Vantrausti lýst yfir og ákvörðunin sögð atlaga að samningarétti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 21:53 Aðalsteinn Leifsson ásamt Halldóri Benjamín Þorbergssyni sem fannst ákvörðun þess fyrrnefnda ótímabær líkt og öðrum sem koma að kjarasamningsgerð. vísir/vilhelm Efling hefur lýst yfir vantrausti á hendur ríkssáttasemjara vegna miðlunartillögu sem hann lagði fram í dag. Ríkissáttasemjari segir miðlunartillöguna trompa verkfall, komi til þess. Í yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands segir að traust á embætti ríkissáttasemjara hafi skaðast með því að leggja fram „ótímabæra“ miðlunartillögu. Stjórn Eflingar samþykkti ályktun á fundi fyrr í dag þar sem vinnubrögð ríkissáttasemjara eru fordæmd. „Ríkissáttasemjari hefur ekki sýnt minnsta áhuga á þvi að kynna sér, greina eða taka mark á vönduðum röksemdum samninganefndar Eflingar sem byggja á staðreyndum og gögnum um félagsmannahópinn og aðstæður hans,“ segir í ályktuninni sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, greinir frá á Facebook. Í fréttum Stöðvar 2 sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að verði miðlunartillagan samþykkt þá væri hún ígildi kjarasamnings sem gengi þar með framar verkfalli sem fyrirhugað er hjá hótelstarfsmönnum og félagsmönnum Eflingar. Frétt Stöðvar 2 um málið: Samningnum þröngvað upp á Eflingu Í yfirlýsingu Eflingar segir að með miðlunartillögunni eigi að þröngva kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og SA upp á félagsfólk Eflingar, „þrátt fyrir að samninganefnd Eflingar hafi ítrekað komið því með málefnalegum hætti á framfæri að sá samningur mætir ekki þörfum félagsfólks og tekur ekki tillit til aðstæðna þeirra.“ Þannig hafi ríkissáttasemjari gert grófa tilraun til að svipta Eflingu samingsrétti sínum. „Ríkissáttasemjari hefur með vinnubrögðum sínum ekki aðeins svívirt allar hefðir í samskiptum aðila vinnumarkaðarins og unnið orðspori embættisins skaða, heldur hefur beinlínis brotið ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 frá 1938 þar sem skýrt er kveðið á um samráð og rými til athugasemda þegar gripið er til þess neyðarúrræðis sem miðlunartillaga er,“ segir í yfirlýsingu Eflingar. Frá blaðamannafundi ríkissáttasemjara í dag. vísir/vilhelm Ekkert neyðarástand skapast Svipaður er tónninn í yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands en þar segir að traust á embætti ríkissáttasemjara hafi skaðast með ákvörðuninni. „Miðstjórn telur að færa megi rök fyrir og véfengja hvort embætti sáttasemjara hafi með þessum hætti farið út fyrir þær valdheimildir sem embættinu eru settar í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. „ASÍ telur heimild til að leggja fram miðlunartillögu vera neyðarúrræði sem takmarkist við að raunverulega hafi öll önnur úrræði verið tæmd og neyðarástand skapast.“ Þar sem verkfallsboðun hafi ekki verið samþykkt af félagsmönnum hafi ekkert neyðarástand skapast. „ASÍ telur heimild sáttasemjara jafnframt bundna við að átt hafi sér stað náið samráð við aðila um efni hennar og að hún eigi ekki að leggjast fram án þess að hafa a.m.k. þegjandi samþykki beggja aðila. Hvorugt þessara skilyrði sé uppfyllt,“ segir í lok yfirlýsingar ASÍ. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ. vísir/egill Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Ákvörðun ríkissátttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 26. janúar 2023 18:12 „Hættulegt fordæmi til framtíðar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir miðlunartillögu ríkissáttasemjara vera vonbrigði. Halldór segist óttast að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. 26. janúar 2023 12:34 Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Stjórn Eflingar samþykkti ályktun á fundi fyrr í dag þar sem vinnubrögð ríkissáttasemjara eru fordæmd. „Ríkissáttasemjari hefur ekki sýnt minnsta áhuga á þvi að kynna sér, greina eða taka mark á vönduðum röksemdum samninganefndar Eflingar sem byggja á staðreyndum og gögnum um félagsmannahópinn og aðstæður hans,“ segir í ályktuninni sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, greinir frá á Facebook. Í fréttum Stöðvar 2 sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að verði miðlunartillagan samþykkt þá væri hún ígildi kjarasamnings sem gengi þar með framar verkfalli sem fyrirhugað er hjá hótelstarfsmönnum og félagsmönnum Eflingar. Frétt Stöðvar 2 um málið: Samningnum þröngvað upp á Eflingu Í yfirlýsingu Eflingar segir að með miðlunartillögunni eigi að þröngva kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og SA upp á félagsfólk Eflingar, „þrátt fyrir að samninganefnd Eflingar hafi ítrekað komið því með málefnalegum hætti á framfæri að sá samningur mætir ekki þörfum félagsfólks og tekur ekki tillit til aðstæðna þeirra.“ Þannig hafi ríkissáttasemjari gert grófa tilraun til að svipta Eflingu samingsrétti sínum. „Ríkissáttasemjari hefur með vinnubrögðum sínum ekki aðeins svívirt allar hefðir í samskiptum aðila vinnumarkaðarins og unnið orðspori embættisins skaða, heldur hefur beinlínis brotið ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 frá 1938 þar sem skýrt er kveðið á um samráð og rými til athugasemda þegar gripið er til þess neyðarúrræðis sem miðlunartillaga er,“ segir í yfirlýsingu Eflingar. Frá blaðamannafundi ríkissáttasemjara í dag. vísir/vilhelm Ekkert neyðarástand skapast Svipaður er tónninn í yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands en þar segir að traust á embætti ríkissáttasemjara hafi skaðast með ákvörðuninni. „Miðstjórn telur að færa megi rök fyrir og véfengja hvort embætti sáttasemjara hafi með þessum hætti farið út fyrir þær valdheimildir sem embættinu eru settar í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. „ASÍ telur heimild til að leggja fram miðlunartillögu vera neyðarúrræði sem takmarkist við að raunverulega hafi öll önnur úrræði verið tæmd og neyðarástand skapast.“ Þar sem verkfallsboðun hafi ekki verið samþykkt af félagsmönnum hafi ekkert neyðarástand skapast. „ASÍ telur heimild sáttasemjara jafnframt bundna við að átt hafi sér stað náið samráð við aðila um efni hennar og að hún eigi ekki að leggjast fram án þess að hafa a.m.k. þegjandi samþykki beggja aðila. Hvorugt þessara skilyrði sé uppfyllt,“ segir í lok yfirlýsingar ASÍ. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ. vísir/egill
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Ákvörðun ríkissátttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 26. janúar 2023 18:12 „Hættulegt fordæmi til framtíðar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir miðlunartillögu ríkissáttasemjara vera vonbrigði. Halldór segist óttast að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. 26. janúar 2023 12:34 Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Ákvörðun ríkissátttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 26. janúar 2023 18:12
„Hættulegt fordæmi til framtíðar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir miðlunartillögu ríkissáttasemjara vera vonbrigði. Halldór segist óttast að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. 26. janúar 2023 12:34
Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58
Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25