Hvetur fólk til að hafa samband skapist flóðaástand Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2023 13:46 Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Vísir Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að tryggja að vatn eigi greiða leið þegar snjór og klaki bráðnar á morgun. Fimmtudagur og frost í kringum tíu gráður líkt og síðustu daga og vikur. Á morgun verður breyting á þegar hitastig fer upp fyrir frostmark og helst þannig ef marka má spár. Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gular viðvaranir sem taka gildi í fyrramálið og vara fram á laugardag. Flughált á morgun Þá varar veðurstofan við vexti í ám og lækjum vegna hlákunnar og minnir á mikilvægi þess að huga að niðurföllum svo vatn komist leiðar sinnar og valdi ekki tjóni. Um leið er líklegt að flughálka myndist á blautum klaka. Fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa síðustu daga staðið í undirbúningi fyrir morgundaginn. „Fyrst og fremst með því að fara í alla svokallaða lágpunkta sem eru mikilvæg niðurföll þannig við erum að reyna að greiða leið vatnsins niður þannig að ekki myndist flóð,“ sagði Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs- og umhirðu borgarlandsins. Munu bregðast við ábendingum Þá verður vakt starfandi fram eftir kvöldi á morgun og fyrri part laugardags sem mun bregðast við ábendingum frá íbúum og lögreglu ef flóðaástand skapast en íbúum er bent á að hafa samband í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar eða með því að hafa beint samband við lögreglu. Hjalti hvetur íbúa til að fara varlega. „Það sem er að gerast er að það mun rigna gríðarlega mikið samkvæmt veðurspá í stuttan tíma og í svona aðstæðum þá getur myndast, þegar snjór byrjar að bráðna, glær hálka og það er mikill vindur í kortum eða fimmtán metrar á sekúndu þannig sums staðar geta myndast mjög hættulegar aðstæður.“ Fjörutíu metrar á sekúndu Þá má reikna með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið en reikna má með hviðum allt að fjörutíu metrum á sekúndu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem segir að sömu sögu sé að segja undir Eyjafjöllum og á norðanverðu Snæfellsnesi fram eftir morgni. Veður Reykjavík Tengdar fréttir Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19. janúar 2023 10:21 Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19. janúar 2023 07:31 Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. 19. janúar 2023 07:09 Asahláka, flughálka og stormur frá föstudegi til laugardags Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag. 18. janúar 2023 17:46 Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17. janúar 2023 21:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Fimmtudagur og frost í kringum tíu gráður líkt og síðustu daga og vikur. Á morgun verður breyting á þegar hitastig fer upp fyrir frostmark og helst þannig ef marka má spár. Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gular viðvaranir sem taka gildi í fyrramálið og vara fram á laugardag. Flughált á morgun Þá varar veðurstofan við vexti í ám og lækjum vegna hlákunnar og minnir á mikilvægi þess að huga að niðurföllum svo vatn komist leiðar sinnar og valdi ekki tjóni. Um leið er líklegt að flughálka myndist á blautum klaka. Fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa síðustu daga staðið í undirbúningi fyrir morgundaginn. „Fyrst og fremst með því að fara í alla svokallaða lágpunkta sem eru mikilvæg niðurföll þannig við erum að reyna að greiða leið vatnsins niður þannig að ekki myndist flóð,“ sagði Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs- og umhirðu borgarlandsins. Munu bregðast við ábendingum Þá verður vakt starfandi fram eftir kvöldi á morgun og fyrri part laugardags sem mun bregðast við ábendingum frá íbúum og lögreglu ef flóðaástand skapast en íbúum er bent á að hafa samband í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar eða með því að hafa beint samband við lögreglu. Hjalti hvetur íbúa til að fara varlega. „Það sem er að gerast er að það mun rigna gríðarlega mikið samkvæmt veðurspá í stuttan tíma og í svona aðstæðum þá getur myndast, þegar snjór byrjar að bráðna, glær hálka og það er mikill vindur í kortum eða fimmtán metrar á sekúndu þannig sums staðar geta myndast mjög hættulegar aðstæður.“ Fjörutíu metrar á sekúndu Þá má reikna með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið en reikna má með hviðum allt að fjörutíu metrum á sekúndu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem segir að sömu sögu sé að segja undir Eyjafjöllum og á norðanverðu Snæfellsnesi fram eftir morgni.
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19. janúar 2023 10:21 Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19. janúar 2023 07:31 Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. 19. janúar 2023 07:09 Asahláka, flughálka og stormur frá föstudegi til laugardags Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag. 18. janúar 2023 17:46 Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17. janúar 2023 21:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19. janúar 2023 10:21
Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19. janúar 2023 07:31
Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. 19. janúar 2023 07:09
Asahláka, flughálka og stormur frá föstudegi til laugardags Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag. 18. janúar 2023 17:46
Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17. janúar 2023 21:30