Formaður SÁÁ: „Þetta var rosalegt högg fyrir starfsfólkið okkar“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2023 11:43 Anna Hildur Guðmundsson er formaður SÁÁ. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókna á starfsháttum SÁÁ og meintum tilhæfulausum reikningum. Formaður SÁÁ segir Sjúkratryggingar Íslands hafa vegið með grófum hætti að trúverðugleika samtakanna gerir alvarlega athugasemd við framgöngu stofnunarinnar. Eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hefur það hlutverk að fylgjast með starfsemi þeirra sem eru með þjónustusamning við sjúkratryggingar og fá þaðan greiðslur, líkt og SÁÁ. Þar var hafin nokkuð víðtæk skoðun á samtökunum, meintum tilhæfulausum reikningum þeirra vegna fjarviðtala í faraldrinum og starfsemi göngudeilda. Málið rataði inn á borð þriggja embætta og því hefur nú verið lokað á öllum vígstöðvum. „SÍ gerir athugasemdir við áætluð brot á lögum um persónuvernd og SÍ vísar þeim ábendingum frá. Síðan gerir SÍ athugasemdir við færslur í sjúkraskrár en embætti Landlæknis telur sýringar SÁÁ fullnægjandi og ekki tilefni til að aðhafast frekar. Síðan er það kæra SÍ til saksóknara um auðgunarbrot og fjársvik, sem héraðssaksóknari hættir rannsókn á eftir yfirferð á gögnum, segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ. Hafnar ásökunum um tilhæfulausa reikninga Héraðssaksóknari staðfestir að rannsókn á málinu hafi verið hætt. Kærufrestur á þeirri ákvörðun liðinn og sjúkratryggingar nýttu ekki kæruheimild. Eftir stendur þó endurgreiðslukrafa Sjúkratrygginga á hendur SÁÁ vegna umræddra fjarviðtala upp á 36 milljónir króna. Anna Hildur segir viðræður um það standa yfir. „Það er þessi fjarþjónusta sem málið snýst um, sem ekki var samningur um, og við erum bara í samningaviðræðum um hvernig við göngum frá því máli.“ Hún hafnar ásökunum Sjúkratrygginga um að reikningar fyrir þessum viðtölum hafi verið tilhæfulausir, en stofnunin hefur meðal annars haldið því fram að þau hafi verið mun styttri en skráð var og jafnvel stutt símtöl á frumkvæði ráðgjafa. „Við veittum þessa þjónustu svo sannarlega. Þetta snýst um að það hafi ekki verið samningur um þau. En við vorum líkt og allir aðrir að bregðast við faraldrinum og veita þjónustu.“ Hafnar því að Sjúkratryggingar hafi gengið hart fram Anna gerir alvarlega athugasemd við framgöngu Sjúkratrygginga. „Það var rosalegt högg fyrir starfsfólkið okkar að sitja undir því að þau hafi verið að gera eitthvað rangt. Eins líka bara vont fyrir samtökin að þjóðin haldi það að við höfum verið að standa í einhverju misferli,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ. Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir starfandi forstjóri Sjúkratrygginga hafnar því í samtali við fréttastofu að stofnunin hafi gengið of harkalega fram. Hún segir stofnuninni bera skylda til þess að hafa eftirlit með samningum. Sjúkratryggingar hafi talið sér skylt að fara áfram með málið innan stjórnkerfisins. Kæruheimild á ákvörðun héraðssaksóknara hafi ekki verið nýtt þar sem það sé ekkert sérstakt hagsmunamál fyrir Sjúkratryggingar að rannsóknin fari lengra. Tilkynningu SÁÁ vegna málsins má sjá að neðan. Fréttatilkynning vegna niðurstöðu eftirlitsmáls SÍ gegn SÁÁ Um mitt ár 2021 barst SÁÁ bréf frá eftirlitsdeild SÍ þar sem boðaðar voru endurkröfur á hendur okkar vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni, vegna þjónustu sem veitt var á meðferðarsviði SÁÁ á Covid tímum 2020-2021. Eftirfarandi stofnanir fengu, að auki, málið til umfjöllunar að frumkvæði SÍ: a) Persónuvernd vegna ætlaðra brota á lögum um persónuvernd. b)Embætti landlæknis vegna lögmætis færslna í sjúkraskrá og ætlaðra brota gegn lögum um sjúkraskrá, ætlaðra brota gegn 21.og 23.grein laga um heilbrigðisstarfsmenn og ætlaðra brota gegn fyrirmælum um notkun gæðavísa. Eftirlitsdeild SÍ vísaði sérstaklega til Embættis landlæknis ábendingum um ætluð brot í þjónustu ungmennadeildar á sjúkrahúsinu Vogi. c)Héraðssaksóknari í formi kæru frá SÍ vegna auðgunarbrota og fjársvika. Umfjöllun þessara stofnana lauk með eftirfarandi hætti: a) Persónuvernd vísaði ábendingu SÍ frá. b) Embætti landlæknis stofnaði eftirlitsmál vegna færslna í sjúkraskrá og ætlaðra brota gegn laga um heilbrigðisstarfsmenn sem lauk með bréfi dags. 27.september 2022 þar embættið fellst á skýringar SÁÁ og telur ekki tilefni til að aðhafast frekar. Embættis landlæknis framkvæmdi jafnframt úttekt á starfsemi Ungmennadeildar á sjúkrahúsinu Vogi. Niðurstöðu hennar má finna hér: Uttektarskýrsla embættis landlæknis_ ungmennadeild á Vogi_des2022.pdf (landlaeknir.is) Embætti landlæknis telur skýringar SÁÁ fullnægjandi og því ekki tilefni til að aðhafast frekar c) Kæra SÍ til Héraðssaksóknara vegna auðgunarbrota kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 248 gr.laga um fjársvik og 4.gr laga um sjúkraskrár var tekin til rannsókna en hætt að lokinni yfirferð á gögnum málsins. Hér var hátt reitt til höggs gegn SÁÁ, óhagnaðardrifnum almannaheillasamtökum sem veitti heilbrigðisþjónustu til handa viðkvæmum hópi, í miðjum heimsfaraldri. Bréfið sem Sjúkratryggingar Íslands sendu forsvarsmönnum SÁÁ og var birt í fjölmiðlum er uppfullt af ásökunum, rangfærslum og rógi og málsmeðferðin öll hefur vegið gróflega að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna og starfsemi SÁÁ. Við fögnum þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir eftir skoðun annarra opinberra aðila en þeirra sem framkvæmdu þá “rannsókn” sem málið grundvallaðist á. Eftir stendur sú spurning hvað opinberri, valdamikilli stofnun eins og Sjúkratryggingum Íslands gekk til, hvers vegna málsmeðferðin var ekki vandaðri en raun ber vitni, hvers vegna skýringar og gögn SÁÁ, sem hafa verið þau sömu frá upphafi, voru ekki teknar til greina og hvers vegna ágreiningur um framkvæmd nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri þar sem framlag ríkísins er föst upphæð á ári var ekki leyst með hagsmuni þeirra sem þurftu þjónustuna í fyrirrúmi? Efstaleiti, 19. janúar 2023 Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ SÁÁ Lögreglumál Sjúkratryggingar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hefur það hlutverk að fylgjast með starfsemi þeirra sem eru með þjónustusamning við sjúkratryggingar og fá þaðan greiðslur, líkt og SÁÁ. Þar var hafin nokkuð víðtæk skoðun á samtökunum, meintum tilhæfulausum reikningum þeirra vegna fjarviðtala í faraldrinum og starfsemi göngudeilda. Málið rataði inn á borð þriggja embætta og því hefur nú verið lokað á öllum vígstöðvum. „SÍ gerir athugasemdir við áætluð brot á lögum um persónuvernd og SÍ vísar þeim ábendingum frá. Síðan gerir SÍ athugasemdir við færslur í sjúkraskrár en embætti Landlæknis telur sýringar SÁÁ fullnægjandi og ekki tilefni til að aðhafast frekar. Síðan er það kæra SÍ til saksóknara um auðgunarbrot og fjársvik, sem héraðssaksóknari hættir rannsókn á eftir yfirferð á gögnum, segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ. Hafnar ásökunum um tilhæfulausa reikninga Héraðssaksóknari staðfestir að rannsókn á málinu hafi verið hætt. Kærufrestur á þeirri ákvörðun liðinn og sjúkratryggingar nýttu ekki kæruheimild. Eftir stendur þó endurgreiðslukrafa Sjúkratrygginga á hendur SÁÁ vegna umræddra fjarviðtala upp á 36 milljónir króna. Anna Hildur segir viðræður um það standa yfir. „Það er þessi fjarþjónusta sem málið snýst um, sem ekki var samningur um, og við erum bara í samningaviðræðum um hvernig við göngum frá því máli.