Útboð vegna snjómoksturs endaði með málaferlum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. janúar 2023 15:11 Stefnandinn í málinu hélt því fram að brotin hefðu verið framin í því skyni að hygla öðrum bjóðendum í útboðinu á hans kostnað. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Akureyrarbæ af kröfum verktaka sem krafðist viðurkenningar á bótaskyldu vegna meintra brota á útboðsskilmálum og verksamningi aðila. Samningurinn var í framhaldi af útboði vegna snjómoksturs og hálkuvarna á Akureyri fyrir árin 2019 til 2022. Verktakinn fór fram á viðurkenningu á bótaskyldu vegna tjóns sem hann sagði fela í sér missi á hagnaði, sem hann kynni að hafa notið ef hann hefði ekki verið sniðgengin við úthlutun verkefna sem lægstbjóðandi í útboðinu „Snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri árin 2019-2022“ fyrir tímabilið frá 25. október 2019 til 31. október 2020. Þá krafðist hann einnig viðurkenningar vegna tekjutaps sem hann sagðist hafa orðið fyrir á tímabilinu 1. nóvember 2020 til 31. mars 2021 og sagði það tilkomið vegna ákvörðunar Akureyrarbæjar um að fresta innleiðingu ferilbúnaðar hinn 16. nóvember 2020, í stað þess að rifta samningum við þá verktaka sem höfðu ekkiútbúið tæki sín með búnaði til ferilvöktunar hinn 1. nóvember 2020. Sömuleiðis krafðist hann bóta vegna tekjutaps sem hann kvaðst hafa orðið fyrir eftir að hafa verið sniðgenginn við úthlutun verkefna sem lægstbjóðandi í sama útboði. Stefnandinn byggði kröfu sína á því að Akureyrarbær hefði á „saknæman og ólögmætan hátt“ brotið í fyrsta lagi gegn forgangsreglum, í öðru lagi gegn hlutfallsviðmiði og í þriðja lagi gegn skyldu til að rifta samningum við alla aðra verktaka en stefnandanum vegna skilyrðis umferilvöktunarbúnað. Þá hélt hann því fram að brotin hefðu verið framin í því skyni að hygla öðrum bjóðendum á hans kostnað. Var með lægsta boð í fimm flokkum Forsaga málsins er sú að í byrjun september 2019 var verkið „Snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri árin 2019-2022“ boðið út af Akureyrarbæ og voru útboðsgögn afhent 12. september 2019. Samkvæmt útboðslýsingu fólst verkefnið í hreinsun á snjó og krapa af götum, gangstígum og bifreiðastæðum auk sandburðar á götur, gangstíga og bifreiðastæði. Hægt var að bjóða í 19 mismunandi flokka sem tækjum var skipt í samkvæmt útboðsskilmálum. Mismunandi kröfur voru gerðar til tegundar, eiginleika, stærðar og aflstækja eftir flokkum. Útboðið gilti fyrir Akureyri í heild sinni og var gert ráð fyrir því að semja við fleiri en einn aðila á grundvelli einingarverða í hverjum flokki, auk þess sem verktakinn myndi jafnframt nota eigin tæki sveitarfélagsins til aðsinna snjómokstri og hálkuvörnum. Var óskað eftir tilboðum í tímagjald verktaka. Tilboð voru opnuð 27. september 2019 en fimmtán verktakar skiluðu inn tilboðum. Þann 11. október 2019 samþykkti umhverfis-og mannvirkjaráð bæjarins að gengið yrði til samninga við tólf verktaka, sem allir uppfylltu kröfur útboðsins og í kjölfarið var skrifað undir 78 samninga. Stefnandinn í málinu tók þátt í fimm flokkum útboðsins og var með lægsta boð í þeim öllum. Var gengið til samninga við hann 15. nóvember 2019. Samkvæmt útboðsskilmálum átti