Forsetinn í varðskipi á leið til móts við vélarvana togara Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2023 09:45 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er um borð í varðskipinu Freyju, sem verið er að sigla til hjálpar vélarvana togara. Tilkynning barst frá togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni um klukkan fjögur í nótt um að togarinn væri aflvana. Uppfært 14:30 - Freyja er lögð af stað með togarann áleiðis til hafnar. Línu var komið fyrir á milli skipanna og gert ráð fyrir að þau verði komin inn á Ísafjarðardjúp í kvöld en verða ekki komin til hafnar fyrr en í fyrramálið. Togarinn var um fimmtíu sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi þegar aðstoðarkallði barst. Áhöfn varðskipsins Freyju er á leið á vettvang en verið var að sigla skipinu inn á Patreksfjarðarflóa þar sem skipið átti að vera hluti af minningarathöfn vegna snjóflóðsins sem féll á Patreksfjörð fyrir fjörutíu árum. Varðskipið á að ná til togarans um klukkan ellefu. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að reynt verði að aðstoða áhöfn Hrafns við að koma vélum í lag en heppnist það ekki stendur til að draga skipið til hafnar á Ísafirði. Veður er ágætt á svæðinu en á að versna þegar líður á daginn. Í tilkynningunni segir að Guðni hafi verið sóttur til Grundarfjarðar í gærkvöldi þar sem tvísýnt var um landleiðina til Patreksfjarðar í dag. Þegar útkallið barst var forsetinn vakinn af værum svefni, eins og það er orðað í tilkynningunni, og spurður hvort að reyna ætti að setja hann í land. Guðni vildi ekki að björgunaraðgerðir tefðust og fer hann því með skipinu til móts við Hrafn Sveinbjarnarson. Haft er eftir skipstjóra Freyju að Guðni sé orðinn sjóaður og fylgist vel með gangi mála. Landhelgisgæslan Forseti Íslands Sjávarútvegur Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Uppfært 14:30 - Freyja er lögð af stað með togarann áleiðis til hafnar. Línu var komið fyrir á milli skipanna og gert ráð fyrir að þau verði komin inn á Ísafjarðardjúp í kvöld en verða ekki komin til hafnar fyrr en í fyrramálið. Togarinn var um fimmtíu sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi þegar aðstoðarkallði barst. Áhöfn varðskipsins Freyju er á leið á vettvang en verið var að sigla skipinu inn á Patreksfjarðarflóa þar sem skipið átti að vera hluti af minningarathöfn vegna snjóflóðsins sem féll á Patreksfjörð fyrir fjörutíu árum. Varðskipið á að ná til togarans um klukkan ellefu. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að reynt verði að aðstoða áhöfn Hrafns við að koma vélum í lag en heppnist það ekki stendur til að draga skipið til hafnar á Ísafirði. Veður er ágætt á svæðinu en á að versna þegar líður á daginn. Í tilkynningunni segir að Guðni hafi verið sóttur til Grundarfjarðar í gærkvöldi þar sem tvísýnt var um landleiðina til Patreksfjarðar í dag. Þegar útkallið barst var forsetinn vakinn af værum svefni, eins og það er orðað í tilkynningunni, og spurður hvort að reyna ætti að setja hann í land. Guðni vildi ekki að björgunaraðgerðir tefðust og fer hann því með skipinu til móts við Hrafn Sveinbjarnarson. Haft er eftir skipstjóra Freyju að Guðni sé orðinn sjóaður og fylgist vel með gangi mála.
Landhelgisgæslan Forseti Íslands Sjávarútvegur Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira