Framkvæmdir á Litla Hrauni fyrir tvo milljarða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2023 13:05 Hér má sjá nýju byggingarnar, sem eru appelsínugular á myndinni, sem verður byggðar á Litla Hrauni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú styttist óðum í að miklar framkvæmdir hefjist við fangelsið á Litla Hrauni á Eyrarbakka en þar á að fara að byggja nýtt þjónustuhús, nýja varðstofu og nýtt fjölnotahús. Kostnaður er um tveir milljarðar króna. Húsin á Litla Hrauni er mörg hver orðin ansi gömul og lúin og því þykir löngu tímabært að fara í lagfæringar og endurbætur á fangelsinu. Þrjár nýjar byggingar verða byggðar á lóð fangelsisins og munu framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Halldór Valur Pálsson er forstöðumaður Litla Hrauns. „Við höfum fengið ábendingar bæði frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum og aðilum eins og Vinnueftirlitinu og öðrum um að bæði aðbúnaði sérfræðinga og starfsmanna sé ábótavant og núna erum við bara lögð af stað í það verkefni að bæta úr. Og það er verið að fara að byggja upp þrettán hundruð fermetra af byggingum og endurgera allt að tvö þúsund fermetra af eldi byggingum,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur segir verkefnið mjög flott og metnaðarfullt. „Já, við erum mjög spennt fyrir þessu og við eru líka spennt að sjá hver aðferðafræðin verður við að byggja þetta því þarna er Framkvæmdasýsla ríkisins að prófa í fyrsta skipti svokallaða samstarfsleið við opinbera framkvæmd. Við erum svokallað „Pilot“ verkefni í því en þetta er flókið verkefni þar sem þú ætlar að reka fangelsið allan tíman á meðan,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur Pálsson, sem er forstöðumaður Litla Hrauns. Hann er líka yfir fangelsinu á Hólmsheiði og á Sogni í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eitthvað kosta þessar framkvæmdir. „Já, það hafa verið veittir rétt um tveir milljarðar í verkefnið á fjárlögum síðustu tveggja ára.“ En hvenær hefjast framkvæmdir og hvenær verður þeim lokið? „Við vonumst til þessa að framkvæmda tíminn verði um tvö ár frá frá því að við erum lögð af stað. Verktakarnir eru spenntir að fá að byrja veit ég og við erum bara að reyna að hafa hraðar hendur við að undirbúa allt sem hægt er að hafa klárt áður en það verður byrjað,“ segir Halldór Valur. Um tveir milljarðar króna fara í framkvæmdirnar á Litla Hrauni en svona mun fangelsið m.a. líta út þegar framkvæmdum verður lokið. Vinningstillagan er frá VA Arkitektum.VA Arkitektar Varðturninn á Litla Hrauni verður fjarlægður við framkvæmdirnar. „Já, þegar þú ert að reyna að skapa andrúmsloft, sem þú vilt að betrun og jákvætt hugarfar ráði ferð þá er eftirlits turn, sem lítur út eins og vélbyssuhreiður kannski ekki æskileg bygging þar inn í miðju,“ segir Halldór Valur. Varðturninn á Litla Hrauni verður rifinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson 75 fangar eru á Litla Hrauni í dag og starfsmenn eru um 70 í 60 stöðugildum. Árborg Fangelsismál Tengdar fréttir Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Húsin á Litla Hrauni er mörg hver orðin ansi gömul og lúin og því þykir löngu tímabært að fara í lagfæringar og endurbætur á fangelsinu. Þrjár nýjar byggingar verða byggðar á lóð fangelsisins og munu framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Halldór Valur Pálsson er forstöðumaður Litla Hrauns. „Við höfum fengið ábendingar bæði frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum og aðilum eins og Vinnueftirlitinu og öðrum um að bæði aðbúnaði sérfræðinga og starfsmanna sé ábótavant og núna erum við bara lögð af stað í það verkefni að bæta úr. Og það er verið að fara að byggja upp þrettán hundruð fermetra af byggingum og endurgera allt að tvö þúsund fermetra af eldi byggingum,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur segir verkefnið mjög flott og metnaðarfullt. „Já, við erum mjög spennt fyrir þessu og við eru líka spennt að sjá hver aðferðafræðin verður við að byggja þetta því þarna er Framkvæmdasýsla ríkisins að prófa í fyrsta skipti svokallaða samstarfsleið við opinbera framkvæmd. Við erum svokallað „Pilot“ verkefni í því en þetta er flókið verkefni þar sem þú ætlar að reka fangelsið allan tíman á meðan,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur Pálsson, sem er forstöðumaður Litla Hrauns. Hann er líka yfir fangelsinu á Hólmsheiði og á Sogni í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eitthvað kosta þessar framkvæmdir. „Já, það hafa verið veittir rétt um tveir milljarðar í verkefnið á fjárlögum síðustu tveggja ára.“ En hvenær hefjast framkvæmdir og hvenær verður þeim lokið? „Við vonumst til þessa að framkvæmda tíminn verði um tvö ár frá frá því að við erum lögð af stað. Verktakarnir eru spenntir að fá að byrja veit ég og við erum bara að reyna að hafa hraðar hendur við að undirbúa allt sem hægt er að hafa klárt áður en það verður byrjað,“ segir Halldór Valur. Um tveir milljarðar króna fara í framkvæmdirnar á Litla Hrauni en svona mun fangelsið m.a. líta út þegar framkvæmdum verður lokið. Vinningstillagan er frá VA Arkitektum.VA Arkitektar Varðturninn á Litla Hrauni verður fjarlægður við framkvæmdirnar. „Já, þegar þú ert að reyna að skapa andrúmsloft, sem þú vilt að betrun og jákvætt hugarfar ráði ferð þá er eftirlits turn, sem lítur út eins og vélbyssuhreiður kannski ekki æskileg bygging þar inn í miðju,“ segir Halldór Valur. Varðturninn á Litla Hrauni verður rifinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson 75 fangar eru á Litla Hrauni í dag og starfsmenn eru um 70 í 60 stöðugildum.
Árborg Fangelsismál Tengdar fréttir Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40