hann að vera í forgangi þegar tæki væru kölluð út í framangreindum flokkum en ef verktaki með hagstæðasta tilboð gæti ekki sinnt útkalli, þá yrði leitað til verktaka með næst hagstæðasta tilboðið og síðan koll af kolli. Sagði bæinn hafa brotið forgangsreglur í 88 skipti Fram kemur í gögnum málsins að snjómokstur og hálkuvarnir hjá Akureyrarbæ sé fyrst og fremst í höndum Umhverfismiðstöðvar bæjarins. Þegar verðurfari háttar þannig að snjór er of mikill til þess að Umhverfismiðstöð ráði ein við verkið er nauðsyn að geta kallað til aðra verktaka til að mæta auknu álagi, gera fólki kleift að komast til vinnu og skóla, tryggja öryggi vegfarenda og halda umferð neyðarbíla gangandi. Þá kemur fram kemur að útboð verktakans, stefnandans í málinu, miðaðist því við að fá tilboð í tímaverð fyrir vélar og tæki í mismunandi flokkum,sem myndu gilda í framangreindum útköllum á álagstímum. Í útboðinu fólst hins vegar ekki að tilteknum verkefnum væri úthlutað til bjóðenda. Stefnandinn hélt því fram að í alls 27 skipti árið 2019, og 61 skipti árið 2020 hefði Akureyrarbær brotið gegn forgangsreglum tiltekins ákvæðis í útboðsskilmálum, með því að annað hvort kalla út vélar í flokki sem verktakinn var lægstbjóðandi í, án þess að kalla hann fyrst til vinnu, eða með því að aðrir en hann sjálfur hafi verið lengur við störf í þessum flokkum umrædda daga. Skýringar Akureyrarbæjar töldust málefnalegar Að mati dómsins tókst verktakanum hins vegar ekki að hrekja skýringar bæjarins, sem taldar voru eðlilegar og málefnalegar. Í forgangsreglum ákvæðisins sem um ræðir kemur fram að lægstbjóðandi sitji fyrir um vinnu á þann hátt að haft skal samband við hann á undan öðrum bjóðendum vegna verkefna í viðkomandi flokki. Hins vegar felst ekki í ákvæðinu að tryggt sé að lægstbjóðandi fái ávallt mestan tímafjölda innan hvers útkallsdags af þeim tækjum sem kölluð eru út í þeim tilvikum þegar kalla þarf út fleiri en eitt tæki. Þá benti dómurinn á að í útreikningum verktakans hafi ekkert tillit verið tekið til fjölda tækja á vegum hvers verktaka í útboðinu,en verktakinn hafði einungis yfir einu tæki að ráða í þeim flokkum sem hann bauð í, alls fimm tæki í upphafi, fjögur viku eftir undirritun samnings og síðar þrjú. Þá kemur fram að í útboðsskilmálum segi hvergi að snjómokstursverkefni dreifist jafnt á alla tækjaflokka. Að mati dómsins lagði Akureyrarbær fram málefnalegar skýringar á vali vinnuvéla með tilliti til verkefna og taldi dómurinn að þær skýringar brytu á engan hátt í bága við útboðsskilmála eða réttmætar væntingar bjóðenda. Í niðurstöðu dómsins segir að Akureyrarbær hafi ekki sýnt fram á annað en að eðlilegar skýringar séu á því að stærstu verktakarnir í útboðinu sinntu hlutfallslega fleiri verkefnum en stefnandinn í málinu. „Samkvæmt öllu því sem rakið hefur verið hér að framan eiga hinar tilbúnu forsendur stefnanda um hlutfallsviðmið á milli flokka við úthlutun verkefna sér enga stoð í gögnum málsins. Fer því fjarri að stefnandi hafi með útreikningum sínum,eða öðrum staðhæfingum um brot gegn jafnræði sem vikið hefur verið að hér að framan, sýnt fram á saknæma og ólötmæta háttsemi stefnda við úthlutun verkefna á grundvelli útboðsins,“ segir jafnframt í niðurstöðu dómsins. Akureyrarbær var því sýknaður af kröfum verktakans en verktakanum sjálfum var gert að greiða bænum tvær og hálfa milljón króna í málskostnað. Dómur Norðurlands eystra. Akureyri Dómsmál Snjómokstur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Verktakinn fór fram á viðurkenningu á bótaskyldu vegna tjóns sem hann sagði fela í sér missi á hagnaði, sem hann kynni að hafa notið ef hann hefði ekki verið sniðgengin við úthlutun verkefna sem lægstbjóðandi í útboðinu „Snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri árin 2019-2022“ fyrir tímabilið frá 25. október 2019 til 31. október 2020. Þá krafðist hann einnig viðurkenningar vegna tekjutaps sem hann sagðist hafa orðið fyrir á tímabilinu 1. nóvember 2020 til 31. mars 2021 og sagði það tilkomið vegna ákvörðunar Akureyrarbæjar um að fresta innleiðingu ferilbúnaðar hinn 16. nóvember 2020, í stað þess að rifta samningum við þá verktaka sem höfðu ekkiútbúið tæki sín með búnaði til ferilvöktunar hinn 1. nóvember 2020. Sömuleiðis krafðist hann bóta vegna tekjutaps sem hann kvaðst hafa orðið fyrir eftir að hafa verið sniðgenginn við úthlutun verkefna sem lægstbjóðandi í sama útboði. Stefnandinn byggði kröfu sína á því að Akureyrarbær hefði á „saknæman og ólögmætan hátt“ brotið í fyrsta lagi gegn forgangsreglum, í öðru lagi gegn hlutfallsviðmiði og í þriðja lagi gegn skyldu til að rifta samningum við alla aðra verktaka en stefnandanum vegna skilyrðis umferilvöktunarbúnað. Þá hélt hann því fram að brotin hefðu verið framin í því skyni að hygla öðrum bjóðendum á hans kostnað. Var með lægsta boð í fimm flokkum Forsaga málsins er sú að í byrjun september 2019 var verkið „Snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri árin 2019-2022“ boðið út af Akureyrarbæ og voru útboðsgögn afhent 12. september 2019. Samkvæmt útboðslýsingu fólst verkefnið í hreinsun á snjó og krapa af götum, gangstígum og bifreiðastæðum auk sandburðar á götur, gangstíga og bifreiðastæði. Hægt var að bjóða í 19 mismunandi flokka sem tækjum var skipt í samkvæmt útboðsskilmálum. Mismunandi kröfur voru gerðar til tegundar, eiginleika, stærðar og aflstækja eftir flokkum. Útboðið gilti fyrir Akureyri í heild sinni og var gert ráð fyrir því að semja við fleiri en einn aðila á grundvelli einingarverða í hverjum flokki, auk þess sem verktakinn myndi jafnframt nota eigin tæki sveitarfélagsins til aðsinna snjómokstri og hálkuvörnum. Var óskað eftir tilboðum í tímagjald verktaka. Tilboð voru opnuð 27. september 2019 en fimmtán verktakar skiluðu inn tilboðum. Þann 11. október 2019 samþykkti umhverfis-og mannvirkjaráð bæjarins að gengið yrði til samninga við tólf verktaka, sem allir uppfylltu kröfur útboðsins og í kjölfarið var skrifað undir 78 samninga. Stefnandinn í málinu tók þátt í fimm flokkum útboðsins og var með lægsta boð í þeim öllum. Var gengið til samninga við hann 15. nóvember 2019. Samkvæmt útboðsskilmálum átti hann að vera í forgangi þegar tæki væru kölluð út í framangreindum flokkum en ef verktaki með hagstæðasta tilboð gæti ekki sinnt útkalli, þá yrði leitað til verktaka með næst hagstæðasta tilboðið og síðan koll af kolli. Sagði bæinn hafa brotið forgangsreglur í 88 skipti Fram kemur í gögnum málsins að snjómokstur og hálkuvarnir hjá Akureyrarbæ sé fyrst og fremst í höndum Umhverfismiðstöðvar bæjarins. Þegar verðurfari háttar þannig að snjór er of mikill til þess að Umhverfismiðstöð ráði ein við verkið er nauðsyn að geta kallað til aðra verktaka til að mæta auknu álagi, gera fólki kleift að komast til vinnu og skóla, tryggja öryggi vegfarenda og halda umferð neyðarbíla gangandi. Þá kemur fram kemur að útboð verktakans, stefnandans í málinu, miðaðist því við að fá tilboð í tímaverð fyrir vélar og tæki í mismunandi flokkum,sem myndu gilda í framangreindum útköllum á álagstímum. Í útboðinu fólst hins vegar ekki að tilteknum verkefnum væri úthlutað til bjóðenda. Stefnandinn hélt því fram að í alls 27 skipti árið 2019, og 61 skipti árið 2020 hefði Akureyrarbær brotið gegn forgangsreglum tiltekins ákvæðis í útboðsskilmálum, með því að annað hvort kalla út vélar í flokki sem verktakinn var lægstbjóðandi í, án þess að kalla hann fyrst til vinnu, eða með því að aðrir en hann sjálfur hafi verið lengur við störf í þessum flokkum umrædda daga. Skýringar Akureyrarbæjar töldust málefnalegar Að mati dómsins tókst verktakanum hins vegar ekki að hrekja skýringar bæjarins, sem taldar voru eðlilegar og málefnalegar. Í forgangsreglum ákvæðisins sem um ræðir kemur fram að lægstbjóðandi sitji fyrir um vinnu á þann hátt að haft skal samband við hann á undan öðrum bjóðendum vegna verkefna í viðkomandi flokki. Hins vegar felst ekki í ákvæðinu að tryggt sé að lægstbjóðandi fái ávallt mestan tímafjölda innan hvers útkallsdags af þeim tækjum sem kölluð eru út í þeim tilvikum þegar kalla þarf út fleiri en eitt tæki. Þá benti dómurinn á að í útreikningum verktakans hafi ekkert tillit verið tekið til fjölda tækja á vegum hvers verktaka í útboðinu,en verktakinn hafði einungis yfir einu tæki að ráða í þeim flokkum sem hann bauð í, alls fimm tæki í upphafi, fjögur viku eftir undirritun samnings og síðar þrjú. Þá kemur fram að í útboðsskilmálum segi hvergi að snjómokstursverkefni dreifist jafnt á alla tækjaflokka. Að mati dómsins lagði Akureyrarbær fram málefnalegar skýringar á vali vinnuvéla með tilliti til verkefna og taldi dómurinn að þær skýringar brytu á engan hátt í bága við útboðsskilmála eða réttmætar væntingar bjóðenda. Í niðurstöðu dómsins segir að Akureyrarbær hafi ekki sýnt fram á annað en að eðlilegar skýringar séu á því að stærstu verktakarnir í útboðinu sinntu hlutfallslega fleiri verkefnum en stefnandinn í málinu. „Samkvæmt öllu því sem rakið hefur verið hér að framan eiga hinar tilbúnu forsendur stefnanda um hlutfallsviðmið á milli flokka við úthlutun verkefna sér enga stoð í gögnum málsins. Fer því fjarri að stefnandi hafi með útreikningum sínum,eða öðrum staðhæfingum um brot gegn jafnræði sem vikið hefur verið að hér að framan, sýnt fram á saknæma og ólötmæta háttsemi stefnda við úthlutun verkefna á grundvelli útboðsins,“ segir jafnframt í niðurstöðu dómsins. Akureyrarbær var því sýknaður af kröfum verktakans en verktakanum sjálfum var gert að greiða bænum tvær og hálfa milljón króna í málskostnað. Dómur Norðurlands eystra.
Akureyri Dómsmál Snjómokstur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira