Erlendum burðardýrum sleppt með engan pening eða síma Bjarki Sigurðsson skrifar 23. janúar 2023 11:05 Guðmundur Ingi Þóroddsson kallar eftir breytingum þegar kemur að fangelsisvist burðardýra. Vísir Dæmi er um að einstaklingum sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnainnflutning sé sleppt eftir afplánun með engan pening eða síma. Formaður félags fanga kallar eftir breytingum á kerfinu og vill að þessir einstaklingar fái að afplána dóm sinn með samfélagsþjónustu. Fangarnir séu fórnarlömb mansals en engir höfuðpaurar. Félagsmenn Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hafa undanfarið sótt erlenda fanga sem hafa lokið afplánun í fangelsi og komið þeim á gistiheimili, hótel eða upp á flugvöll. Fangarnir hafa margir hverjir verið dæmdir fyrir fíkniefnainnflutning og eru oftar en ekki svokölluð burðardýr, það er að þeir koma ekki að skipulagningu innflutningsins. „Fangaverðir auðvitað sleppa þeim bara út að morgni við lok afplánunar. Fangarnir vita ekkert hvert þeir eiga að fara og eiga yfirleitt engan pening. Eiga jafnvel engan síma eða neitt. Fangaverðirnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við þá. Þannig hefur það endað svolítið á okkur. Það er bara hringt í okkur og spurt hvort við getum séð um þetta og við höfum gert það. Það eru fjölmörg dæmi undanfarnar vikur og mánuði,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samtali við fréttastofu. Mæður og ungt fólk Hann segir að oftar en ekki sé þetta fólk í viðkvæmri stöðu, ungt fólk eða mæður. Um helgina sótti hann fanga sem var einungis átján ára gamall sem hafði lokið afplánun. „Það er enginn að segja mér að átján ára unglingur taki það sjálfur upp að fara að smygla vímuefnum til landsins. Þetta ber yfirleitt alltaf einhver merki mansals. Það er ekki bara í þessu tilfelli, við erum með full fangelsi af til dæmis konum sem eiga mörg börn og hafa farið í þessar ferðir. Við erum með blindan einstakling í fangelsi. Þau bera öll merki mansals þessi mál,“ segir Guðmundur. Yfirleitt fá þessi burðardýr svipaða dóma og að mati Guðmundar væri hægt að klára þessi mál á viku. Yfirleitt eru burðardýrin úrskurðuð í gæsluvarðhald eða farbann áður en mál þeirra er tekið fyrir. Guðmundur segir að í sumum tilfellum sé betra fyrir fólkið að fara í gæsluvarðhald þar sem ekki er búið að skipuleggja neitt úrræði fyrir þá sem settir eru í farbann. „Við myndum til dæmis vilja sjá þetta þannig að fólk sé handtekið og rannsakað á örfáum dögum, svo er það bara sett í farbann. Svo getur það afplánað í samfélagsþjónustu eins og Íslendingarnir. Það þarf auðvitað að tryggja þessu fólki aðstöðu, þak yfir höfuðið og framfærslu. Það er alltaf ódýrara en að hafa þau í fangelsi,“ segir Guðmundur og bendir á að fangelsi sé dýrasta úrræðið fyrir samfélagið. Reynt að koma hugmyndunum á framfæri Hugmyndum sínum hefur Guðmundur reynt að koma áleiðis til yfirvalda, ýmist með greinaskrifum eða með beinum samræðum við dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun. „Ég veit að Fangelsismálastofnun er á sömu skoðun og við. Þeir vilja ekkert hafa fangelsin full af fólki sem getur sinnt samfélagsþjónustu og er í viðkvæmri stöðu. Þeir hafa engan áhuga á því. En það er ekkert verið að skipuleggja þessi mál. Dómarar telja þetta flóknara mál en í mínum huga er þetta ekkert flókið og þessu væri hægt að breyta á mjög stuttum tíma,“ segir Guðmundur. Tvöföld refsing Dæmi er um að burðardýr fái í rauninni tvöfalda refsingu. Séu þau sett í farbann þurfa þau að bíða eftir því að vera dæmd til að hefja afplánun. Þegar afplánun loksins lýkur hafa þau verið föst hér landi allt að tvöfalt lengur en þau ættu að þurfa. „Þetta er bara þungt í vöfum. Ég veit að Fangelsismálstofnun hefur verið að reyna að kynna þessar hugmyndir niðri í dómsmálaráðuneyti núna. Ég skil ekki hvers vegna það er ekki drifið í þessu. Þetta sparar pening, það er allt gott við þetta. Þetta virðist stoppa einhvers staðar í réttarfærslukerfinu,“ segir Guðmundur. „Það er ekkert sem tekur við ef þú ert settur í farbann. Þú ert bara settur á götuna og veist ekkert hvernig þú átt að bjarga þér.“ Fangelsismál Fíkniefnabrot Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Félagsmenn Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hafa undanfarið sótt erlenda fanga sem hafa lokið afplánun í fangelsi og komið þeim á gistiheimili, hótel eða upp á flugvöll. Fangarnir hafa margir hverjir verið dæmdir fyrir fíkniefnainnflutning og eru oftar en ekki svokölluð burðardýr, það er að þeir koma ekki að skipulagningu innflutningsins. „Fangaverðir auðvitað sleppa þeim bara út að morgni við lok afplánunar. Fangarnir vita ekkert hvert þeir eiga að fara og eiga yfirleitt engan pening. Eiga jafnvel engan síma eða neitt. Fangaverðirnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við þá. Þannig hefur það endað svolítið á okkur. Það er bara hringt í okkur og spurt hvort við getum séð um þetta og við höfum gert það. Það eru fjölmörg dæmi undanfarnar vikur og mánuði,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samtali við fréttastofu. Mæður og ungt fólk Hann segir að oftar en ekki sé þetta fólk í viðkvæmri stöðu, ungt fólk eða mæður. Um helgina sótti hann fanga sem var einungis átján ára gamall sem hafði lokið afplánun. „Það er enginn að segja mér að átján ára unglingur taki það sjálfur upp að fara að smygla vímuefnum til landsins. Þetta ber yfirleitt alltaf einhver merki mansals. Það er ekki bara í þessu tilfelli, við erum með full fangelsi af til dæmis konum sem eiga mörg börn og hafa farið í þessar ferðir. Við erum með blindan einstakling í fangelsi. Þau bera öll merki mansals þessi mál,“ segir Guðmundur. Yfirleitt fá þessi burðardýr svipaða dóma og að mati Guðmundar væri hægt að klára þessi mál á viku. Yfirleitt eru burðardýrin úrskurðuð í gæsluvarðhald eða farbann áður en mál þeirra er tekið fyrir. Guðmundur segir að í sumum tilfellum sé betra fyrir fólkið að fara í gæsluvarðhald þar sem ekki er búið að skipuleggja neitt úrræði fyrir þá sem settir eru í farbann. „Við myndum til dæmis vilja sjá þetta þannig að fólk sé handtekið og rannsakað á örfáum dögum, svo er það bara sett í farbann. Svo getur það afplánað í samfélagsþjónustu eins og Íslendingarnir. Það þarf auðvitað að tryggja þessu fólki aðstöðu, þak yfir höfuðið og framfærslu. Það er alltaf ódýrara en að hafa þau í fangelsi,“ segir Guðmundur og bendir á að fangelsi sé dýrasta úrræðið fyrir samfélagið. Reynt að koma hugmyndunum á framfæri Hugmyndum sínum hefur Guðmundur reynt að koma áleiðis til yfirvalda, ýmist með greinaskrifum eða með beinum samræðum við dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun. „Ég veit að Fangelsismálastofnun er á sömu skoðun og við. Þeir vilja ekkert hafa fangelsin full af fólki sem getur sinnt samfélagsþjónustu og er í viðkvæmri stöðu. Þeir hafa engan áhuga á því. En það er ekkert verið að skipuleggja þessi mál. Dómarar telja þetta flóknara mál en í mínum huga er þetta ekkert flókið og þessu væri hægt að breyta á mjög stuttum tíma,“ segir Guðmundur. Tvöföld refsing Dæmi er um að burðardýr fái í rauninni tvöfalda refsingu. Séu þau sett í farbann þurfa þau að bíða eftir því að vera dæmd til að hefja afplánun. Þegar afplánun loksins lýkur hafa þau verið föst hér landi allt að tvöfalt lengur en þau ættu að þurfa. „Þetta er bara þungt í vöfum. Ég veit að Fangelsismálstofnun hefur verið að reyna að kynna þessar hugmyndir niðri í dómsmálaráðuneyti núna. Ég skil ekki hvers vegna það er ekki drifið í þessu. Þetta sparar pening, það er allt gott við þetta. Þetta virðist stoppa einhvers staðar í réttarfærslukerfinu,“ segir Guðmundur. „Það er ekkert sem tekur við ef þú ert settur í farbann. Þú ert bara settur á götuna og veist ekkert hvernig þú átt að bjarga þér.“
Fangelsismál Fíkniefnabrot Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira