Sólveig Anna og Trump Sveinn Waage skrifar 26. janúar 2023 07:30 Ok, ok, ok... áður en heykvíslar þöggunatilburða með meinta kvenfyrirlitningu miðaldra karlmanns i forréttindastöðu fara á loft; leyfið mér að útskýra af hverju þessu ólíku nöfn eru hér hlið við hlið. En fyrst og fremst; að sjálfsögðu eru Trump og Sólveig Anna eins ólíkar manneskjur og hugsast getur. En er hugsanlega eitthvað sem sameinar þau samt og á endanum sem hamlar þeim að ná árangri? Skoðum málið. Ég bý sannarlega við forréttindi og þau sem eru mér efst í huga þessa dagana er að fá að flytja fyrirlesturinn Húmor Virkar fyrir fjölda manns undanfarna mánuði. Eitt af því áhugaverðasta (samkv áheyrendum ) sem við skoðum þar er samband húmors og trausts til annarra. Til leiðtoga, kollega og fleiri. Þar eru m.a. bornir saman tveir forsetar BNA. Annar þeirra annálaður fyrir jákvæðni, húmor og samskiptahæfni sem batt það saman. Traustið á þessum manni mældist hátt og sérstaklega erlendis. Svo virtist sem meginþorri aðspurðra jarðarbúa treysti Barak Obama vel í Hvíta húsinu. Sá næsti í embættinu átti eftir að slá met í hina áttina. Sá næsti notaði aðrar aðfarir til samskipta, notaði önnur orð um fólk og mældist, eins og við þekkjum, með minnst traust forseta BNA frá upphafi. Á einni af glærum míns fyrirlesturs birtast orðaský af þeim orðum sem Donald Trump notaði um annað fólk. Óþarfi að telja þau upp hér enda ljót, kjánaleg og niðrandi. Aðeins tryggur hópur stuðningsmanna tók undir þennan ófögnuð. Restin af heiminum fékk hroll. Í lok fyrirlestursins um daginn á ónefndum vinnustað myndaðist áhugavert spjall sem konur í forsvari þar, ræddu hvað orðanotkun Trump mynti óneitanlega á orðanotkun annars leiðtoga. Leiðtoga á íslenskum vinnumarkaði. Ég hafði ekki séð þessa tengingu áður en átti erfitt með að hugsa ekki málið áfram. Gæti verið að manneskja sem úthúðar jafnt samherjum sem andstæðingum með niðrandi hætti, og notaði orð eins og "árásir" og "ofbeldi" um þá sem veita fólki atvinnu, væri ekki að njóta stuðnings, nema einmitt frá sínum eigin harðkjarna? Gæti það verið að manneskja sem er ráðandi aðili í einstöku ástandi í samskiptum deiluaðila samkvæmt ríkissáttasemjara, eitthvað sem hann hefur aldrei upplifað áður, sé ekki að vinna fólk með sér? Gæti hugsast að manneskja sem hikaði ekki við að úthúða forseta Íslands fyrir taumlausa græðgi (sama forseta sem gefur hluta launa sinna til góðgerðarmála í hverjum mánuði) af því að íbúð þeirra hjóna er í útleigu, sé ekki að njóta trausts og stuðnings almennings í landinu? Gæti verið manneskja sem lítilsvirðir annað fólk með málfari sínu og framkomu fái ekki þá lýðhylli sem hún sá kannski fyrir sér sem baráttu-leiðtogi verkalýðsins heldur frekar sé einlæg ósk margra þeirra að hún hætti. Eins og Trump. Er ég með þessu að ráðast á konu, stunda þöggun eða fyrirlíta verkalýðinn (svo ég fá lánað orðfærið) Nei. Það þarf ekki googla mitt nafn oft til að sjá hvar ég stend í þeim málum og alltaf gert. Er ég að bera Sólveigu og Trump saman sem manneskjur, að þau séu á einhvern hátt með sama siðferði og mann(ó)kosti? Aftur Nei, ekki reyna að halda því fram. En eru þau bæði, Sólveig og Trump laus við virðingu gagnvart öðru fólki á öndverðu meiði, laus við auðmýkt og meiðandi í samskiptum? Já! Er það svo vænlegt til sátta og árangurs? Kemur í ljós. Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og húmor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ok, ok, ok... áður en heykvíslar þöggunatilburða með meinta kvenfyrirlitningu miðaldra karlmanns i forréttindastöðu fara á loft; leyfið mér að útskýra af hverju þessu ólíku nöfn eru hér hlið við hlið. En fyrst og fremst; að sjálfsögðu eru Trump og Sólveig Anna eins ólíkar manneskjur og hugsast getur. En er hugsanlega eitthvað sem sameinar þau samt og á endanum sem hamlar þeim að ná árangri? Skoðum málið. Ég bý sannarlega við forréttindi og þau sem eru mér efst í huga þessa dagana er að fá að flytja fyrirlesturinn Húmor Virkar fyrir fjölda manns undanfarna mánuði. Eitt af því áhugaverðasta (samkv áheyrendum ) sem við skoðum þar er samband húmors og trausts til annarra. Til leiðtoga, kollega og fleiri. Þar eru m.a. bornir saman tveir forsetar BNA. Annar þeirra annálaður fyrir jákvæðni, húmor og samskiptahæfni sem batt það saman. Traustið á þessum manni mældist hátt og sérstaklega erlendis. Svo virtist sem meginþorri aðspurðra jarðarbúa treysti Barak Obama vel í Hvíta húsinu. Sá næsti í embættinu átti eftir að slá met í hina áttina. Sá næsti notaði aðrar aðfarir til samskipta, notaði önnur orð um fólk og mældist, eins og við þekkjum, með minnst traust forseta BNA frá upphafi. Á einni af glærum míns fyrirlesturs birtast orðaský af þeim orðum sem Donald Trump notaði um annað fólk. Óþarfi að telja þau upp hér enda ljót, kjánaleg og niðrandi. Aðeins tryggur hópur stuðningsmanna tók undir þennan ófögnuð. Restin af heiminum fékk hroll. Í lok fyrirlestursins um daginn á ónefndum vinnustað myndaðist áhugavert spjall sem konur í forsvari þar, ræddu hvað orðanotkun Trump mynti óneitanlega á orðanotkun annars leiðtoga. Leiðtoga á íslenskum vinnumarkaði. Ég hafði ekki séð þessa tengingu áður en átti erfitt með að hugsa ekki málið áfram. Gæti verið að manneskja sem úthúðar jafnt samherjum sem andstæðingum með niðrandi hætti, og notaði orð eins og "árásir" og "ofbeldi" um þá sem veita fólki atvinnu, væri ekki að njóta stuðnings, nema einmitt frá sínum eigin harðkjarna? Gæti það verið að manneskja sem er ráðandi aðili í einstöku ástandi í samskiptum deiluaðila samkvæmt ríkissáttasemjara, eitthvað sem hann hefur aldrei upplifað áður, sé ekki að vinna fólk með sér? Gæti hugsast að manneskja sem hikaði ekki við að úthúða forseta Íslands fyrir taumlausa græðgi (sama forseta sem gefur hluta launa sinna til góðgerðarmála í hverjum mánuði) af því að íbúð þeirra hjóna er í útleigu, sé ekki að njóta trausts og stuðnings almennings í landinu? Gæti verið manneskja sem lítilsvirðir annað fólk með málfari sínu og framkomu fái ekki þá lýðhylli sem hún sá kannski fyrir sér sem baráttu-leiðtogi verkalýðsins heldur frekar sé einlæg ósk margra þeirra að hún hætti. Eins og Trump. Er ég með þessu að ráðast á konu, stunda þöggun eða fyrirlíta verkalýðinn (svo ég fá lánað orðfærið) Nei. Það þarf ekki googla mitt nafn oft til að sjá hvar ég stend í þeim málum og alltaf gert. Er ég að bera Sólveigu og Trump saman sem manneskjur, að þau séu á einhvern hátt með sama siðferði og mann(ó)kosti? Aftur Nei, ekki reyna að halda því fram. En eru þau bæði, Sólveig og Trump laus við virðingu gagnvart öðru fólki á öndverðu meiði, laus við auðmýkt og meiðandi í samskiptum? Já! Er það svo vænlegt til sátta og árangurs? Kemur í ljós. Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og húmor.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun