Frökkum gert að yfirgefa Búrkína Fasó Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 09:03 Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar í Búrkína Fasó, á mótmælum gegn Frakklandi og veru franskra hermanna í landinu. AP/Kilaye Bationo Franskir hermenn munu yfirgefa Búrkína Fasó í næsta mánuði. Herforingjastjórn Afríkuríkisins hefur krafist þess að fyrrverandi nýlenduherrar þess fari á brott en herforingjastjórnin hefur að undanförnu leitað frekar til Rússlands eftir aðstoð gegn umsvifamiklum vígahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og nærri því tvær milljónir íbúa Búrkína Fasó hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Sahel svæðið er þurrt svæði suður af Shara eyðimörkinni. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel svæðinu byr undir báða vængi. Frakkar hafa verið með um fjögur hundruð sérsveitarmenn í Búrkína Fasó á grundvelli samkomulags frá 2018. Því samkomulagi hefur verið rift af Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar, en hann hefur sagst tilbúinn til að vinna með öðrum ríkjum en Frakklandi og þá sérstaklega Rússlandi. Frakkar fluttu í fyrra hermenn sína frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina þar. Í heildina eru Frakkar með um þrjú þúsund hermenn á Sahel svæðinu en flestir eru í Tjad og Níger. Núverandi herforingjastjórn Búrkína Fasó rændi í fyrra völdum af annarri herforingjastjórn sem tekið hafði völd af ríkisstjórn landsins skömmu áður. Báðar herforingjastjórnirnar gerðu það á þeim grundvelli að fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki gert nóg til að binda enda á átökin í landinu. Herforingjastjórn Búrkína Fasó hefur ekki stjórn á um þriðjungi landsins, samkvæmt frétt France24. Í byrjun mánaðarins skipaði herforingjastjórn Búrkína Fasó sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Skömmu áður hafði mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í ríkinu verið gert að fara. Nana Akufo-Addo, forseti Gana, sakaði Traore í desember um að hafa skrifað undir samning við Wagner Group, mjög svo umdeildan málaliðahóp frá Rússlandi, sem Bandaríkin hafa skilgreint sem alþjóðleg glæpasamtök og sakaður hefur verið um margvísleg ódæði, meðal annars í Malí. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Akufo-Adda sagðist ekki vilja hafa málaliðahópinn starfandi við landamæri Gana. Vera rússneskra málaliða í Búrkína Fasó hefur þó ekki verið staðfest. Búrkína Fasó Frakkland Tjad Níger Gana Rússland Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og nærri því tvær milljónir íbúa Búrkína Fasó hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Sahel svæðið er þurrt svæði suður af Shara eyðimörkinni. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel svæðinu byr undir báða vængi. Frakkar hafa verið með um fjögur hundruð sérsveitarmenn í Búrkína Fasó á grundvelli samkomulags frá 2018. Því samkomulagi hefur verið rift af Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar, en hann hefur sagst tilbúinn til að vinna með öðrum ríkjum en Frakklandi og þá sérstaklega Rússlandi. Frakkar fluttu í fyrra hermenn sína frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina þar. Í heildina eru Frakkar með um þrjú þúsund hermenn á Sahel svæðinu en flestir eru í Tjad og Níger. Núverandi herforingjastjórn Búrkína Fasó rændi í fyrra völdum af annarri herforingjastjórn sem tekið hafði völd af ríkisstjórn landsins skömmu áður. Báðar herforingjastjórnirnar gerðu það á þeim grundvelli að fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki gert nóg til að binda enda á átökin í landinu. Herforingjastjórn Búrkína Fasó hefur ekki stjórn á um þriðjungi landsins, samkvæmt frétt France24. Í byrjun mánaðarins skipaði herforingjastjórn Búrkína Fasó sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Skömmu áður hafði mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í ríkinu verið gert að fara. Nana Akufo-Addo, forseti Gana, sakaði Traore í desember um að hafa skrifað undir samning við Wagner Group, mjög svo umdeildan málaliðahóp frá Rússlandi, sem Bandaríkin hafa skilgreint sem alþjóðleg glæpasamtök og sakaður hefur verið um margvísleg ódæði, meðal annars í Malí. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Akufo-Adda sagðist ekki vilja hafa málaliðahópinn starfandi við landamæri Gana. Vera rússneskra málaliða í Búrkína Fasó hefur þó ekki verið staðfest.
Búrkína Fasó Frakkland Tjad Níger Gana Rússland Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira