Starfsfólk hafi verið illa upplýst og það valið af Eflingu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. janúar 2023 18:15 Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Vísir/Jóhann K. Framkvæmdarstjóri Íslandshótela segir Eflingu hafa dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólk sem því miður hafi verið illa upplýst. Hart sé að ráðast á eitt fyrirtæki en þau hafi verið valin til að ná þeirri niðurstöðu sem Efling óskar. Hann býst ekki við því að starfsfólk samþykki verkfall en ef af því verður þurfi að koma í ljós hvort loka þurfi hótelum. Atkvæðagreiðsla meðal tæplega 300 félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela og Fosshótel hófst á hádegi en ótímabundið verkfall hefst á hádegi sjöunda febrúar, eftir tvær vikur, verði það samþykkt. Atkvæðagreiðslu lýkur í næstu viku. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdarstjóri Íslandshótela, ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag en hann sagði verkfall leggjast illa í þau. „Okkur finnst þetta vera, svo ég noti nú bara íslenskuna, helvíti hart að ráðast á eitt fyrirtæki,“ sagði Ólafur og benti á að Íslandshótel og Fosshótel séu undir sama hatti. „Það er verið að setja okkar fólk í þessa stöðu að þurfa að greiða atkvæði um verkfall frekar en, sem réttast hefði verið í stöðunni, að láta Eflingarfólk allt kjósa um samninginn sem er á borðinu,“ sagði hann enn fremur. Að hans sögn er um þriðjungur starfsmanna þeirra í Eflingu, flestir á höfuðborgarsvæðinu. Það þurfi að koma í ljós hvort að loka þurfi hótelum verði verkfallið að veruleika en Davíð sagði þau hafa ákveðna reynslu frá verkföllunum 2019, sem var í raun víðtækara, en þá tókst þeim að halda hótelunum opnum. Það flæki málin núna að verkfallið sem boðað hefur verið sé ótímabundið. „Það er auðvitað þannig að ég get ekkert haldið öllum hótelunum opnum í marga daga og við eigendur og stjórn og framkvæmdastjórar og svoleiðis að sjá um þrifin á öllum þessum hótelunum, það sér það hver að það mun ekki ganga til lengdar,“ sagði Davíð. Starfsfólk hafi talið að fleiri fyrirtæki yrðu með Hann gagnrýnir þá harðlega framgöngu Eflingar í málinu og vísar til ummæla Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði í dag að Efling hafi farið á nokkra vinnustaði en ekki fengið þau viðbrögð sem þau vildu. „Þau enda hér hjá okkur, þar sem auðvitað uppistaðan af fólki sem er í Eflingu er erlent fólk, og einhverra hluta vegna telja þau sig mögulega hafa fundið þarna hóp sem að muni ná fram þeirri niðurstöðu sem þau óska,“ sagði Davíð. Þá bætir hann við að starfsfólk hafi mætt á fund Eflingar á sunnudag og talið að fleiri fyrirtæki væru að taka þátt. Svo reyndist ekki raunin. Efling hafi þá dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni, ekki kafað dýpra ofan í þann samning sem er á borðinu og hvaða afleiðingar verkfall myndi hafa. „Því miður þá var þetta bara þannig að þetta var svona einhliða flutningur og okkar fólk var bara valið vegna þess að þau telja sig ná fram þessari bestu niðurstöðu. Þetta er á góðri íslensku svolítið ljótt,“ sagði Davíð. Starfsfólk hafi því miður verið illa upplýst en stjórnendur reynt að bæta úr því í vikunni. „Við erum búin að funda með öllu okkar fólki bæði í gær og í morgun og allt okkar fólk er orðið upplýst um stöðuna í dag. Það er upplýst um þennan samning sem að er á borðinu, um afturvirknina og allt þetta. Þannig að það er væntanlega að fara að taka upplýsta ákvörðun, okkar fólk,“ sagði Davíð. Finnst þér líklegt að þau samþykki verkfall? „Nei mér finnst það ekki líklegt.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20 „Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 23. janúar 2023 17:32 Félagsmenn greiða atkvæði um verkfall á sjö hótelum í Reykjavík Kjörstjórn stéttarfélagsins Eflingar hefur auglýst almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á starfsstöðvum tveggja hótelrekanda. Atkvæðagreiðslan nær til sjö hótela sem öll eru staðsett í Reykjavík. 23. janúar 2023 14:21 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Atkvæðagreiðsla meðal tæplega 300 félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela og Fosshótel hófst á hádegi en ótímabundið verkfall hefst á hádegi sjöunda febrúar, eftir tvær vikur, verði það samþykkt. Atkvæðagreiðslu lýkur í næstu viku. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdarstjóri Íslandshótela, ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag en hann sagði verkfall leggjast illa í þau. „Okkur finnst þetta vera, svo ég noti nú bara íslenskuna, helvíti hart að ráðast á eitt fyrirtæki,“ sagði Ólafur og benti á að Íslandshótel og Fosshótel séu undir sama hatti. „Það er verið að setja okkar fólk í þessa stöðu að þurfa að greiða atkvæði um verkfall frekar en, sem réttast hefði verið í stöðunni, að láta Eflingarfólk allt kjósa um samninginn sem er á borðinu,“ sagði hann enn fremur. Að hans sögn er um þriðjungur starfsmanna þeirra í Eflingu, flestir á höfuðborgarsvæðinu. Það þurfi að koma í ljós hvort að loka þurfi hótelum verði verkfallið að veruleika en Davíð sagði þau hafa ákveðna reynslu frá verkföllunum 2019, sem var í raun víðtækara, en þá tókst þeim að halda hótelunum opnum. Það flæki málin núna að verkfallið sem boðað hefur verið sé ótímabundið. „Það er auðvitað þannig að ég get ekkert haldið öllum hótelunum opnum í marga daga og við eigendur og stjórn og framkvæmdastjórar og svoleiðis að sjá um þrifin á öllum þessum hótelunum, það sér það hver að það mun ekki ganga til lengdar,“ sagði Davíð. Starfsfólk hafi talið að fleiri fyrirtæki yrðu með Hann gagnrýnir þá harðlega framgöngu Eflingar í málinu og vísar til ummæla Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði í dag að Efling hafi farið á nokkra vinnustaði en ekki fengið þau viðbrögð sem þau vildu. „Þau enda hér hjá okkur, þar sem auðvitað uppistaðan af fólki sem er í Eflingu er erlent fólk, og einhverra hluta vegna telja þau sig mögulega hafa fundið þarna hóp sem að muni ná fram þeirri niðurstöðu sem þau óska,“ sagði Davíð. Þá bætir hann við að starfsfólk hafi mætt á fund Eflingar á sunnudag og talið að fleiri fyrirtæki væru að taka þátt. Svo reyndist ekki raunin. Efling hafi þá dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni, ekki kafað dýpra ofan í þann samning sem er á borðinu og hvaða afleiðingar verkfall myndi hafa. „Því miður þá var þetta bara þannig að þetta var svona einhliða flutningur og okkar fólk var bara valið vegna þess að þau telja sig ná fram þessari bestu niðurstöðu. Þetta er á góðri íslensku svolítið ljótt,“ sagði Davíð. Starfsfólk hafi því miður verið illa upplýst en stjórnendur reynt að bæta úr því í vikunni. „Við erum búin að funda með öllu okkar fólki bæði í gær og í morgun og allt okkar fólk er orðið upplýst um stöðuna í dag. Það er upplýst um þennan samning sem að er á borðinu, um afturvirknina og allt þetta. Þannig að það er væntanlega að fara að taka upplýsta ákvörðun, okkar fólk,“ sagði Davíð. Finnst þér líklegt að þau samþykki verkfall? „Nei mér finnst það ekki líklegt.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20 „Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 23. janúar 2023 17:32 Félagsmenn greiða atkvæði um verkfall á sjö hótelum í Reykjavík Kjörstjórn stéttarfélagsins Eflingar hefur auglýst almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á starfsstöðvum tveggja hótelrekanda. Atkvæðagreiðslan nær til sjö hótela sem öll eru staðsett í Reykjavík. 23. janúar 2023 14:21 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20
„Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 23. janúar 2023 17:32
Félagsmenn greiða atkvæði um verkfall á sjö hótelum í Reykjavík Kjörstjórn stéttarfélagsins Eflingar hefur auglýst almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á starfsstöðvum tveggja hótelrekanda. Atkvæðagreiðslan nær til sjö hótela sem öll eru staðsett í Reykjavík. 23. janúar 2023 14:21