Borgin boðar breytingar í Skeifunni: „Auðvitað þarf að laga þetta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. janúar 2023 22:44 Skeifan er vinsælt en jafnframt umdeilt svæði, sérstaklega að mati vegfarenda. Vísir/Egill Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í breytingar á samgönguleiðum í Skeifunni þar sem allir þvælast fyrir öllum og gangandi vegfarendur eiga erfitt með að komast leiðar sinnar. Varaborgarfulltrúi Viðreisnar segir svæðið eftir að breytast mikið á næstu árum. Vegfarendur eru ekki par sáttir með stöðuna í dag og einn segist beinlínis hata Skeifuna. Samkvæmt tillögu að bættu umferðaröryggi sem Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, lagði fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í dag er gert ráð fyrir nokkrum breytingum. „Þó svo að Skeifan muni breytast á næstu árum þá finnst mér brýnt að skoða stöðuna eins og hún er í dag, huga að öryggi gangandi og hjólandi hérna í Skeifunni og að einhverju leyti líka akandi,“ segir Pawel. Hann leggur til að svokölluðum beygjuvasa verði komið fyrir til að auðvelda aðgengi að bílastæðinu við verslun Elko og Krónunnar, þar sem mikið öngþveiti skapast oft, gönguleiðin frá Grensásvegi að verslun Hagkaupa verði bætt og minna skorin, og aðgengi fyrir rafmagnshlaupahjól bætt auk þess sem mögulega væri hægt að koma upp stæði fyrir slík tæki. Beygjuvasi, bættar gangstéttir og betri aðstæður fyrir rafhlaupahjól eru í tillögunni. Grafík/Sara Rut Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að vísa tillögunni í vinnu við umferðaröryggisáætlun og verður síðar ákveðið í hvaða forgang hún fer. Um sé að ræða breytingar sem ættu að vera nokkuð auðveldar í framkvæmd, svo sem að hækka gangstéttir. „Ef það yrði tekið vel í þetta þá gengur þetta í gegnum svona ársferli og myndi gerast kannski þarnæsta sumar eða þar þarnæsta en þetta gæti auðvitað tekið smá tíma því við erum búin að ákveða hvað við gerum næsta sumar,“ segir Pawel. Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill „En svo er auðvitað mjög margt skemmtilegt fram undan hér á Skeifusvæðinu og það er búið að samþykkja rammaskipulag sem gerir ráð fyrir heilmikilli uppbyggingu. Þannig svæðið á eftir að breytast mikið á næstu árum,“ segir hann enn fremur. Svæðið bjóði upp á marga möguleika og spennandi tímar séu fram undan. „Svo sannarlega, vegna þess að þetta er auðvitað vinsælt verslunarsvæði, þó það sé auðvitað stundum smá kaos þegar kemur að umferðinni. En við vitum að Reykjavíkurbúar kunna að meta það og viljum bara leita leiða til þess að gera það enn þá betra,“ segir Pawel. Hér má sjá svæðið sem að helstu breytingarnar verða á. Vísir/Egill Það flækir þó málin að borgarlandið nær ekki lengra en að Hagkaupum og Rúmfatalagerinn, annað er einkalóð. Pawel bendir þó á að samflokkskona hans, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, hafi átt í viðræðum undanfarið við rekstraraðila á svæðinu. Eins og bandarísk borg Fréttastofa tók stöðuna á nokkrum vegfarendum í dag og höfðu þeir ýmislegt að segja um hvað þeim fyndist um svæðið. „Ég hata Skeifuna. Ég hata Skeifuna svo innilega það er ekki hægt að labba neins staðar. Ég meina þetta liggur alla leið upp í Ármúla, ég var að reyna að fara í Hljóðfærahúsið í gær, það kom í ljós að ég var vitlausu megin við götuna og ég þurfti að labba yfir fimm hundruð metra af bílastæðum. Mér finnst þetta ömurlegt, þetta er eins og ég ímynda mér að sé að vera í bandarískri borg,“ sagði Kári Fjóluson Thoroddsen. Kári Fjóluson Thoroddsen var allt annað en sáttur. „Mér finnst að það ætti bara að vera í lögum að það sé hægt að labba í gegnum hverfi almennt,“ sagði hann enn fremur. Júlía Dröfn Júlíusdóttir sagði þá svæðið of þröngt. „Það er mjög erfitt að keyra hérna, maður finnur fyrir því sérstaklega þegar maður situr inni í bíl með foreldrum sínum og svona. Það er svo mikið af fólki og þetta er svo þröngt svæði en að labba hérna er bara mjög fínt, mér finnst það mjög kósí. Það er allt nálægt og bara þægilegt umhverfi,“ sagði Júlía en bætti við að gangstéttirnar væru ekki frábærar. „Sérstaklega þegar maður er að labba svona um, þá er snjór út um allt og voðalega lítið gert í því. Fyrir fólkið sem er að keyra, þá er bara mokað,“ segir hún. Júlía Dröfn Júlíusdóttir sagði þægilegt að labba um í Skeifunni, þó snjór og lélegar gangstéttir flæktu vissulega fyrir. Svavar Smárason sagði að um væri að ræða vandamál sem er ekki nýtt af nálinni. „Umferðin er búin að þyngjast ansi mikið hérna síðustu fimm árin, það er alveg ljóst. Svo koma náttúrulega svona stórar verslanir eins og Elko og Krónan þannig það þrengir að, vissulega,“ sagði hann. Ýmislegt væri hægt að gera til að leysa málin. „Ég myndi byrja á að tala við alla sem eru með fyrirtæki hérna í kring, hvaða hugmyndir þau eru með og kannski spyrja fólkið sem er hérna hvað er hægt að gera. Bara leysa þetta.“ Svavar Smárason sagði umferðina hafa þyngst mikið. Edda Erlends sagði það nokkuð flókið að ganga um Skeifuna og taldi að hægt væri að bæta úr málunum. „Eins og færðin er núna þá er allt dálítið erfitt. En Skeifan er nú einu sinni eins og Skeifan er og það er ekki bara flókið fyrir gangandi vegfarendur, þetta er mjög flókið fyrir akandi vegfarendur líka vegna þess að Skeifan er öll ein lóð þannig það gildir hægri réttur og fólk áttar sig ekkert á því,“ segir hún. „Auðvitað þarf að laga þetta, það er ekkert hægt að hafa þetta beinlínis svona en það er hins vegar svolítið flókið.“ Edda Erlends sagði flókið að ferðast í Skeifunni. Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Verslun Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Múgur og margmenni við opnun Elko og Krónunnar í Skeifunni Elko og Krónan opnuðu ný útibú í Mylluhúsinu í Skeifunni klukkan 9 í morgun. Áður en verslanirnar opnuðu var mikill fjöldi fólks mættur í röð fyrir utan Elko enda hundrað eintök af Playstation 5 til sölu í versluninni auk fjölda tilboða vegna opnunarinnar. 7. júlí 2022 10:55 Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. 1. september 2021 20:00 Gríðarleg uppbygging íbúðarhúsnæðis áætluð á Suðurlandsbraut Fyrirhugað er að byggja allt að fimm hundruð íbúðir og sex þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa. Borgarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu misserum. 11. janúar 2019 19:00 Húseigendur á móti íbúðum í Skeifunni Reykjavíkurborg kynnir nú breytingar á skipulagi Skeifunnar sem fela í sér að íbúðir verði í blandaðri byggð í hverfinu. Fasteignaeigendur segja forsendur ekki ljósar og spyrja hvers vegna ekki sé frekar reynt að nýta sérstöðu Skeifunnar sem verslunarsvæði. 28. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Samkvæmt tillögu að bættu umferðaröryggi sem Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, lagði fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í dag er gert ráð fyrir nokkrum breytingum. „Þó svo að Skeifan muni breytast á næstu árum þá finnst mér brýnt að skoða stöðuna eins og hún er í dag, huga að öryggi gangandi og hjólandi hérna í Skeifunni og að einhverju leyti líka akandi,“ segir Pawel. Hann leggur til að svokölluðum beygjuvasa verði komið fyrir til að auðvelda aðgengi að bílastæðinu við verslun Elko og Krónunnar, þar sem mikið öngþveiti skapast oft, gönguleiðin frá Grensásvegi að verslun Hagkaupa verði bætt og minna skorin, og aðgengi fyrir rafmagnshlaupahjól bætt auk þess sem mögulega væri hægt að koma upp stæði fyrir slík tæki. Beygjuvasi, bættar gangstéttir og betri aðstæður fyrir rafhlaupahjól eru í tillögunni. Grafík/Sara Rut Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að vísa tillögunni í vinnu við umferðaröryggisáætlun og verður síðar ákveðið í hvaða forgang hún fer. Um sé að ræða breytingar sem ættu að vera nokkuð auðveldar í framkvæmd, svo sem að hækka gangstéttir. „Ef það yrði tekið vel í þetta þá gengur þetta í gegnum svona ársferli og myndi gerast kannski þarnæsta sumar eða þar þarnæsta en þetta gæti auðvitað tekið smá tíma því við erum búin að ákveða hvað við gerum næsta sumar,“ segir Pawel. Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill „En svo er auðvitað mjög margt skemmtilegt fram undan hér á Skeifusvæðinu og það er búið að samþykkja rammaskipulag sem gerir ráð fyrir heilmikilli uppbyggingu. Þannig svæðið á eftir að breytast mikið á næstu árum,“ segir hann enn fremur. Svæðið bjóði upp á marga möguleika og spennandi tímar séu fram undan. „Svo sannarlega, vegna þess að þetta er auðvitað vinsælt verslunarsvæði, þó það sé auðvitað stundum smá kaos þegar kemur að umferðinni. En við vitum að Reykjavíkurbúar kunna að meta það og viljum bara leita leiða til þess að gera það enn þá betra,“ segir Pawel. Hér má sjá svæðið sem að helstu breytingarnar verða á. Vísir/Egill Það flækir þó málin að borgarlandið nær ekki lengra en að Hagkaupum og Rúmfatalagerinn, annað er einkalóð. Pawel bendir þó á að samflokkskona hans, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, hafi átt í viðræðum undanfarið við rekstraraðila á svæðinu. Eins og bandarísk borg Fréttastofa tók stöðuna á nokkrum vegfarendum í dag og höfðu þeir ýmislegt að segja um hvað þeim fyndist um svæðið. „Ég hata Skeifuna. Ég hata Skeifuna svo innilega það er ekki hægt að labba neins staðar. Ég meina þetta liggur alla leið upp í Ármúla, ég var að reyna að fara í Hljóðfærahúsið í gær, það kom í ljós að ég var vitlausu megin við götuna og ég þurfti að labba yfir fimm hundruð metra af bílastæðum. Mér finnst þetta ömurlegt, þetta er eins og ég ímynda mér að sé að vera í bandarískri borg,“ sagði Kári Fjóluson Thoroddsen. Kári Fjóluson Thoroddsen var allt annað en sáttur. „Mér finnst að það ætti bara að vera í lögum að það sé hægt að labba í gegnum hverfi almennt,“ sagði hann enn fremur. Júlía Dröfn Júlíusdóttir sagði þá svæðið of þröngt. „Það er mjög erfitt að keyra hérna, maður finnur fyrir því sérstaklega þegar maður situr inni í bíl með foreldrum sínum og svona. Það er svo mikið af fólki og þetta er svo þröngt svæði en að labba hérna er bara mjög fínt, mér finnst það mjög kósí. Það er allt nálægt og bara þægilegt umhverfi,“ sagði Júlía en bætti við að gangstéttirnar væru ekki frábærar. „Sérstaklega þegar maður er að labba svona um, þá er snjór út um allt og voðalega lítið gert í því. Fyrir fólkið sem er að keyra, þá er bara mokað,“ segir hún. Júlía Dröfn Júlíusdóttir sagði þægilegt að labba um í Skeifunni, þó snjór og lélegar gangstéttir flæktu vissulega fyrir. Svavar Smárason sagði að um væri að ræða vandamál sem er ekki nýtt af nálinni. „Umferðin er búin að þyngjast ansi mikið hérna síðustu fimm árin, það er alveg ljóst. Svo koma náttúrulega svona stórar verslanir eins og Elko og Krónan þannig það þrengir að, vissulega,“ sagði hann. Ýmislegt væri hægt að gera til að leysa málin. „Ég myndi byrja á að tala við alla sem eru með fyrirtæki hérna í kring, hvaða hugmyndir þau eru með og kannski spyrja fólkið sem er hérna hvað er hægt að gera. Bara leysa þetta.“ Svavar Smárason sagði umferðina hafa þyngst mikið. Edda Erlends sagði það nokkuð flókið að ganga um Skeifuna og taldi að hægt væri að bæta úr málunum. „Eins og færðin er núna þá er allt dálítið erfitt. En Skeifan er nú einu sinni eins og Skeifan er og það er ekki bara flókið fyrir gangandi vegfarendur, þetta er mjög flókið fyrir akandi vegfarendur líka vegna þess að Skeifan er öll ein lóð þannig það gildir hægri réttur og fólk áttar sig ekkert á því,“ segir hún. „Auðvitað þarf að laga þetta, það er ekkert hægt að hafa þetta beinlínis svona en það er hins vegar svolítið flókið.“ Edda Erlends sagði flókið að ferðast í Skeifunni.
Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Verslun Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Múgur og margmenni við opnun Elko og Krónunnar í Skeifunni Elko og Krónan opnuðu ný útibú í Mylluhúsinu í Skeifunni klukkan 9 í morgun. Áður en verslanirnar opnuðu var mikill fjöldi fólks mættur í röð fyrir utan Elko enda hundrað eintök af Playstation 5 til sölu í versluninni auk fjölda tilboða vegna opnunarinnar. 7. júlí 2022 10:55 Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. 1. september 2021 20:00 Gríðarleg uppbygging íbúðarhúsnæðis áætluð á Suðurlandsbraut Fyrirhugað er að byggja allt að fimm hundruð íbúðir og sex þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa. Borgarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu misserum. 11. janúar 2019 19:00 Húseigendur á móti íbúðum í Skeifunni Reykjavíkurborg kynnir nú breytingar á skipulagi Skeifunnar sem fela í sér að íbúðir verði í blandaðri byggð í hverfinu. Fasteignaeigendur segja forsendur ekki ljósar og spyrja hvers vegna ekki sé frekar reynt að nýta sérstöðu Skeifunnar sem verslunarsvæði. 28. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Múgur og margmenni við opnun Elko og Krónunnar í Skeifunni Elko og Krónan opnuðu ný útibú í Mylluhúsinu í Skeifunni klukkan 9 í morgun. Áður en verslanirnar opnuðu var mikill fjöldi fólks mættur í röð fyrir utan Elko enda hundrað eintök af Playstation 5 til sölu í versluninni auk fjölda tilboða vegna opnunarinnar. 7. júlí 2022 10:55
Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46
Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. 1. september 2021 20:00
Gríðarleg uppbygging íbúðarhúsnæðis áætluð á Suðurlandsbraut Fyrirhugað er að byggja allt að fimm hundruð íbúðir og sex þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa. Borgarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu misserum. 11. janúar 2019 19:00
Húseigendur á móti íbúðum í Skeifunni Reykjavíkurborg kynnir nú breytingar á skipulagi Skeifunnar sem fela í sér að íbúðir verði í blandaðri byggð í hverfinu. Fasteignaeigendur segja forsendur ekki ljósar og spyrja hvers vegna ekki sé frekar reynt að nýta sérstöðu Skeifunnar sem verslunarsvæði. 28. febrúar 2018 06:00