Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2023 17:45 Sigurður Gísli Bond Snorrason spilaði 21 leik með Aftureldingu í deild og bikar sumarið 2022. Vísir/Egill Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ Fyrr í mánuðnum greindi Heimildin frá því að leikmaður Aftureldingar, sem leikur í Lengjudeildinni, hefði sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. Ljóst er að um klárt brot á regluverki KSÍ er að ræða. Í lögum sambandsins segir að leikmönnum sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning. Nú hefur aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmt í máli Sigurðar Gísla. Á vef KSÍ segir: „Í greinargerð kæranda er sérstaklega vitnað til þátttöku varnaraðila í fimm veðmálum í tengslum við eigin leiki og eigið mót keppnistímabilið 2022. Hafi varnaraðili í fjögur þessara skipta sjálfur tekið þátt í umræddum leikjum með liði mfl. karla hjá Aftureldingu í Lengjudeild karla ... Varnaraðili hafi með beinni þátttöku sinni í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gerst brotlegur gagnvart grein 6.2. laga KSÍ og grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót.“ „Við ákvörðun viðurlaga horfir nefndin til þess að varnaraðili hafi gerst brotlegur gagnvart ákvæði laga KSÍ sem er ætlað til að standa vörð um heilindi og háttvísi í knattspyrnuhreyfingunni. Þegar aðili, sem fellur undir lögin, gerist uppvís af þátttöku í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gengur það gegn grundvallarreglu um heiðarlegan leik gagnvart öllum þátttakendum leiksins.“ Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023. https://t.co/sXCUsiy4Mu— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 27, 2023 „Varnaðili hafi auk þess gerst brotlegur í a.m.k. fimm skipti á sex vikna tímabili og þar af voru fjórir leikir sem hann tók þátt í sjálfur. Að mati nefndarinnar er því hér um að ræða brot á grundvallarreglu sem eru alvarlegs eðlis, sér í lagi með tilliti til þess að veðmálin lutu að leikjum sem varnaraðili tók sjálfur þátt í.“ Því hefur aga- og úrskurðarnefndar ákveðið með vísan til 40. greinar laga KSÍ að úrskurða Sigurð Gísla í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023, það er frá 1. febrúar til 15. nóvember. Sigurður Gísli tjáði sig um málið í hlaðvarpinu Dr. Football eftir að það komst upp um hann. Hann sagði það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. Hér má lesa úrskurð aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í heild sinni. Íslenski boltinn Lengjudeild karla Afturelding KSÍ Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira
Fyrr í mánuðnum greindi Heimildin frá því að leikmaður Aftureldingar, sem leikur í Lengjudeildinni, hefði sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. Ljóst er að um klárt brot á regluverki KSÍ er að ræða. Í lögum sambandsins segir að leikmönnum sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning. Nú hefur aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmt í máli Sigurðar Gísla. Á vef KSÍ segir: „Í greinargerð kæranda er sérstaklega vitnað til þátttöku varnaraðila í fimm veðmálum í tengslum við eigin leiki og eigið mót keppnistímabilið 2022. Hafi varnaraðili í fjögur þessara skipta sjálfur tekið þátt í umræddum leikjum með liði mfl. karla hjá Aftureldingu í Lengjudeild karla ... Varnaraðili hafi með beinni þátttöku sinni í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gerst brotlegur gagnvart grein 6.2. laga KSÍ og grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót.“ „Við ákvörðun viðurlaga horfir nefndin til þess að varnaraðili hafi gerst brotlegur gagnvart ákvæði laga KSÍ sem er ætlað til að standa vörð um heilindi og háttvísi í knattspyrnuhreyfingunni. Þegar aðili, sem fellur undir lögin, gerist uppvís af þátttöku í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gengur það gegn grundvallarreglu um heiðarlegan leik gagnvart öllum þátttakendum leiksins.“ Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023. https://t.co/sXCUsiy4Mu— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 27, 2023 „Varnaðili hafi auk þess gerst brotlegur í a.m.k. fimm skipti á sex vikna tímabili og þar af voru fjórir leikir sem hann tók þátt í sjálfur. Að mati nefndarinnar er því hér um að ræða brot á grundvallarreglu sem eru alvarlegs eðlis, sér í lagi með tilliti til þess að veðmálin lutu að leikjum sem varnaraðili tók sjálfur þátt í.“ Því hefur aga- og úrskurðarnefndar ákveðið með vísan til 40. greinar laga KSÍ að úrskurða Sigurð Gísla í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023, það er frá 1. febrúar til 15. nóvember. Sigurður Gísli tjáði sig um málið í hlaðvarpinu Dr. Football eftir að það komst upp um hann. Hann sagði það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. Hér má lesa úrskurð aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í heild sinni.
Íslenski boltinn Lengjudeild karla Afturelding KSÍ Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira