri hluta móts þá þarf mjög gott skor til að ná einu af átta efstu sætunum. Fyrirkomulag sem er sett upp fyrir sjónvarp „Í topp fjórum sem verður sjónvarpsútsendingin þá byrja fjórir að taka einn leik og lægsti maður dettur svo út. Þar er rosalega pressa á þeim enda er þetta fyrirkomulag sett upp fyrir sjónvarp. Í næsta leik á eftir þá eru bara þrír sem spila og lægsti maður dettur út. Þá endum við á tveggja manna einvígi og sigurvegarinn þar verður RIG meistari,“ sagði Hörður. „Þetta er gríðarlega vinsælt og íslenskir keilarar eru mjög duglegir að spila í þessu móti vitandi fyrir víst að þeir eiga kannski ekki möguleika. Það er svo gaman að spila af því að það eru svo margir að spila. Þetta er svo stórt um sig,“ sagði Hörður sem talar um þetta fyrirkomulag sem ólíkindatól. Ýmislegt óvænt getur gerst „Það er bara einn á móti einum. Þetta snýst um formið þitt. Þú getur verið sá besti í heimi en þú getur tapað tveimur leikjum og þá ertu bara farinn heim. Útsláttarkeppnin er skemmtilega að því leytinu til að þar gerist ýmislegt óvænt,“ sagði Hörður. Þeir sem hafa náð betri árangri í riðlakeppninni eiga ekkert öruggt sæti þegar komið er inn í úrslitakeppnina. Spáir öðrum þeirra sigri „Ég held að sjónvarpsúrslitin verði rosaleg í ár því við erum með svo ógeðslega sterka spilara. Við erum með tvo unga sænska og það er bara spurning um hvenær þeir fara í sænska landsliðið. Sænska landsliðið er svo ógeðslega sterkt að það er erfitt að komast í liðið,“ sagði Hörður. „Ég er búinn að spá öðrum af þeim sem sigurvegara mótsins. Ég spái Oliver Dahlgren sem sigurvegar því mér finnst þetta vera alveg rosalegur spilari,“ sagði Hörður. „Ef að það er til bæn þá ligg ég á bæn að það verði alla vega ein kona í lokaúrslitunum. Það er skemmtilegra. Eitt árið voru þrjár atvinnukonur frá Bandaríkjunum og einn Íslendingur og hann vann mótið. Það var Hafþór Harðarson sem er góður og spilaði sína bestu keilu,“ sagði Hörður. „Það gerist allt í þessu og þess vegna er svo gaman að þetta skuli ð enda á fjórum í úrslitum sem fólk átti kannski ekkert von á,“ sagði Hörður. Útsending Stöð 2 Sport frá keilumóti Reykjavíkurleikanna hefst klukkan 19.15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Keila Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira
Mikil spenna er í loftinu innan íslenska keilusamfélagsins á Íslandi því í kvöld fara fram úrslitin í hinu árlega keilumóti á Reykjavíkurleikunum. Að venju eru flottir erlendir keppendur meðal keppenda. Riðlakeppnin hefur staðið síðustu daga og nú er komið að sjálfri úrslitakeppninni. Hápunktur hennar er síðan þegar fjórir standa eftir en keppni þeirra verður sýnd beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Vísir heyrði í Herði Inga Jóhannssyni, mótsstjóra og einum helsta keiluþjálfara landsins. Hörður Ingi þekkir RIG mótið vel enda verið aðalmaðurinn á bak við það í mörg ár. „Það eru 25 erlendir keilarar sem eru spila á mótinu í ár og þar á meðal er ein ensk atvinnukona sem spilar í Bandaríkjunum. Þetta er mjög sterkt mót,“ sagði Hörður Ingi. Enska atvinnukonan heitir Verity Crawley og er hún að koma hingað í annað skiptið. Verity er keppandi á bandarísku atvinnumótaröð kvenna PWBA, ein allra besta enska keilukonan í dag og fastagestur í landsliði þeirra. Áfjáð í að koma aftur „Hún kom hérna í fyrra og við buðum henni í fyrra af því að okkur vantaði einhvern frægan. Hún var áfjáð í að koma aftur,“ sagði Hörður Ingi. „Hér er líka Dani sem er fyrrverandi heimsmeistari og Svíi sem hefur líka unnið heimsmeistaratitla,“ sagði Hörður Ingi og er þar meðal annars að tala um Jesper Agerbo frá Danmörku sem hefur oft keppt á RIG og vann mótið 2018. Jesper er landsliðsmaður Dana og hefur meðal annars unnið einstaklingskeppni á bæði Evrópu- og heimsmeistaramótum. Hörð keppni en alltaf stutt í gleðina.KLÍ - Keilusamband Íslands Banka á dyrnar í sænska landsliðinu „Hér eru líka sterkir ungir sænskir spilarar sem eru að banka á dyrnar í sænska landsliðinu en þeir fengu þetta verkefni að koma hingað og spila. Það er búið að vera Covid í tvö og þá detta þeir sem eru ekki alveg fastir í liðinu út. Sænska keilusambandið finnur verkefni fyrir þá af því að þeir hafi ekki spilað nóg. Þetta mjög sniðugt kerfi hjá þeim,“ sagði Hörður Ingi. „Þeir koma hingað með þjálfara sínum Robert Anderson sem er reyndar búinn að spila í öllum RIG-mótunum sjálfur. Hann þekkir þetta vel og reyndar tengdasonur minn og þekkir þetta því enn betur. Hann á tvo heimsmeistaratitla og fullt af liðatitlum. Hann var einn af þeim fimm bestu í Evrópu þegar hann spilaði,“ sagði Hörður. Landsliðsþjálfarinn meðal keppenda Svíinn Mattis Möller er líka meðal keppenda en hann er landsliðsþjálfari Íslands í keilu. „Robert Anderson var landsliðsþjálfari en Mattis Möller er tekinn við núna. Að sjálfsögðu er auka pressa á honum því það fylgjast allir með honum. Hann hefur yfirleitt staðið sig vel og er einn af þeim sem hefur komið á hvert einasta RIG-mót,“ sagði Hörður. Eftir riðlakeppnina byrja þá fá þeir átta efstu farseðil inn í þriðju umferð úrslitakeppninnar. Þeir verða því aldrei slegnir út fyrr en í fyrsta lagi í sextán manna úrslitum. Miðað við spilamennskuna fyrri hluta móts þá þarf mjög gott skor til að ná einu af átta efstu sætunum. Fyrirkomulag sem er sett upp fyrir sjónvarp „Í topp fjórum sem verður sjónvarpsútsendingin þá byrja fjórir að taka einn leik og lægsti maður dettur svo út. Þar er rosalega pressa á þeim enda er þetta fyrirkomulag sett upp fyrir sjónvarp. Í næsta leik á eftir þá eru bara þrír sem spila og lægsti maður dettur út. Þá endum við á tveggja manna einvígi og sigurvegarinn þar verður RIG meistari,“ sagði Hörður. „Þetta er gríðarlega vinsælt og íslenskir keilarar eru mjög duglegir að spila í þessu móti vitandi fyrir víst að þeir eiga kannski ekki möguleika. Það er svo gaman að spila af því að það eru svo margir að spila. Þetta er svo stórt um sig,“ sagði Hörður sem talar um þetta fyrirkomulag sem ólíkindatól. Ýmislegt óvænt getur gerst „Það er bara einn á móti einum. Þetta snýst um formið þitt. Þú getur verið sá besti í heimi en þú getur tapað tveimur leikjum og þá ertu bara farinn heim. Útsláttarkeppnin er skemmtilega að því leytinu til að þar gerist ýmislegt óvænt,“ sagði Hörður. Þeir sem hafa náð betri árangri í riðlakeppninni eiga ekkert öruggt sæti þegar komið er inn í úrslitakeppnina. Spáir öðrum þeirra sigri „Ég held að sjónvarpsúrslitin verði rosaleg í ár því við erum með svo ógeðslega sterka spilara. Við erum með tvo unga sænska og það er bara spurning um hvenær þeir fara í sænska landsliðið. Sænska landsliðið er svo ógeðslega sterkt að það er erfitt að komast í liðið,“ sagði Hörður. „Ég er búinn að spá öðrum af þeim sem sigurvegara mótsins. Ég spái Oliver Dahlgren sem sigurvegar því mér finnst þetta vera alveg rosalegur spilari,“ sagði Hörður. „Ef að það er til bæn þá ligg ég á bæn að það verði alla vega ein kona í lokaúrslitunum. Það er skemmtilegra. Eitt árið voru þrjár atvinnukonur frá Bandaríkjunum og einn Íslendingur og hann vann mótið. Það var Hafþór Harðarson sem er góður og spilaði sína bestu keilu,“ sagði Hörður. „Það gerist allt í þessu og þess vegna er svo gaman að þetta skuli ð enda á fjórum í úrslitum sem fólk átti kannski ekkert von á,“ sagði Hörður. Útsending Stöð 2 Sport frá keilumóti Reykjavíkurleikanna hefst klukkan 19.15 í kvöld á Stöð 2 Sport.
Keila Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira