Takast á um félagatalið í dómsal í dag Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. janúar 2023 12:00 Sólveig Anna Jónsdóttir og liðsmenn Eflingar hafa mætt fylktu liði til síðustu funda við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm Krafa ríkissáttasemjara um að Efling afhendi félagatala sitt, svo hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu, verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú eftir hádegi. Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir en óskað hefur verið eftir flýtimeðferð. Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna í síðustu viku en Efling hefur neitað að afhenda félagatal sitt svo hægt sé að hefja atkvæðagreiðslu um hana. Héraðsdómur mun taka málið fyrir klukkan korter yfir eitt. Efling undirbýr enn verkfall hátt í þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela. Í kvöld mun niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun Eflingar liggja fyrir. Verði verkfall, sem hefst 7. febrúar, samþykkt fer samninganefnd Eflingar að skipuleggja næstu verkfallsaðgerðir strax á þriðjudag en þau verkföll myndu þá hefjast 14. febrúar. Samninganefnd Eflingar hefur um helgina farið á hótel Íslandshótela í Reykjavík til að funda með félagsmönnum sínum um miðlunartillöguna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði í fréttum okkar í gær að að atvinnurekendur hafi tekið misvel í þær heimsóknir. Verið sé að reyna með mjög markvissum hætti að knýja fram niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem sé atvinnurekendum þóknandi. „Auðvitað höfum við því miður heyrt ýmsar sögur af ógnandi og kúgandi tilburðum þar sem verið er að reyna að segja fólki fyrir verkum. Þar sem verið er að reyna með mjög markvissum hætti að knýja fram niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem er atvinnurekendum þóknandi. Það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Sólveig Anna í fréttum okkar í gær. Þá sakaði Sólveig Samtök atvinnulífsins um ólögleg afskipti af atkvæðagreiðslunni um verkfallið á RÚV í morgun. Forstjóri Íslandshótela vildi ekki veita viðtal vegna málsins fyrir hádegisfréttir og ekki heldur Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór sagði yfirlýsingar Sólveigar ekki svaraverðar. Hún sjái óvini í hverju horni. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómstólar Tengdar fréttir Ætlar ekki að beita sér gegn miðlunartillögunni Vinnumarkaðsráðherra segist ekki ætla að beita sér fyrir því að ríkissáttasemjari dragi miðlunartillögu sína til baka. Hann segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara og segist ætla að funda með Eflingu þegar hann kemur heim frá Kaupmannahöfn. 30. janúar 2023 08:59 Heimildin óumdeild og ekki háð samþykki deiluaðila „Það er alveg ljóst að sáttasemjari hefur þessa heimild til að leggja fram miðlunartillögu og þarf ekkert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreyndin.“ 30. janúar 2023 06:34 Vilja að Guðmundur Ingi beiti sér gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara Formaður Eflingar krefst þess að vinnumarkaðsráðherra beiti sér gegn umdeildri miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ráðherra neyddist þó til að fresta fundi með formanninum sem halda átti í fyrramálið. 29. janúar 2023 19:15 Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. 29. janúar 2023 18:00 Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara. 29. janúar 2023 12:59 „Ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar“ Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur ríkissáttasemjara með nýjasta útspili sínu reyna að víkka út valdheimildir sínar. 29. janúar 2023 12:02 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna í síðustu viku en Efling hefur neitað að afhenda félagatal sitt svo hægt sé að hefja atkvæðagreiðslu um hana. Héraðsdómur mun taka málið fyrir klukkan korter yfir eitt. Efling undirbýr enn verkfall hátt í þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela. Í kvöld mun niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun Eflingar liggja fyrir. Verði verkfall, sem hefst 7. febrúar, samþykkt fer samninganefnd Eflingar að skipuleggja næstu verkfallsaðgerðir strax á þriðjudag en þau verkföll myndu þá hefjast 14. febrúar. Samninganefnd Eflingar hefur um helgina farið á hótel Íslandshótela í Reykjavík til að funda með félagsmönnum sínum um miðlunartillöguna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði í fréttum okkar í gær að að atvinnurekendur hafi tekið misvel í þær heimsóknir. Verið sé að reyna með mjög markvissum hætti að knýja fram niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem sé atvinnurekendum þóknandi. „Auðvitað höfum við því miður heyrt ýmsar sögur af ógnandi og kúgandi tilburðum þar sem verið er að reyna að segja fólki fyrir verkum. Þar sem verið er að reyna með mjög markvissum hætti að knýja fram niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem er atvinnurekendum þóknandi. Það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Sólveig Anna í fréttum okkar í gær. Þá sakaði Sólveig Samtök atvinnulífsins um ólögleg afskipti af atkvæðagreiðslunni um verkfallið á RÚV í morgun. Forstjóri Íslandshótela vildi ekki veita viðtal vegna málsins fyrir hádegisfréttir og ekki heldur Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór sagði yfirlýsingar Sólveigar ekki svaraverðar. Hún sjái óvini í hverju horni.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómstólar Tengdar fréttir Ætlar ekki að beita sér gegn miðlunartillögunni Vinnumarkaðsráðherra segist ekki ætla að beita sér fyrir því að ríkissáttasemjari dragi miðlunartillögu sína til baka. Hann segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara og segist ætla að funda með Eflingu þegar hann kemur heim frá Kaupmannahöfn. 30. janúar 2023 08:59 Heimildin óumdeild og ekki háð samþykki deiluaðila „Það er alveg ljóst að sáttasemjari hefur þessa heimild til að leggja fram miðlunartillögu og þarf ekkert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreyndin.“ 30. janúar 2023 06:34 Vilja að Guðmundur Ingi beiti sér gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara Formaður Eflingar krefst þess að vinnumarkaðsráðherra beiti sér gegn umdeildri miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ráðherra neyddist þó til að fresta fundi með formanninum sem halda átti í fyrramálið. 29. janúar 2023 19:15 Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. 29. janúar 2023 18:00 Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara. 29. janúar 2023 12:59 „Ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar“ Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur ríkissáttasemjara með nýjasta útspili sínu reyna að víkka út valdheimildir sínar. 29. janúar 2023 12:02 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Ætlar ekki að beita sér gegn miðlunartillögunni Vinnumarkaðsráðherra segist ekki ætla að beita sér fyrir því að ríkissáttasemjari dragi miðlunartillögu sína til baka. Hann segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara og segist ætla að funda með Eflingu þegar hann kemur heim frá Kaupmannahöfn. 30. janúar 2023 08:59
Heimildin óumdeild og ekki háð samþykki deiluaðila „Það er alveg ljóst að sáttasemjari hefur þessa heimild til að leggja fram miðlunartillögu og þarf ekkert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreyndin.“ 30. janúar 2023 06:34
Vilja að Guðmundur Ingi beiti sér gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara Formaður Eflingar krefst þess að vinnumarkaðsráðherra beiti sér gegn umdeildri miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ráðherra neyddist þó til að fresta fundi með formanninum sem halda átti í fyrramálið. 29. janúar 2023 19:15
Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. 29. janúar 2023 18:00
Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara. 29. janúar 2023 12:59
„Ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar“ Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur ríkissáttasemjara með nýjasta útspili sínu reyna að víkka út valdheimildir sínar. 29. janúar 2023 12:02