Sólveig Anna og Trump Sveinn Waage skrifar 26. janúar 2023 07:30 Ok, ok, ok... áður en heykvíslar þöggunatilburða með meinta kvenfyrirlitningu miðaldra karlmanns i forréttindastöðu fara á loft; leyfið mér að útskýra af hverju þessu ólíku nöfn eru hér hlið við hlið. En fyrst og fremst; að sjálfsögðu eru Trump og Sólveig Anna eins ólíkar manneskjur og hugsast getur. En er hugsanlega eitthvað sem sameinar þau samt og á endanum sem hamlar þeim að ná árangri? Skoðum málið. Ég bý sannarlega við forréttindi og þau sem eru mér efst í huga þessa dagana er að fá að flytja fyrirlesturinn Húmor Virkar fyrir fjölda manns undanfarna mánuði. Eitt af því áhugaverðasta (samkv áheyrendum ) sem við skoðum þar er samband húmors og trausts til annarra. Til leiðtoga, kollega og fleiri. Þar eru m.a. bornir saman tveir forsetar BNA. Annar þeirra annálaður fyrir jákvæðni, húmor og samskiptahæfni sem batt það saman. Traustið á þessum manni mældist hátt og sérstaklega erlendis. Svo virtist sem meginþorri aðspurðra jarðarbúa treysti Barak Obama vel í Hvíta húsinu. Sá næsti í embættinu átti eftir að slá met í hina áttina. Sá næsti notaði aðrar aðfarir til samskipta, notaði önnur orð um fólk og mældist, eins og við þekkjum, með minnst traust forseta BNA frá upphafi. Á einni af glærum míns fyrirlesturs birtast orðaský af þeim orðum sem Donald Trump notaði um annað fólk. Óþarfi að telja þau upp hér enda ljót, kjánaleg og niðrandi. Aðeins tryggur hópur stuðningsmanna tók undir þennan ófögnuð. Restin af heiminum fékk hroll. Í lok fyrirlestursins um daginn á ónefndum vinnustað myndaðist áhugavert spjall sem konur í forsvari þar, ræddu hvað orðanotkun Trump mynti óneitanlega á orðanotkun annars leiðtoga. Leiðtoga á íslenskum vinnumarkaði. Ég hafði ekki séð þessa tengingu áður en átti erfitt með að hugsa ekki málið áfram. Gæti verið að manneskja sem úthúðar jafnt samherjum sem andstæðingum með niðrandi hætti, og notaði orð eins og "árásir" og "ofbeldi" um þá sem veita fólki atvinnu, væri ekki að njóta stuðnings, nema einmitt frá sínum eigin harðkjarna? Gæti það verið að manneskja sem er ráðandi aðili í einstöku ástandi í samskiptum deiluaðila samkvæmt ríkissáttasemjara, eitthvað sem hann hefur aldrei upplifað áður, sé ekki að vinna fólk með sér? Gæti hugsast að manneskja sem hikaði ekki við að úthúða forseta Íslands fyrir taumlausa græðgi (sama forseta sem gefur hluta launa sinna til góðgerðarmála í hverjum mánuði) af því að íbúð þeirra hjóna er í útleigu, sé ekki að njóta trausts og stuðnings almennings í landinu? Gæti verið manneskja sem lítilsvirðir annað fólk með málfari sínu og framkomu fái ekki þá lýðhylli sem hún sá kannski fyrir sér sem baráttu-leiðtogi verkalýðsins heldur frekar sé einlæg ósk margra þeirra að hún hætti. Eins og Trump. Er ég með þessu að ráðast á konu, stunda þöggun eða fyrirlíta verkalýðinn (svo ég fá lánað orðfærið) Nei. Það þarf ekki googla mitt nafn oft til að sjá hvar ég stend í þeim málum og alltaf gert. Er ég að bera Sólveigu og Trump saman sem manneskjur, að þau séu á einhvern hátt með sama siðferði og mann(ó)kosti? Aftur Nei, ekki reyna að halda því fram. En eru þau bæði, Sólveig og Trump laus við virðingu gagnvart öðru fólki á öndverðu meiði, laus við auðmýkt og meiðandi í samskiptum? Já! Er það svo vænlegt til sátta og árangurs? Kemur í ljós. Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og húmor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Ok, ok, ok... áður en heykvíslar þöggunatilburða með meinta kvenfyrirlitningu miðaldra karlmanns i forréttindastöðu fara á loft; leyfið mér að útskýra af hverju þessu ólíku nöfn eru hér hlið við hlið. En fyrst og fremst; að sjálfsögðu eru Trump og Sólveig Anna eins ólíkar manneskjur og hugsast getur. En er hugsanlega eitthvað sem sameinar þau samt og á endanum sem hamlar þeim að ná árangri? Skoðum málið. Ég bý sannarlega við forréttindi og þau sem eru mér efst í huga þessa dagana er að fá að flytja fyrirlesturinn Húmor Virkar fyrir fjölda manns undanfarna mánuði. Eitt af því áhugaverðasta (samkv áheyrendum ) sem við skoðum þar er samband húmors og trausts til annarra. Til leiðtoga, kollega og fleiri. Þar eru m.a. bornir saman tveir forsetar BNA. Annar þeirra annálaður fyrir jákvæðni, húmor og samskiptahæfni sem batt það saman. Traustið á þessum manni mældist hátt og sérstaklega erlendis. Svo virtist sem meginþorri aðspurðra jarðarbúa treysti Barak Obama vel í Hvíta húsinu. Sá næsti í embættinu átti eftir að slá met í hina áttina. Sá næsti notaði aðrar aðfarir til samskipta, notaði önnur orð um fólk og mældist, eins og við þekkjum, með minnst traust forseta BNA frá upphafi. Á einni af glærum míns fyrirlesturs birtast orðaský af þeim orðum sem Donald Trump notaði um annað fólk. Óþarfi að telja þau upp hér enda ljót, kjánaleg og niðrandi. Aðeins tryggur hópur stuðningsmanna tók undir þennan ófögnuð. Restin af heiminum fékk hroll. Í lok fyrirlestursins um daginn á ónefndum vinnustað myndaðist áhugavert spjall sem konur í forsvari þar, ræddu hvað orðanotkun Trump mynti óneitanlega á orðanotkun annars leiðtoga. Leiðtoga á íslenskum vinnumarkaði. Ég hafði ekki séð þessa tengingu áður en átti erfitt með að hugsa ekki málið áfram. Gæti verið að manneskja sem úthúðar jafnt samherjum sem andstæðingum með niðrandi hætti, og notaði orð eins og "árásir" og "ofbeldi" um þá sem veita fólki atvinnu, væri ekki að njóta stuðnings, nema einmitt frá sínum eigin harðkjarna? Gæti það verið að manneskja sem er ráðandi aðili í einstöku ástandi í samskiptum deiluaðila samkvæmt ríkissáttasemjara, eitthvað sem hann hefur aldrei upplifað áður, sé ekki að vinna fólk með sér? Gæti hugsast að manneskja sem hikaði ekki við að úthúða forseta Íslands fyrir taumlausa græðgi (sama forseta sem gefur hluta launa sinna til góðgerðarmála í hverjum mánuði) af því að íbúð þeirra hjóna er í útleigu, sé ekki að njóta trausts og stuðnings almennings í landinu? Gæti verið manneskja sem lítilsvirðir annað fólk með málfari sínu og framkomu fái ekki þá lýðhylli sem hún sá kannski fyrir sér sem baráttu-leiðtogi verkalýðsins heldur frekar sé einlæg ósk margra þeirra að hún hætti. Eins og Trump. Er ég með þessu að ráðast á konu, stunda þöggun eða fyrirlíta verkalýðinn (svo ég fá lánað orðfærið) Nei. Það þarf ekki googla mitt nafn oft til að sjá hvar ég stend í þeim málum og alltaf gert. Er ég að bera Sólveigu og Trump saman sem manneskjur, að þau séu á einhvern hátt með sama siðferði og mann(ó)kosti? Aftur Nei, ekki reyna að halda því fram. En eru þau bæði, Sólveig og Trump laus við virðingu gagnvart öðru fólki á öndverðu meiði, laus við auðmýkt og meiðandi í samskiptum? Já! Er það svo vænlegt til sátta og árangurs? Kemur í ljós. Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og húmor.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar