Fjögurra ára og hámar í sig súrmat Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2023 20:05 Alexander Þór, fjögurra ára , sem borðar súran mat með bestu lyst. Súrt slátur þykir honum þó allra best. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjögurra ára strákur á Suðurnesjum er engum líkur þegar kemur að því að borða súrmat því hann elskar ekkert meira en að borða súra lundabagga, hrútspunga, slátur og súran hval. Þá er hann líka sólgin í hákarl og drekkur mysu eins og mjólk. Alexander Þór Friðriksson er í leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ. Hann er kátur og hress strákur, alltaf brosandi og ekkert feimin. Alltaf þegar hann heimsækir ömmu sína og afa á Freyjuvellina þá byrjar hann alltaf á því að fara inn í bílskúr til að athuga hvort það sé ekki til eitthvað súrmeti í fötum, eitthvað sem afi hans kenndi honum að borða þegar hann var innan við eins árs . Alexander Þór borðar allan súrmat með bestu lyst en súrt slátur þykir honum þó allra best. Og stundum tekur Alexander Þór upp á því að súpa mysuna beint upp úr fötunum inn í bílskúr. Og hann borðar líka hákarl eins og ekkert sé. En hvað segja foreldrarnir um Alexander Þór og súrmatinn, sem hann er svona sjúkur í? „Já, já, það bara sést, hann er brjálaður í þennan mat“, segir Friðrik Daði Bjarnason, pabbi Alexanders Þórs. „Hann fer bara sjálfur út í skúr og reynir að opna föturnar og biður afa svo að koma og skera góðgætið niður í bita, hann mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Eygló Alexandersdóttir, mamma Alexanders Þórs og brosir út í annað. En þetta hlýtur að vera mjög óvenjulegt? „Já, fólk segir okkur það allavega. Maður er bara alin upp við þetta allt sitt líf,“ segir Friðrik Daði og Eygló bætir við. „Ekki get ég borðað þetta, ég var bara dregin inn í þetta þegar ég kom inn í fjölskylduna, þannig að þetta er alveg sérstakt og Alexander Þór tekur þennan mat fram yfir allt annað“. Og Alexander Þór er meira að segja búin að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. „Mig langar að vera flugvirki eins og pabbi,“ segir hann kátur og hress. Foreldrar Alexanders Þórs, Friðrik Daði Bjarnason og Eygló Alexandersdóttir með strákinn á milli sín. Fjölskyldan býr í Reykjanesbæ en þau eiga líka einn yngri son.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Þorramatur Krakkar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Alexander Þór Friðriksson er í leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ. Hann er kátur og hress strákur, alltaf brosandi og ekkert feimin. Alltaf þegar hann heimsækir ömmu sína og afa á Freyjuvellina þá byrjar hann alltaf á því að fara inn í bílskúr til að athuga hvort það sé ekki til eitthvað súrmeti í fötum, eitthvað sem afi hans kenndi honum að borða þegar hann var innan við eins árs . Alexander Þór borðar allan súrmat með bestu lyst en súrt slátur þykir honum þó allra best. Og stundum tekur Alexander Þór upp á því að súpa mysuna beint upp úr fötunum inn í bílskúr. Og hann borðar líka hákarl eins og ekkert sé. En hvað segja foreldrarnir um Alexander Þór og súrmatinn, sem hann er svona sjúkur í? „Já, já, það bara sést, hann er brjálaður í þennan mat“, segir Friðrik Daði Bjarnason, pabbi Alexanders Þórs. „Hann fer bara sjálfur út í skúr og reynir að opna föturnar og biður afa svo að koma og skera góðgætið niður í bita, hann mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Eygló Alexandersdóttir, mamma Alexanders Þórs og brosir út í annað. En þetta hlýtur að vera mjög óvenjulegt? „Já, fólk segir okkur það allavega. Maður er bara alin upp við þetta allt sitt líf,“ segir Friðrik Daði og Eygló bætir við. „Ekki get ég borðað þetta, ég var bara dregin inn í þetta þegar ég kom inn í fjölskylduna, þannig að þetta er alveg sérstakt og Alexander Þór tekur þennan mat fram yfir allt annað“. Og Alexander Þór er meira að segja búin að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. „Mig langar að vera flugvirki eins og pabbi,“ segir hann kátur og hress. Foreldrar Alexanders Þórs, Friðrik Daði Bjarnason og Eygló Alexandersdóttir með strákinn á milli sín. Fjölskyldan býr í Reykjanesbæ en þau eiga líka einn yngri son.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Þorramatur Krakkar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira