Alltof algengt að hvalir drepist við að festast í veiðarfærum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2023 20:32 Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur, segir allt of marga hvali drepast við að festast í veiðarfærum við strendur Íslands. Einn til tveir hvalir drepast árlega við Ísland vegna þessa. Vísir/Egill Alltof algengt er að hvalir hafi drepist við það að festast í veiðarfærum við Íslandsstrendur. Þetta segir hvalasérfræðingur, en ungur hnúfubakur fannst dauður með veiðarfæri vafinn um hausinn úti fyrir Njarðvík um helgina. Myndir af hvalshræinu voru teknar á sunnudag, þar sem það rak í sjónum fyrir utan Njarðvík. Á myndunum má sjá veiðarfæri, sem höfðu flækst um haus dýrsins, og drógu hann að öllum líkindum til dauða. „Það hefur algjörlega hindrað hann í að geta veitt. Það kannski hefur ekki endilega alveg lokað fyrir öndunarveginn á honum en smátt og smátt gefst hann upp og drukknar. Svo hann hlýtur ansi slæman dauðdaga þessi ungi hvalur,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur. Athygli vakti að fjórir fullvaxta hnúfubakar syntu i nágrenni við hvalshræið sem Edda segir ekki óeðlilegt. „Þeir eru mjög forvitnir um hvern annan, þeir eru miklar félagsverur. Það eru sífellt fleiri dæmi um að hnúfubakar aðstoði aðrar lífverur í háska,“ segir Edda. Atvik á borð við þetta séu allt of algeng við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að um tuttugu prósent hnúfubaka við ísland hafi lent í veiðarfærum. „Veiðarfæri og rusl í sjónum hefur aukist gríðarlega í sjónum síðustu áratugi á sama tíma og stofninn er að vinna sig aftur upp. Hér er ný ógn fyrir þessi dýr og virðist taka töluvert af dýrum á ári.“ Grípa þurfi til aðgerða fyrir þennan stofn sem áður hefur verið í útrýmingarhættu. „Það er mikilvægt að við horfum á þessi tilfelli sem rauð flögg. Þetta er alvarlegt, þetta er eitthvað sem við þurfum að mæta. Þetta er ein af helstu dánarorsökum stórra hvala í heiminum í dag,“segir Edda. „Það er okkar sök að þessi dýr eru að lenda í þessum aðstæðum og allt of oft.“ Dýr Umhverfismál Sjávarútvegur Reykjanesbær Tengdar fréttir Hvalur flæktist í hengingaról Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga. 22. janúar 2023 19:31 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Myndir af hvalshræinu voru teknar á sunnudag, þar sem það rak í sjónum fyrir utan Njarðvík. Á myndunum má sjá veiðarfæri, sem höfðu flækst um haus dýrsins, og drógu hann að öllum líkindum til dauða. „Það hefur algjörlega hindrað hann í að geta veitt. Það kannski hefur ekki endilega alveg lokað fyrir öndunarveginn á honum en smátt og smátt gefst hann upp og drukknar. Svo hann hlýtur ansi slæman dauðdaga þessi ungi hvalur,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur. Athygli vakti að fjórir fullvaxta hnúfubakar syntu i nágrenni við hvalshræið sem Edda segir ekki óeðlilegt. „Þeir eru mjög forvitnir um hvern annan, þeir eru miklar félagsverur. Það eru sífellt fleiri dæmi um að hnúfubakar aðstoði aðrar lífverur í háska,“ segir Edda. Atvik á borð við þetta séu allt of algeng við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að um tuttugu prósent hnúfubaka við ísland hafi lent í veiðarfærum. „Veiðarfæri og rusl í sjónum hefur aukist gríðarlega í sjónum síðustu áratugi á sama tíma og stofninn er að vinna sig aftur upp. Hér er ný ógn fyrir þessi dýr og virðist taka töluvert af dýrum á ári.“ Grípa þurfi til aðgerða fyrir þennan stofn sem áður hefur verið í útrýmingarhættu. „Það er mikilvægt að við horfum á þessi tilfelli sem rauð flögg. Þetta er alvarlegt, þetta er eitthvað sem við þurfum að mæta. Þetta er ein af helstu dánarorsökum stórra hvala í heiminum í dag,“segir Edda. „Það er okkar sök að þessi dýr eru að lenda í þessum aðstæðum og allt of oft.“
Dýr Umhverfismál Sjávarútvegur Reykjanesbær Tengdar fréttir Hvalur flæktist í hengingaról Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga. 22. janúar 2023 19:31 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Hvalur flæktist í hengingaról Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga. 22. janúar 2023 19:31