“ Hún hafnar ásökunum Sjúkratrygginga um að reikningar fyrir þessum viðtölum hafi verið tilhæfulausir, en stofnunin hefur meðal annars haldið því fram að þau hafi verið mun styttri en skráð var og jafnvel stutt símtöl á frumkvæði ráðgjafa. „Við veittum þessa þjónustu svo sannarlega. Þetta snýst um að það hafi ekki verið samningur um þau. En við vorum líkt og allir aðrir að bregðast við faraldrinum og veita þjónustu.“ Hafnar því að Sjúkratryggingar hafi gengið hart fram Anna gerir alvarlega athugasemd við framgöngu Sjúkratrygginga. „Það var rosalegt högg fyrir starfsfólkið okkar að sitja undir því að þau hafi verið að gera eitthvað rangt. Eins líka bara vont fyrir samtökin að þjóðin haldi það að við höfum verið að standa í einhverju misferli,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ. Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir starfandi forstjóri Sjúkratrygginga hafnar því í samtali við fréttastofu að stofnunin hafi gengið of harkalega fram. Hún segir stofnuninni bera skylda til þess að hafa eftirlit með samningum. Sjúkratryggingar hafi talið sér skylt að fara áfram með málið innan stjórnkerfisins. Kæruheimild á ákvörðun héraðssaksóknara hafi ekki verið nýtt þar sem það sé ekkert sérstakt hagsmunamál fyrir Sjúkratryggingar að rannsóknin fari lengra. Tilkynningu SÁÁ vegna málsins má sjá að neðan. Fréttatilkynning vegna niðurstöðu eftirlitsmáls SÍ gegn SÁÁ Um mitt ár 2021 barst SÁÁ bréf frá eftirlitsdeild SÍ þar sem boðaðar voru endurkröfur á hendur okkar vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni, vegna þjónustu sem veitt var á meðferðarsviði SÁÁ á Covid tímum 2020-2021. Eftirfarandi stofnanir fengu, að auki, málið til umfjöllunar að frumkvæði SÍ: a) Persónuvernd vegna ætlaðra brota á lögum um persónuvernd. b)Embætti landlæknis vegna lögmætis færslna í sjúkraskrá og ætlaðra brota gegn lögum um sjúkraskrá, ætlaðra brota gegn 21.og 23.grein laga um heilbrigðisstarfsmenn og ætlaðra brota gegn fyrirmælum um notkun gæðavísa. Eftirlitsdeild SÍ vísaði sérstaklega til Embættis landlæknis ábendingum um ætluð brot í þjónustu ungmennadeildar á sjúkrahúsinu Vogi. c)Héraðssaksóknari í formi kæru frá SÍ vegna auðgunarbrota og fjársvika. Umfjöllun þessara stofnana lauk með eftirfarandi hætti: a) Persónuvernd vísaði ábendingu SÍ frá. b) Embætti landlæknis stofnaði eftirlitsmál vegna færslna í sjúkraskrá og ætlaðra brota gegn laga um heilbrigðisstarfsmenn sem lauk með bréfi dags. 27.september 2022 þar embættið fellst á skýringar SÁÁ og telur ekki tilefni til að aðhafast frekar. Embættis landlæknis framkvæmdi jafnframt úttekt á starfsemi Ungmennadeildar á sjúkrahúsinu Vogi. Niðurstöðu hennar má finna hér: Uttektarskýrsla embættis landlæknis_ ungmennadeild á Vogi_des2022.pdf (landlaeknir.is) Embætti landlæknis telur skýringar SÁÁ fullnægjandi og því ekki tilefni til að aðhafast frekar c) Kæra SÍ til Héraðssaksóknara vegna auðgunarbrota kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 248 gr.laga um fjársvik og 4.gr laga um sjúkraskrár var tekin til rannsókna en hætt að lokinni yfirferð á gögnum málsins. Hér var hátt reitt til höggs gegn SÁÁ, óhagnaðardrifnum almannaheillasamtökum sem veitti heilbrigðisþjónustu til handa viðkvæmum hópi, í miðjum heimsfaraldri. Bréfið sem Sjúkratryggingar Íslands sendu forsvarsmönnum SÁÁ og var birt í fjölmiðlum er uppfullt af ásökunum, rangfærslum og rógi og málsmeðferðin öll hefur vegið gróflega að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna og starfsemi SÁÁ. Við fögnum þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir eftir skoðun annarra opinberra aðila en þeirra sem framkvæmdu þá “rannsókn” sem málið grundvallaðist á. Eftir stendur sú spurning hvað opinberri, valdamikilli stofnun eins og Sjúkratryggingum Íslands gekk til, hvers vegna málsmeðferðin var ekki vandaðri en raun ber vitni, hvers vegna skýringar og gögn SÁÁ, sem hafa verið þau sömu frá upphafi, voru ekki teknar til greina og hvers vegna ágreiningur um framkvæmd nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri þar sem framlag ríkísins er föst upphæð á ári var ekki leyst með hagsmuni þeirra sem þurftu þjónustuna í fyrirrúmi? Efstaleiti, 19. janúar 2023 Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ
Fréttatilkynning vegna niðurstöðu eftirlitsmáls SÍ gegn SÁÁ Um mitt ár 2021 barst SÁÁ bréf frá eftirlitsdeild SÍ þar sem boðaðar voru endurkröfur á hendur okkar vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni, vegna þjónustu sem veitt var á meðferðarsviði SÁÁ á Covid tímum 2020-2021. Eftirfarandi stofnanir fengu, að auki, málið til umfjöllunar að frumkvæði SÍ: a) Persónuvernd vegna ætlaðra brota á lögum um persónuvernd. b)Embætti landlæknis vegna lögmætis færslna í sjúkraskrá og ætlaðra brota gegn lögum um sjúkraskrá, ætlaðra brota gegn 21.og 23.grein laga um heilbrigðisstarfsmenn og ætlaðra brota gegn fyrirmælum um notkun gæðavísa. Eftirlitsdeild SÍ vísaði sérstaklega til Embættis landlæknis ábendingum um ætluð brot í þjónustu ungmennadeildar á sjúkrahúsinu Vogi. c)Héraðssaksóknari í formi kæru frá SÍ vegna auðgunarbrota og fjársvika. Umfjöllun þessara stofnana lauk með eftirfarandi hætti: a) Persónuvernd vísaði ábendingu SÍ frá. b) Embætti landlæknis stofnaði eftirlitsmál vegna færslna í sjúkraskrá og ætlaðra brota gegn laga um heilbrigðisstarfsmenn sem lauk með bréfi dags. 27.september 2022 þar embættið fellst á skýringar SÁÁ og telur ekki tilefni til að aðhafast frekar. Embættis landlæknis framkvæmdi jafnframt úttekt á starfsemi Ungmennadeildar á sjúkrahúsinu Vogi. Niðurstöðu hennar má finna hér: Uttektarskýrsla embættis landlæknis_ ungmennadeild á Vogi_des2022.pdf (landlaeknir.is) Embætti landlæknis telur skýringar SÁÁ fullnægjandi og því ekki tilefni til að aðhafast frekar c) Kæra SÍ til Héraðssaksóknara vegna auðgunarbrota kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 248 gr.laga um fjársvik og 4.gr laga um sjúkraskrár var tekin til rannsókna en hætt að lokinni yfirferð á gögnum málsins. Hér var hátt reitt til höggs gegn SÁÁ, óhagnaðardrifnum almannaheillasamtökum sem veitti heilbrigðisþjónustu til handa viðkvæmum hópi, í miðjum heimsfaraldri. Bréfið sem Sjúkratryggingar Íslands sendu forsvarsmönnum SÁÁ og var birt í fjölmiðlum er uppfullt af ásökunum, rangfærslum og rógi og málsmeðferðin öll hefur vegið gróflega að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna og starfsemi SÁÁ. Við fögnum þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir eftir skoðun annarra opinberra aðila en þeirra sem framkvæmdu þá “rannsókn” sem málið grundvallaðist á. Eftir stendur sú spurning hvað opinberri, valdamikilli stofnun eins og Sjúkratryggingum Íslands gekk til, hvers vegna málsmeðferðin var ekki vandaðri en raun ber vitni, hvers vegna skýringar og gögn SÁÁ, sem hafa verið þau sömu frá upphafi, voru ekki teknar til greina og hvers vegna ágreiningur um framkvæmd nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri þar sem framlag ríkísins er föst upphæð á ári var ekki leyst með hagsmuni þeirra sem þurftu þjónustuna í fyrirrúmi? Efstaleiti, 19. janúar 2023 Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ
Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ SÁÁ Lögreglumál Sjúkratryggingar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira