Aldrei fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en árið 2022 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2023 11:10 Í 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Getty Lögreglunni á landsvísu bárust 2.374 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila árið 2022. Jafngildir það að meðaltali tæplega 7 slíkum tilkynningum á dag eða 198 tilkynningum á mánuði. Nær 70 prósent heimilisofbeldismála eru gegn maka eða fyrrverandi maka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Um er að ræða tæplega tólf prósent aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan og hefur fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila aldrei verið meiri. Fjöldi beiðni um nálgunarbann svipaður Beiðnir um nálgunarbann voru 118 og því svipaðar að fjölda og síðastliðin 3 ár á undan. Alvarlegustu heimilisofbeldismálin, þar sem lífi og heilsu árásarþola var ógnað endurtekið eða á alvarlegan hátt, voru 102 talsins árið 2022 sem er svipaður fjöldi og síðustu ár. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þ.e. tilvika þar sem grunur er um brot á borð við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, þá voru tilvikin 1.086, eða 3prósent fleiri en árið 2020 í miðjum heimsfaraldri. Tilkynningar um ágreining milli skyldra/tengdra aðila voru 1.288 talsins, eða 23 prósent fleiri en árið 2021. Í 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka eru 80 prósent árásaraðila karlar og 77 prósent brotaþola eru konur. Aukin samvinna heilbrigðisþjónustu og lögreglu Í þolendakönnun lögreglunnar 2022 fyrir árið 2021 kom fram að fjögur prósent svarenda höfðu orðið fyrir heimilisofbeldi og 21 prósent þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að erlendar rannsóknir bendi til þess að mun algengara er að þolendur leiti eftir heilbrigðisþjónustu en til annarra stofnana þ.m.t. lögreglu 12 mánuðum fyrir tilraun til manndráps eða morðs vegna heimilisofbeldis. Mikilvægt sé að auka því samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins. Tveir sameiginlegir fræðslufundir lögreglunnar og heilbrigðiskerfisins um verklag vegna heimilisofbeldis voru haldnir í janúar. Þar var meðal annars kynnt ný þjónusta félagsráðgjafa og sálfræðings á Landspítalanum og þverfaglegt samstarf við gerð áhættumats og áhættustýringar til að vernda þolendur heimilisofbeldis í samræmi við ákvæði Istanbúlsamningsins, samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Um er að ræða tæplega tólf prósent aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan og hefur fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila aldrei verið meiri. Fjöldi beiðni um nálgunarbann svipaður Beiðnir um nálgunarbann voru 118 og því svipaðar að fjölda og síðastliðin 3 ár á undan. Alvarlegustu heimilisofbeldismálin, þar sem lífi og heilsu árásarþola var ógnað endurtekið eða á alvarlegan hátt, voru 102 talsins árið 2022 sem er svipaður fjöldi og síðustu ár. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þ.e. tilvika þar sem grunur er um brot á borð við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, þá voru tilvikin 1.086, eða 3prósent fleiri en árið 2020 í miðjum heimsfaraldri. Tilkynningar um ágreining milli skyldra/tengdra aðila voru 1.288 talsins, eða 23 prósent fleiri en árið 2021. Í 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka eru 80 prósent árásaraðila karlar og 77 prósent brotaþola eru konur. Aukin samvinna heilbrigðisþjónustu og lögreglu Í þolendakönnun lögreglunnar 2022 fyrir árið 2021 kom fram að fjögur prósent svarenda höfðu orðið fyrir heimilisofbeldi og 21 prósent þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að erlendar rannsóknir bendi til þess að mun algengara er að þolendur leiti eftir heilbrigðisþjónustu en til annarra stofnana þ.m.t. lögreglu 12 mánuðum fyrir tilraun til manndráps eða morðs vegna heimilisofbeldis. Mikilvægt sé að auka því samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins. Tveir sameiginlegir fræðslufundir lögreglunnar og heilbrigðiskerfisins um verklag vegna heimilisofbeldis voru haldnir í janúar. Þar var meðal annars kynnt ný þjónusta félagsráðgjafa og sálfræðings á Landspítalanum og þverfaglegt samstarf við gerð áhættumats og áhættustýringar til að vernda þolendur heimilisofbeldis í samræmi við ákvæði Istanbúlsamningsins, samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira