Fimmtán stig dregin af Juventus fyrir brot á félagsskiptareglum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2023 23:42 Stjórn Juventus sagði af sér í nóvember á seinasta ári í tengslum við málið. Daniele Badolato - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images Fimmtán stig hafa verið dregin af ítalska stórliðinu Juventus fyrir alvarleg brot á félagsskiptareglum ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ítalska knattspyrnusambandinu, en Juventus var til rannsóknar vegna ásakana um að hagræða bókhaldi sínu og faldar greiðslur til leikmanna. Serie A’s FIGC Prosecutor has ruled that Juventus will be given a -15 point deduction as result of the “Plusvalenza Case”, club’s capital gain violations 🚨 #Juventus— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2023 Refsingin er gefin út eftir að stjórn félagsins eins og hún lagði sig sagði af sér í nóvember á síðasta ári. Þá hefur Andrea Agnelli, fyrrverandi forseti Juventus, verið dæmdur í tveggja ára bann af ítalska knattspyrnusambandinu. Juventus hefur neitað ásökunum og búist er við að félagið áfrýi ákvörðuninni. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í kjölfar þess að stjórnin sagði af sér kom fram að ástæða afsagnarinnar væari „talin vera í þágu félagslegra hagsmuna.“ Fabio Paratici, fyrrum yfirmaður íþróttamála félagsins og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham, hefur einnig verið dæmdur í 30 mánaða bann. Félagið var upphaflega sýknað af ásökununum í apríl 2022, en málið var tekið upp að nýju í desember sama ár. Rannsóknin snéri að tekjum af skráningarrétti leikmanna á árunum 2019 til 2021. Félagið bað þá leikmenn um að gefa eftir fjögurra mánaða laun til að hjálpa rekstri félagsins í kórónuveirufaraldrinum, en í raun gáfu þeir aðeins eftir eins mánaðar laun. Juventus gat þá borgað restina svart og þannig sloppið við að greiða skatta. Juventus sat í þriðja sæti deildarinnar áður en stigin voru dregin af þeim. Liðið var með 37 stig, tíu stigum á eftir toppliði Napoli, en situr nú í tíunda sæti með aðeins 22 stig. Næsti deildarleikur Juventus er á morgun gegn Atalanta. Ítalski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ítalska knattspyrnusambandinu, en Juventus var til rannsóknar vegna ásakana um að hagræða bókhaldi sínu og faldar greiðslur til leikmanna. Serie A’s FIGC Prosecutor has ruled that Juventus will be given a -15 point deduction as result of the “Plusvalenza Case”, club’s capital gain violations 🚨 #Juventus— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2023 Refsingin er gefin út eftir að stjórn félagsins eins og hún lagði sig sagði af sér í nóvember á síðasta ári. Þá hefur Andrea Agnelli, fyrrverandi forseti Juventus, verið dæmdur í tveggja ára bann af ítalska knattspyrnusambandinu. Juventus hefur neitað ásökunum og búist er við að félagið áfrýi ákvörðuninni. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í kjölfar þess að stjórnin sagði af sér kom fram að ástæða afsagnarinnar væari „talin vera í þágu félagslegra hagsmuna.“ Fabio Paratici, fyrrum yfirmaður íþróttamála félagsins og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham, hefur einnig verið dæmdur í 30 mánaða bann. Félagið var upphaflega sýknað af ásökununum í apríl 2022, en málið var tekið upp að nýju í desember sama ár. Rannsóknin snéri að tekjum af skráningarrétti leikmanna á árunum 2019 til 2021. Félagið bað þá leikmenn um að gefa eftir fjögurra mánaða laun til að hjálpa rekstri félagsins í kórónuveirufaraldrinum, en í raun gáfu þeir aðeins eftir eins mánaðar laun. Juventus gat þá borgað restina svart og þannig sloppið við að greiða skatta. Juventus sat í þriðja sæti deildarinnar áður en stigin voru dregin af þeim. Liðið var með 37 stig, tíu stigum á eftir toppliði Napoli, en situr nú í tíunda sæti með aðeins 22 stig. Næsti deildarleikur Juventus er á morgun gegn Atalanta.
Ítalski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira