Stígamót alfarið á móti því að afnema klámbann Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. janúar 2023 19:35 Í umsögn Stígamóta kemur fram að viðhorf til kynlífs hafi breyst á síðustu 150 árum í átt að auknu kynfrelsi, þá sérstaklega kvenna. Klám sé hins vegar ógn við kynfrelsi allra. Vísir/Daníel Stígamót taka undir það að kominn sé tími til að endurskoða löggjöfina um klám enda nær hún illa utan um þann stafræna veruleika sem við búum við í dag. Samtökin eru hinsvegar alfarið á móti því að bann við klámi verði afnumið. Heldur þurfi að horfast í augu við það að klám er í raun stór ógn við lýðheilsu og jafnrétti og grípa til viðeigandi aðgerða. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarp um breytingu laga er varða bann við klámi á Íslandi. Björn Leví Gunnarsson og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmenn Pírata lögðu fram frumvarpið í september síðastliðnum en þingmennirnir vilja að refsiheimild vegna birtingar þess, innflutnings, sölu útbýtingar eða annars konar dreifingar verði felld út. Skylda samfélagsins að vernda börn Í fyrrnefndri umsögn Stígamóta frá því í desember síðastliðnum kemur fram að viðhorf til kynlífs hafi breyst á síðustu 150 árum í átt að auknu kynfrelsi, þá sérstaklega kvenna. Klám sé hins vegar ógn við kynfrelsi allra. „Svo mikið er til af klámi á netinu að einföldustu leitarorð geta kallað fram klámsenur. Börn leita ekki aðeins að klámi heldur leitar klámið börnin uppi og poppar upp á ólíklegustu stöðum. Sumt klám er jafnvel sett fram í formi teiknimynda, tölvuleikja eða annars efnis sem lítur út fyrir að vera fyrir börn.“ Þá kemur fram að rannsóknir sýni að því yngri sem börn eru við fyrsta klámáhorf, því meiri líkur séu á vanlíðan þeirra. „Börn eru sjaldnast búin undir sín fyrstu kynni af klámi. Klámefni sem ungt barn hrasar um getur því verið ógnvekjandi og ruglingslegt. Þau sem leita klámið uppi í von um að sjá nakta líkama og kynlíf, geta hæglega lent á grófu ofbeldi í staðinn. Það er skylda okkar sem samfélags að vernda börn gegn þessari ógn með öllum tiltækum ráðum.“ Stígamót benda á að klámáhorf, þegar um er að ræða ofbeldisfullt klámefni getur valdið tvíþættum vanda. „Í fyrsta lagi verður þetta til þess að neytendur kláms ánetjast klámáhorfi en lítið hefur verið rætt um og brugðist við þeim vanda hér á landi. Í öðru lagi verður þetta til þess að neytendur kláms örvast ekki við „venjulegt" kynlíf með annarri manneskju þar sem heili þeirra hefur verið þjálfaður til að svara annarri kynörvun.“ Telja mikilvægt að kynlífsverkafólk fái vernd í lögum Fram kemur að á Stígamótum megi glögglega sjá áhrif kláms í viðtölum við brotaþola kynferðisofbeldis. „Mjög gjarnan heyrum við frá ungum brotaþolum lýsingar á kynferðisofbeldi sem hefði allt getað verið sena af einhverri meginstraums klámveitunni á netinu. Öll eigum við skilið að nálgast kynlíf á jákvæðan, skemmtilegan og öruggan hátt á okkar eigin forsendum. Klámframleiðendur eiga ekki að hafa það vald að kenna okkur eða börnunum okkar til hvers er ætlast af okkur sem kynverur.“ Þá benda Stígamót á að einstaklingar sem leita til samtakanna vegna starfa í klám- og vændisiðnaðinum séu að fást við alvarlegustu afleiðingar kynferðisofbeldis á borð við sjálfsvígshugsanir, sjálfskaða og áfallastreitu. Fram kemur í umsögninni að með internetinu verði skilin á milli kláms og vændis enn óljósari og nú séu ýmsar veitur þar sem fólk getur boðið kynferðislegt efni í skiptum fyrir greiðslu til einstaklinga. Umræðan um þessar veitur skaust upp á yfirborðið í fyrra með tilkomu OnlyFans og nefna flutningsmenn frumvarpsins það sérstaklega í greinargerð sinni. „Stígamót eru sammála því að núverandi löggjöf er ekki heppileg vegna þess að þau sem selja efni í gegnum miðilinn eru í raun að brjóta lög. Við leggjum til að skoðað verði hvort núverandi vændislöggjöf geti náð utan um þennan hóp eða að hún verði útvíkkuð til að ná utan um stafrænt vændi. Það er mikilvægt að fólk sem selur kynlíf/vændi/klám fái vernd í lögum enda er það fólk sem yfirleitt er í þröngri stöðu og gerir þetta gjarnan í neyð - hvort sem það er vegna fátæktar, vímuefnafíknar eða áfallasögu svo eitthvað sé nefnt. Eins og við höfum lært í viðtölum við þolendur sem leitað hafa á Stígamót vegna stafræns vændis þá eru valdahlutföllin þar þau sömu og í hefðbundnu vændi þrátt fyrir að kaupandi og seljandi hittist ekki í persónu. Kaupandinn er eftir sem áður með peningana og völdin og seljandinn í erfiðri stöðu til að setja mörk og standa við þau. Þá er alveg ljóst að sala á svona efni er oft undanfari hefðbundins vændis eins og systursamtök okkar í Svíþjóð sýndu fram á í nýlegri rannsókn. Það væri eðlilegt að banna kaup á klámi og stafrænu vændi á sama hátt og íslensk lög banna kaup á vændi.“ Alvarlegur vandi Samtökin telja lítið hafa verið gert til að stemma stigu við klámáhorfi og styðja foreldra til að auka öryggi barna sinna sem og að taka samtalið við þau. Þá hafi kennarar fengið litla þjálfun eða rými til að kenna nemendum sínum um þessa ógn sem að þeim steðjar og bjóða jákvætt mótvægi.Taka þurfi alvarlega á þessum vanda og grípa til aðgerða sem ýta undir kynfrelsi, jafnrétti og velferð barna, unglinga og fullorðinna. Áframhaldandi skilnings- og skeytingarleysi á áhrifum kláms muni verða til þess að fleiri einstaklingar munu skaða sig og aðra með klámáhorfi. „Þetta er það sem Alþingi ætti að vera ræða en ekki hvort lyfta eigi öllum refsiákvæðum af klámi. Stígamót kalla eftir því að sett verði fjármagn í að rannsaka betur áhrif kláms á íslensk ungmenni og í þróun námsefnis um klám. Þá ítreka Stígamót þá afstöðu sína að kynjafræði sem inniheldur fræðslu um kynlíf, klám, ofbeldi og samskipti verði hluti af aðalnámskrá og þannig verði öllum börnum á Íslandi tryggð þessi nauðsynlega menntun.“ Klám Kynlíf Alþingi Píratar OnlyFans Tengdar fréttir „Klám er ekki neikvætt fyrirbæri í eðli sínu“ Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt. 5. janúar 2023 07:01 Hvetja stjórnvöld til að hafna frumvarpi um afnám banns við klámi Kvenréttindafélag Íslands er ósammála því að öll refsiheimild er tengist klámi verði afnumin og hvetur stjórnvöld því til þess að hafna nýlegu frumvarpi. Félagið hvetur stjórnvöld til þess að hafna þessu frumvarpi og setja fjármagn bæði í rannsóknir og greiningarvinnu á klámi, sem og til þess að styðja við þolendur klámiðnaðarins. 7. desember 2022 22:42 Vilja afnema bann við klámi Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp um breytingu laga er varða bann við klámi á Íslandi. Þingmennirnir vilja að refsiheimild vegna birtingar þess, innflutnings, sölu útbýtingar eða annars konar dreifingar verði felld út. 15. september 2022 14:05 Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt. 22. nóvember 2021 23:01 OnlyFans dregur í land: Klámið áfram leyft Breska vefþjónustan OnlyFans, sem hefur verið hvað þekktust fyrir að miðla klámi, hefur hætt við áform um að banna klám. Fyrr í mánuðinum tilkynnti þjónustan að klámfengið efni yrði bannað á miðlum hennar, þó nekt yrði áfram leyfð. 25. ágúst 2021 14:03 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarp um breytingu laga er varða bann við klámi á Íslandi. Björn Leví Gunnarsson og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmenn Pírata lögðu fram frumvarpið í september síðastliðnum en þingmennirnir vilja að refsiheimild vegna birtingar þess, innflutnings, sölu útbýtingar eða annars konar dreifingar verði felld út. Skylda samfélagsins að vernda börn Í fyrrnefndri umsögn Stígamóta frá því í desember síðastliðnum kemur fram að viðhorf til kynlífs hafi breyst á síðustu 150 árum í átt að auknu kynfrelsi, þá sérstaklega kvenna. Klám sé hins vegar ógn við kynfrelsi allra. „Svo mikið er til af klámi á netinu að einföldustu leitarorð geta kallað fram klámsenur. Börn leita ekki aðeins að klámi heldur leitar klámið börnin uppi og poppar upp á ólíklegustu stöðum. Sumt klám er jafnvel sett fram í formi teiknimynda, tölvuleikja eða annars efnis sem lítur út fyrir að vera fyrir börn.“ Þá kemur fram að rannsóknir sýni að því yngri sem börn eru við fyrsta klámáhorf, því meiri líkur séu á vanlíðan þeirra. „Börn eru sjaldnast búin undir sín fyrstu kynni af klámi. Klámefni sem ungt barn hrasar um getur því verið ógnvekjandi og ruglingslegt. Þau sem leita klámið uppi í von um að sjá nakta líkama og kynlíf, geta hæglega lent á grófu ofbeldi í staðinn. Það er skylda okkar sem samfélags að vernda börn gegn þessari ógn með öllum tiltækum ráðum.“ Stígamót benda á að klámáhorf, þegar um er að ræða ofbeldisfullt klámefni getur valdið tvíþættum vanda. „Í fyrsta lagi verður þetta til þess að neytendur kláms ánetjast klámáhorfi en lítið hefur verið rætt um og brugðist við þeim vanda hér á landi. Í öðru lagi verður þetta til þess að neytendur kláms örvast ekki við „venjulegt" kynlíf með annarri manneskju þar sem heili þeirra hefur verið þjálfaður til að svara annarri kynörvun.“ Telja mikilvægt að kynlífsverkafólk fái vernd í lögum Fram kemur að á Stígamótum megi glögglega sjá áhrif kláms í viðtölum við brotaþola kynferðisofbeldis. „Mjög gjarnan heyrum við frá ungum brotaþolum lýsingar á kynferðisofbeldi sem hefði allt getað verið sena af einhverri meginstraums klámveitunni á netinu. Öll eigum við skilið að nálgast kynlíf á jákvæðan, skemmtilegan og öruggan hátt á okkar eigin forsendum. Klámframleiðendur eiga ekki að hafa það vald að kenna okkur eða börnunum okkar til hvers er ætlast af okkur sem kynverur.“ Þá benda Stígamót á að einstaklingar sem leita til samtakanna vegna starfa í klám- og vændisiðnaðinum séu að fást við alvarlegustu afleiðingar kynferðisofbeldis á borð við sjálfsvígshugsanir, sjálfskaða og áfallastreitu. Fram kemur í umsögninni að með internetinu verði skilin á milli kláms og vændis enn óljósari og nú séu ýmsar veitur þar sem fólk getur boðið kynferðislegt efni í skiptum fyrir greiðslu til einstaklinga. Umræðan um þessar veitur skaust upp á yfirborðið í fyrra með tilkomu OnlyFans og nefna flutningsmenn frumvarpsins það sérstaklega í greinargerð sinni. „Stígamót eru sammála því að núverandi löggjöf er ekki heppileg vegna þess að þau sem selja efni í gegnum miðilinn eru í raun að brjóta lög. Við leggjum til að skoðað verði hvort núverandi vændislöggjöf geti náð utan um þennan hóp eða að hún verði útvíkkuð til að ná utan um stafrænt vændi. Það er mikilvægt að fólk sem selur kynlíf/vændi/klám fái vernd í lögum enda er það fólk sem yfirleitt er í þröngri stöðu og gerir þetta gjarnan í neyð - hvort sem það er vegna fátæktar, vímuefnafíknar eða áfallasögu svo eitthvað sé nefnt. Eins og við höfum lært í viðtölum við þolendur sem leitað hafa á Stígamót vegna stafræns vændis þá eru valdahlutföllin þar þau sömu og í hefðbundnu vændi þrátt fyrir að kaupandi og seljandi hittist ekki í persónu. Kaupandinn er eftir sem áður með peningana og völdin og seljandinn í erfiðri stöðu til að setja mörk og standa við þau. Þá er alveg ljóst að sala á svona efni er oft undanfari hefðbundins vændis eins og systursamtök okkar í Svíþjóð sýndu fram á í nýlegri rannsókn. Það væri eðlilegt að banna kaup á klámi og stafrænu vændi á sama hátt og íslensk lög banna kaup á vændi.“ Alvarlegur vandi Samtökin telja lítið hafa verið gert til að stemma stigu við klámáhorfi og styðja foreldra til að auka öryggi barna sinna sem og að taka samtalið við þau. Þá hafi kennarar fengið litla þjálfun eða rými til að kenna nemendum sínum um þessa ógn sem að þeim steðjar og bjóða jákvætt mótvægi.Taka þurfi alvarlega á þessum vanda og grípa til aðgerða sem ýta undir kynfrelsi, jafnrétti og velferð barna, unglinga og fullorðinna. Áframhaldandi skilnings- og skeytingarleysi á áhrifum kláms muni verða til þess að fleiri einstaklingar munu skaða sig og aðra með klámáhorfi. „Þetta er það sem Alþingi ætti að vera ræða en ekki hvort lyfta eigi öllum refsiákvæðum af klámi. Stígamót kalla eftir því að sett verði fjármagn í að rannsaka betur áhrif kláms á íslensk ungmenni og í þróun námsefnis um klám. Þá ítreka Stígamót þá afstöðu sína að kynjafræði sem inniheldur fræðslu um kynlíf, klám, ofbeldi og samskipti verði hluti af aðalnámskrá og þannig verði öllum börnum á Íslandi tryggð þessi nauðsynlega menntun.“
Klám Kynlíf Alþingi Píratar OnlyFans Tengdar fréttir „Klám er ekki neikvætt fyrirbæri í eðli sínu“ Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt. 5. janúar 2023 07:01 Hvetja stjórnvöld til að hafna frumvarpi um afnám banns við klámi Kvenréttindafélag Íslands er ósammála því að öll refsiheimild er tengist klámi verði afnumin og hvetur stjórnvöld því til þess að hafna nýlegu frumvarpi. Félagið hvetur stjórnvöld til þess að hafna þessu frumvarpi og setja fjármagn bæði í rannsóknir og greiningarvinnu á klámi, sem og til þess að styðja við þolendur klámiðnaðarins. 7. desember 2022 22:42 Vilja afnema bann við klámi Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp um breytingu laga er varða bann við klámi á Íslandi. Þingmennirnir vilja að refsiheimild vegna birtingar þess, innflutnings, sölu útbýtingar eða annars konar dreifingar verði felld út. 15. september 2022 14:05 Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt. 22. nóvember 2021 23:01 OnlyFans dregur í land: Klámið áfram leyft Breska vefþjónustan OnlyFans, sem hefur verið hvað þekktust fyrir að miðla klámi, hefur hætt við áform um að banna klám. Fyrr í mánuðinum tilkynnti þjónustan að klámfengið efni yrði bannað á miðlum hennar, þó nekt yrði áfram leyfð. 25. ágúst 2021 14:03 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Klám er ekki neikvætt fyrirbæri í eðli sínu“ Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt. 5. janúar 2023 07:01
Hvetja stjórnvöld til að hafna frumvarpi um afnám banns við klámi Kvenréttindafélag Íslands er ósammála því að öll refsiheimild er tengist klámi verði afnumin og hvetur stjórnvöld því til þess að hafna nýlegu frumvarpi. Félagið hvetur stjórnvöld til þess að hafna þessu frumvarpi og setja fjármagn bæði í rannsóknir og greiningarvinnu á klámi, sem og til þess að styðja við þolendur klámiðnaðarins. 7. desember 2022 22:42
Vilja afnema bann við klámi Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp um breytingu laga er varða bann við klámi á Íslandi. Þingmennirnir vilja að refsiheimild vegna birtingar þess, innflutnings, sölu útbýtingar eða annars konar dreifingar verði felld út. 15. september 2022 14:05
Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt. 22. nóvember 2021 23:01
OnlyFans dregur í land: Klámið áfram leyft Breska vefþjónustan OnlyFans, sem hefur verið hvað þekktust fyrir að miðla klámi, hefur hætt við áform um að banna klám. Fyrr í mánuðinum tilkynnti þjónustan að klámfengið efni yrði bannað á miðlum hennar, þó nekt yrði áfram leyfð. 25. ágúst 2021 14:03